Eldheimar opnaðir í Eyjum Freyr Bjarnason skrifar 24. maí 2014 07:00 Skærin týndust við athöfnina í gær og því var borðinn einfaldlega tekinn í burtu. Frá vinstri: Illugi Gunnarsson, Gerður Sigurðardóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Elliði Vignisson. Mynd/Óskar Friðriksson „Ég er gríðarlega ánægður með hversu vel hefur tekist til,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Gosminjasafnið Eldheimar var opnað í Eyjum í gær við hátíðlega athöfn. Mörg hundruð manns voru á meðal gesta, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra auk Gerðu Sigurðardóttur, fyrrverandi íbúa á Gerðisbraut 10, sem safnið var byggt yfir. Elliði segir að um sérstakan tíma sé að ræða fyrir Eyjamenn. „Þetta er í raun í fyrsta skiptið sem samfélagið getur sagt þessa sögu svo henni sé sómi sýndur. Eftir því sem tíminn líður verður stærra og stærra það hlutfall Eyjamanna sem ekki upplifði eldgosið á eigin skinni. Það er einmitt tilgangurinn með Eldheimum. Þetta er samstarfsverkefni ríkisins og sveitarfélagsins og hugmyndin er að segja þessa einstöku sögu sem tengist eldgosinu í Vestmannaeyjum.“ Að sögn Elliða eru það hliðaráhrif Eldheima að margir ferðamenn eiga eftir að sjá safnið. „Þetta er kannski svipað og Þjóðhátíðin. Hún er eign Vestmannaeyinga og okkar hátíð en við bjóðum að sjálfsögðu öllum að taka þátt á okkar forsendum. Það er svipað með Eldheima. Þeir eru byggðir fyrir heimamenn til minningar um þau stórkostlegu afrek sem hér voru unnin en um leið er að sjálfsögðu öllum boðin full þátttaka í því að kynna sér sögu okkar og menningu og þennan einstaka viðburð.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
„Ég er gríðarlega ánægður með hversu vel hefur tekist til,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Gosminjasafnið Eldheimar var opnað í Eyjum í gær við hátíðlega athöfn. Mörg hundruð manns voru á meðal gesta, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra auk Gerðu Sigurðardóttur, fyrrverandi íbúa á Gerðisbraut 10, sem safnið var byggt yfir. Elliði segir að um sérstakan tíma sé að ræða fyrir Eyjamenn. „Þetta er í raun í fyrsta skiptið sem samfélagið getur sagt þessa sögu svo henni sé sómi sýndur. Eftir því sem tíminn líður verður stærra og stærra það hlutfall Eyjamanna sem ekki upplifði eldgosið á eigin skinni. Það er einmitt tilgangurinn með Eldheimum. Þetta er samstarfsverkefni ríkisins og sveitarfélagsins og hugmyndin er að segja þessa einstöku sögu sem tengist eldgosinu í Vestmannaeyjum.“ Að sögn Elliða eru það hliðaráhrif Eldheima að margir ferðamenn eiga eftir að sjá safnið. „Þetta er kannski svipað og Þjóðhátíðin. Hún er eign Vestmannaeyinga og okkar hátíð en við bjóðum að sjálfsögðu öllum að taka þátt á okkar forsendum. Það er svipað með Eldheima. Þeir eru byggðir fyrir heimamenn til minningar um þau stórkostlegu afrek sem hér voru unnin en um leið er að sjálfsögðu öllum boðin full þátttaka í því að kynna sér sögu okkar og menningu og þennan einstaka viðburð.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira