Risti ekki djúpt Jónas Sen skrifar 28. maí 2014 10:30 ICE og Anna Þorvaldsdóttir. „Tónlistin fór aldrei mjög langt frá sjálfri sér, hún var fremur tilbreytingarlaus,“ segir Jónas Sen. Vísir/Vilhelm Tónlist: In the Light of Air ICE og Anna Þorvaldsdóttir Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 25. maíInternational Contemporary Ensemble, eða ICE, er heitið á nútímatónlistarhópi sem kom fram í Norðurljósum á Listahátíð. Fullt af ljósaperum var fyrir ofan hópinn og maður las í tónleikaskrá að hann myndi stýra lýsingunni með leik sínum og andardrætti. Ég verð að segja að ég bjóst við meiru. Tónlistin var eftir Önnu Þorvaldsdóttur, og reyndar kom hún ekki á óvart. Mikið var um grunnstöðuhljóma og alls kyns áferð sem skapaði óhugnanlega stemningu. Bassatromma og drónn í upphafi hljómaði eins og sena úr Inland Empire eftir David Lynch. Tónlistin fór aldrei mjög langt frá sjálfri sér, hún var fremur tilbreytingarlaus. Það voru samt mörg falleg augnablik í henni, heilmikil stemning, en almennt var hún dálítið langdregin. Maður hefur heyrt þetta áður. Lýsingin olli hins vegar vonbrigðum. Meiri, miklu meiri fjölbreytni, eitthvað krassandi hefði verið nauðsynlegt. Verkið tók jú heilan klukkutíma. En það gerðist aldrei neitt. Ljósmagnið var mismikið og það var hreinlega eins og einhver væri að leika sér að því að dempa það, án þess að tengja það við tónlistina. Ég a.m.k. sá ekki tenginguna. Þetta var býsna þunnur þrettándi.Niðurstaða: Tónleikarnir áttu sín augnablik en ollu í heild vonbrigðum. Gagnrýni Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist: In the Light of Air ICE og Anna Þorvaldsdóttir Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 25. maíInternational Contemporary Ensemble, eða ICE, er heitið á nútímatónlistarhópi sem kom fram í Norðurljósum á Listahátíð. Fullt af ljósaperum var fyrir ofan hópinn og maður las í tónleikaskrá að hann myndi stýra lýsingunni með leik sínum og andardrætti. Ég verð að segja að ég bjóst við meiru. Tónlistin var eftir Önnu Þorvaldsdóttur, og reyndar kom hún ekki á óvart. Mikið var um grunnstöðuhljóma og alls kyns áferð sem skapaði óhugnanlega stemningu. Bassatromma og drónn í upphafi hljómaði eins og sena úr Inland Empire eftir David Lynch. Tónlistin fór aldrei mjög langt frá sjálfri sér, hún var fremur tilbreytingarlaus. Það voru samt mörg falleg augnablik í henni, heilmikil stemning, en almennt var hún dálítið langdregin. Maður hefur heyrt þetta áður. Lýsingin olli hins vegar vonbrigðum. Meiri, miklu meiri fjölbreytni, eitthvað krassandi hefði verið nauðsynlegt. Verkið tók jú heilan klukkutíma. En það gerðist aldrei neitt. Ljósmagnið var mismikið og það var hreinlega eins og einhver væri að leika sér að því að dempa það, án þess að tengja það við tónlistina. Ég a.m.k. sá ekki tenginguna. Þetta var býsna þunnur þrettándi.Niðurstaða: Tónleikarnir áttu sín augnablik en ollu í heild vonbrigðum.
Gagnrýni Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira