Virða akstursbann að vettugi Svavar Hávarðsson skrifar 5. júní 2014 07:00 Við Frostastaðaháls. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Margt er hægt að laga en alvarlegustu skemmdirnar má sjá áratugum saman. Mynd/Umhverfisstofnun Þrátt fyrir að blátt bann sé lagt við umferð ökutækja á Friðlandi að Fjallabaki í leysingatíð eru mörg dæmi þess að lokunin sé virt að vettugi. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir inn á svæðið þrátt fyrir að vitað sé að svæðið sé lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir um skýrt brot á náttúruverndarlögum að ræða. Ingibjörg ætlar engum að ætla sér að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Á þessum árstíma eru aðstæður slíkar að menn keyra gjarnan niður úr mjúkum snjó án þess að átta sig á því að þeir skera sig niður í gróðurinn. Eins freistast ökumenn til að krækja út fyrir skafla til að komast lengra, en mergurinn málsins sé auðvitað sá að inni á svæðinu eiga ökutæki ekki að vera.Ingibjörg EiríksdóttirIngibjörg segir að gróðurskemmdir á svæðinu sé í sumum tilfellum hægt að laga, en það eigi ekki alltaf við. Landverðir leggi árlega gríðarmikla vinnu í að laga för eftir utanvegaakstur, og til fræðslu ferðamanna. Eins verði í sumar stór hópur fólks við vinnu í Landmannalaugum og nágrenni við að gera við skemmdir eftir utanvegaakstur frá fyrri árum. „Sumt af þessu er ekki hægt að laga og tekur ár eða áratugi að jafna sig, og það er vandinn sem við erum að glíma við ár eftir ár,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg hefur engar haldbærar sannanir um einstakar ferðir um svæðið, nema augljós ummerki. „En ég hef fréttir af stórum bíl á svæðinu, og eins mönnum sem eru að selja ferðir inn á svæðið um þessar mundir þrátt fyrir lokanir,“ segir Ingibjörg sem hefur gert lögreglunni á Hvolsvelli viðvart um hvers kyns er. Hún bætir við að í gær hafi hún með stuttri leit á netinu fundið sjö síður þar sem verið var að selja ferðir inn í Landmannalaugar ýmist allt árið eða frá 1. júní; allt á þeim tíma þegar er lokað. Ekki eru sérstakar dagsetningar á lokunum á þessu svæði á hálendinu, það er þær fara eftir tíðarfari, en hins vegar lokar Vegagerðin leiðinni með skýrum merkingum á staðnum og upplýsingum á vefsíðu sinni. Þessar merkingar eru að engu hafðar, og annaðhvort eru hlið opnuð eða farið fram hjá þeim hvort sem merkingar segja að það sé ófært eða lokað, eins og nú er. Tengdar fréttir Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Sjá meira
Þrátt fyrir að blátt bann sé lagt við umferð ökutækja á Friðlandi að Fjallabaki í leysingatíð eru mörg dæmi þess að lokunin sé virt að vettugi. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir inn á svæðið þrátt fyrir að vitað sé að svæðið sé lokað. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og svæðalandvörður á Suðurlandi, segir um skýrt brot á náttúruverndarlögum að ræða. Ingibjörg ætlar engum að ætla sér að vinna skemmdir á sérstæðri náttúru svæðisins en aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Á þessum árstíma eru aðstæður slíkar að menn keyra gjarnan niður úr mjúkum snjó án þess að átta sig á því að þeir skera sig niður í gróðurinn. Eins freistast ökumenn til að krækja út fyrir skafla til að komast lengra, en mergurinn málsins sé auðvitað sá að inni á svæðinu eiga ökutæki ekki að vera.Ingibjörg EiríksdóttirIngibjörg segir að gróðurskemmdir á svæðinu sé í sumum tilfellum hægt að laga, en það eigi ekki alltaf við. Landverðir leggi árlega gríðarmikla vinnu í að laga för eftir utanvegaakstur, og til fræðslu ferðamanna. Eins verði í sumar stór hópur fólks við vinnu í Landmannalaugum og nágrenni við að gera við skemmdir eftir utanvegaakstur frá fyrri árum. „Sumt af þessu er ekki hægt að laga og tekur ár eða áratugi að jafna sig, og það er vandinn sem við erum að glíma við ár eftir ár,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg hefur engar haldbærar sannanir um einstakar ferðir um svæðið, nema augljós ummerki. „En ég hef fréttir af stórum bíl á svæðinu, og eins mönnum sem eru að selja ferðir inn á svæðið um þessar mundir þrátt fyrir lokanir,“ segir Ingibjörg sem hefur gert lögreglunni á Hvolsvelli viðvart um hvers kyns er. Hún bætir við að í gær hafi hún með stuttri leit á netinu fundið sjö síður þar sem verið var að selja ferðir inn í Landmannalaugar ýmist allt árið eða frá 1. júní; allt á þeim tíma þegar er lokað. Ekki eru sérstakar dagsetningar á lokunum á þessu svæði á hálendinu, það er þær fara eftir tíðarfari, en hins vegar lokar Vegagerðin leiðinni með skýrum merkingum á staðnum og upplýsingum á vefsíðu sinni. Þessar merkingar eru að engu hafðar, og annaðhvort eru hlið opnuð eða farið fram hjá þeim hvort sem merkingar segja að það sé ófært eða lokað, eins og nú er.
Tengdar fréttir Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Sjá meira
Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00