Hvernig hljómar guðseindin? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. júní 2014 12:30 Ragnheiður Harpa: „Ég rakst á umfjöllun um bylgjur guðseindarinnar í einhverju vísindatímariti og þá varð þessi mynd til í höfðinu á mér.“ Vísir/GVA „Þetta er performans í hljóði og dansi. Dansi flugsins og hugmyndanna eða hugmyndaflugsins kannski,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir um verk sitt Flugrákir, lokaverk Listahátíðar sem sýnt verður klukkan 17.45 á morgun. „Svo er þetta samtal milli flugvélanna, kórsins og áhorfenda.“ Verkið tekst á loft, í bókstaflegri merkingu, yfir Kollafirði. Tvær listflugvélar teikna form innblásið af bylgjum guðseindarinnar, sem er einnig þekkt sem Higgs-eindin. Samtímis mun Kvennakórinn Katla túlka ferðalag flugvélanna og verður þeim söng útvarpað beint á Rás 1. „Í rauninni er hugmyndin að baki verkinu sú að að kalla fram hvernig guðseindin hljómar,“ segir Ragnheiður. „Ég rakst á umfjöllun um bylgjur guðseindarinnar í einhverju vísindatímariti og þá varð þessi mynd til í höfðinu á mér. Þetta er flæðandi og femínískt form, engar beinar línur bara kúptar bylgjur.“ Flugvélunum tveimur er stýrt af þrautreyndum flugmönnum og það gleður Ragnheiði sérstaklega að annar þeirra er Björn Thors sem smíðaði vélina sem hann flýgur sjálfur. „Björn er sjálflærður flugvélasmiður sem er kominn á eftirlaun og það er einstakt að fá hann með okkur í þetta verkefni,“ segir hún. „Hinn flugmaðurinn er Kristján Þór Kristjánsson og þeir eru báðir algjörir fluglistamenn sem hefur verið ótrúlega gaman að vinna með.“Flugkempa Björn Thors flýgur flugvél sem hann smíðaði sjálfur.Söngurinn er mikilvægur þáttur í verkinu og um hann sér Kvennakórinn Katla sem stjórnað er af Hildigunni Einarsdóttur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur. Ragnheiður segir sönghluta verksins hafa sprottið upp úr hugmyndinni um að syngja heiminn til sín. „Ég var mikið að skoða hvernig fólk sér heiminn og túlkar hann og rakst þá á sögur um frumbyggja Ástralíu sem hafa kortlagt álfuna sína með sönglínum sem fólk gengur eftir og syngur heiminn til sín. Bak við þá hugmyndafræði liggur sú kenning að ekkert sé í rauninni til fyrr en það er sungið. Að það sem við skynjum sé ekki raunverulegt fyrr en við getum sett það í orð. Þannig að kórinn í rauninni syngur línurnar sem flugvélarnar teikna á himininn, túlkar ferðalag þeirra og syngur heiminn til sín.“Sýningin hefst klukkan 17.45 á morgun og áhorfendum er bent á að safnast saman við Sólfarið á Sæbrautinni. „Hægt verður að njóta verksins víða á höfuðborgarsvæðinu en við mælum með því að njóta þess við Sæbrautina og alls ekki gleyma að stilla vasadiskóin eða snjallsímana á RÁS 1,“ segir Ragnheiður. „Það er algjörlega nauðsynlegur þáttur í upplifuninni.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þetta er performans í hljóði og dansi. Dansi flugsins og hugmyndanna eða hugmyndaflugsins kannski,“ segir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir um verk sitt Flugrákir, lokaverk Listahátíðar sem sýnt verður klukkan 17.45 á morgun. „Svo er þetta samtal milli flugvélanna, kórsins og áhorfenda.“ Verkið tekst á loft, í bókstaflegri merkingu, yfir Kollafirði. Tvær listflugvélar teikna form innblásið af bylgjum guðseindarinnar, sem er einnig þekkt sem Higgs-eindin. Samtímis mun Kvennakórinn Katla túlka ferðalag flugvélanna og verður þeim söng útvarpað beint á Rás 1. „Í rauninni er hugmyndin að baki verkinu sú að að kalla fram hvernig guðseindin hljómar,“ segir Ragnheiður. „Ég rakst á umfjöllun um bylgjur guðseindarinnar í einhverju vísindatímariti og þá varð þessi mynd til í höfðinu á mér. Þetta er flæðandi og femínískt form, engar beinar línur bara kúptar bylgjur.“ Flugvélunum tveimur er stýrt af þrautreyndum flugmönnum og það gleður Ragnheiði sérstaklega að annar þeirra er Björn Thors sem smíðaði vélina sem hann flýgur sjálfur. „Björn er sjálflærður flugvélasmiður sem er kominn á eftirlaun og það er einstakt að fá hann með okkur í þetta verkefni,“ segir hún. „Hinn flugmaðurinn er Kristján Þór Kristjánsson og þeir eru báðir algjörir fluglistamenn sem hefur verið ótrúlega gaman að vinna með.“Flugkempa Björn Thors flýgur flugvél sem hann smíðaði sjálfur.Söngurinn er mikilvægur þáttur í verkinu og um hann sér Kvennakórinn Katla sem stjórnað er af Hildigunni Einarsdóttur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur. Ragnheiður segir sönghluta verksins hafa sprottið upp úr hugmyndinni um að syngja heiminn til sín. „Ég var mikið að skoða hvernig fólk sér heiminn og túlkar hann og rakst þá á sögur um frumbyggja Ástralíu sem hafa kortlagt álfuna sína með sönglínum sem fólk gengur eftir og syngur heiminn til sín. Bak við þá hugmyndafræði liggur sú kenning að ekkert sé í rauninni til fyrr en það er sungið. Að það sem við skynjum sé ekki raunverulegt fyrr en við getum sett það í orð. Þannig að kórinn í rauninni syngur línurnar sem flugvélarnar teikna á himininn, túlkar ferðalag þeirra og syngur heiminn til sín.“Sýningin hefst klukkan 17.45 á morgun og áhorfendum er bent á að safnast saman við Sólfarið á Sæbrautinni. „Hægt verður að njóta verksins víða á höfuðborgarsvæðinu en við mælum með því að njóta þess við Sæbrautina og alls ekki gleyma að stilla vasadiskóin eða snjallsímana á RÁS 1,“ segir Ragnheiður. „Það er algjörlega nauðsynlegur þáttur í upplifuninni.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp