Listahátíð í Hörpu 22. maí 2014 12:00 Verk Önnu Þorvaldsdóttur, In the Light of Air, verður heimsfrumflutt í Hörpu á sunnudaginn. Fjöldi viðburða á Listahátíð í Reykjavík fer fram í tónlistarhúsinu Hörpu. Þeirra á meðal eru In the Light of Air, heimsfrumflutningur á nýju verki eftir Önnu Þorvaldsdóttur, en verk hennar hafa hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Það var hinn virti bandaríski nútímatónlistarhópur International Contemporary Ensemble (ICE) frá New York sem pantaði tónverkið hjá Önnu sem nú verður flutt í Norðurljósasal Hörpu á sunnudaginn. „Eina beiðni þeirra var að verkið yrði nógu langt fyrir heila tónleika. Ég réð sjálf hljóðfæraskipan og ákvað að hafa hljóðfærin aðeins fimm svo auðveldara væri að ferðast með verkið,“ segir Anna en verkið er fyrir víólu, selló, hörpu, píanó og slagverk. Auk þess koma tveir tæknimenn að uppsetningunni, enda er ljósainnsetning hluti af verkinu. „Ljósainnsetningin er mjög fíngerð og stýrist af flutningi hljóðfæraleikaranna og andardrætti þeirra,“ lýsir Anna sem einnig hannaði sjálf innsetningu úr klakaböndum listakonunnar Svönu Jósepsdóttur. „Þetta eru sérstakar málmplötur og ég fékk eina slíka eftir Svönu í jólagjöf. Mér fannst hún hljóma svo fallega og ákvað því að biðja Svönu um að smíða fyrir mig plötur í mörgum mismunandi stærðum og nota í innsetningu. Á ákveðnum tímapunkti í verkinu er síðan spilað á klakaböndin.“ Anna segir nokkra áskorun hafa legið í því að semja 45 mínútna verk enda hafi hún aldrei gert það áður. „Maður þarf að hugsa strúktúr og framvindu svo verkið sé í senn náttúrulegt en samt þannig að hver kafli hafi sitt sérstaka yfirbragð,“ segir hún.Viðburðir á Listahátíð í Reykjavík sem fram fara í Hörpu22. maí kl. 20. – Norðurljós Kammersveit Reykjavíkur: Pierrot-prójektið. Á opnunartónleikum Listahátíðar verður flutt verkið Pierrot lunaire eftir Arnold Schönberg.23. maí kl. 19.30 – Eldborg Mahler nr. 3 í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.24. maí kl. 16. – Norðurljós Þrjár Shakespeare-sonnettur: Á tónleikum Kammerkórs Suðurlands verða frumfluttar á Íslandi þrjár Shakespeare-sonnettur eftir breska tónskáldið Sir John Tavener.24. maí kl. 20 – Eldborg Bryn Terfel: Velski bassabarítónsöngvarinn Bryn Terfel er á meðal ástsælustu söngvara samtímans.24. maí kl. 21 – Silfurberg Lee Ranaldo & Leah Singer: Sight Unseen er samvinnuverkefni hjónanna Lee Ranaldo og Leuh Singer þar sem tónlist og myndbandsverk fléttast saman. Lee Ranaldo er best þekktur sem gítarleikari Sonic Youth.25. maí kl. 20 – Norðurljós In the Light of Air: ICE Ensemble & Anna Þorvaldsdóttir.29. maí kl. 20 – Eldborg Khatia Buniatishvili: Georgíski píanóleikarinn Khatia Buniatishvili hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum. Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Fleiri fréttir Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð Sjá meira
Fjöldi viðburða á Listahátíð í Reykjavík fer fram í tónlistarhúsinu Hörpu. Þeirra á meðal eru In the Light of Air, heimsfrumflutningur á nýju verki eftir Önnu Þorvaldsdóttur, en verk hennar hafa hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Það var hinn virti bandaríski nútímatónlistarhópur International Contemporary Ensemble (ICE) frá New York sem pantaði tónverkið hjá Önnu sem nú verður flutt í Norðurljósasal Hörpu á sunnudaginn. „Eina beiðni þeirra var að verkið yrði nógu langt fyrir heila tónleika. Ég réð sjálf hljóðfæraskipan og ákvað að hafa hljóðfærin aðeins fimm svo auðveldara væri að ferðast með verkið,“ segir Anna en verkið er fyrir víólu, selló, hörpu, píanó og slagverk. Auk þess koma tveir tæknimenn að uppsetningunni, enda er ljósainnsetning hluti af verkinu. „Ljósainnsetningin er mjög fíngerð og stýrist af flutningi hljóðfæraleikaranna og andardrætti þeirra,“ lýsir Anna sem einnig hannaði sjálf innsetningu úr klakaböndum listakonunnar Svönu Jósepsdóttur. „Þetta eru sérstakar málmplötur og ég fékk eina slíka eftir Svönu í jólagjöf. Mér fannst hún hljóma svo fallega og ákvað því að biðja Svönu um að smíða fyrir mig plötur í mörgum mismunandi stærðum og nota í innsetningu. Á ákveðnum tímapunkti í verkinu er síðan spilað á klakaböndin.“ Anna segir nokkra áskorun hafa legið í því að semja 45 mínútna verk enda hafi hún aldrei gert það áður. „Maður þarf að hugsa strúktúr og framvindu svo verkið sé í senn náttúrulegt en samt þannig að hver kafli hafi sitt sérstaka yfirbragð,“ segir hún.Viðburðir á Listahátíð í Reykjavík sem fram fara í Hörpu22. maí kl. 20. – Norðurljós Kammersveit Reykjavíkur: Pierrot-prójektið. Á opnunartónleikum Listahátíðar verður flutt verkið Pierrot lunaire eftir Arnold Schönberg.23. maí kl. 19.30 – Eldborg Mahler nr. 3 í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.24. maí kl. 16. – Norðurljós Þrjár Shakespeare-sonnettur: Á tónleikum Kammerkórs Suðurlands verða frumfluttar á Íslandi þrjár Shakespeare-sonnettur eftir breska tónskáldið Sir John Tavener.24. maí kl. 20 – Eldborg Bryn Terfel: Velski bassabarítónsöngvarinn Bryn Terfel er á meðal ástsælustu söngvara samtímans.24. maí kl. 21 – Silfurberg Lee Ranaldo & Leah Singer: Sight Unseen er samvinnuverkefni hjónanna Lee Ranaldo og Leuh Singer þar sem tónlist og myndbandsverk fléttast saman. Lee Ranaldo er best þekktur sem gítarleikari Sonic Youth.25. maí kl. 20 – Norðurljós In the Light of Air: ICE Ensemble & Anna Þorvaldsdóttir.29. maí kl. 20 – Eldborg Khatia Buniatishvili: Georgíski píanóleikarinn Khatia Buniatishvili hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum.
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Fleiri fréttir Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð Sjá meira