Sigurganga ISIS í Írak heldur áfram Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. júní 2014 07:00 Athil al-Nujaifi, héraðsstjórinn í Mosul er kominn til Arbil, höfuðborgar sjálfstjórnarsvæðis Kúrda. Hann ræddi við fjölmiðla þar í gær. nordicphotos/AFP Núri al Maliki, forseti Íraks, segir að herskáir íslamistar geti þakkað sigurgöngu sína síðustu daga samsæri meðal hers og lögreglu, sem hafi flúið átök í borgunum Mosul og Tikrit í staðinn fyrir að standa vörð um borgirnar. Hann segir að refsa eigi þeim sem flúðu en heitir því að nú verði taflinu snúið við: „Í dag er mikilvægast að við erum að vinna að því að leysa vandann,“ sagði hann. „Við erum að vinna að undirbúningi og því að fá nýjan liðsafla í hersveitirnar sem sjá um að rýma Nineveh-hérað og hrekja þessa hryðjuverkamenn á brott,“ sagði Al Maliki. Uppreisnarmenn úr samtökunum Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær, eða ISIS, hafa á síðustu dögum náð borgunum Mosul og Tikrit á sitt vald. Mosul er næststærsta borg landsins, höfuðborg Nineveh-héraðs í norðurhluta þess, en Tikrit er mun sunnar og aðeins í 130 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Bagdad. Liðsmenn samtakanna hafa náð stjórnarbyggingum á sitt vald, hrakið burt her og lögreglu og hertekið herbifreiðar og annan búnað, en almennir borgarar hafa flúið í stórum stíl. Talið er að allt að hálf milljón manna hafi forðað sér frá Mosul, sem féll í hendur uppreisnarmanna aðfaranótt þriðjudags. Fjöldi fólks hefur einnig flúið frá borginni Tikrit, en hún virðist hafa verið komin undir stjórn uppreisnarmanna í gær eftir nokkur átök í borginni framan af degi. Athíl al Núnajaifi, héraðsstjóri í Mosul, var flúinn til borgarinnar Abril, sem er höfuðstaður sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðanverðu Írak. Hann sagðist bjartsýnn á að Mosul geti „komist aftur á lappir og losað sig við alla utanaðkomandi“, að því er hann sagði við fréttamenn í Abril í gær. Hann sagði stjórnvöld vinna að því að fá íbúa til þess að mynda vopnaðar sveitir sem myndu gegna hlutverki við að ná borginni aftur. Uppreisnarsveitir ISIS náðu fyrr á árinu borgunum Ramadi og Falluja, skammt vestur af Bagdad, á sitt vald. Stjórnarhernum hefur enn ekki tekist að hrekja þær þaðan. Al Maliki forseti hvatti íbúa í Nineveh til að gefast ekki upp, en búast við að átökin geti staðið í einhvern tíma. „Við stöndum með ykkur, ríkið stendur með ykkur, herinn stendur með ykkur. Jafnvel þótt átökin verði langvarandi, þá munum við ekki bregðast ykkur.“ Mið-Austurlönd Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Núri al Maliki, forseti Íraks, segir að herskáir íslamistar geti þakkað sigurgöngu sína síðustu daga samsæri meðal hers og lögreglu, sem hafi flúið átök í borgunum Mosul og Tikrit í staðinn fyrir að standa vörð um borgirnar. Hann segir að refsa eigi þeim sem flúðu en heitir því að nú verði taflinu snúið við: „Í dag er mikilvægast að við erum að vinna að því að leysa vandann,“ sagði hann. „Við erum að vinna að undirbúningi og því að fá nýjan liðsafla í hersveitirnar sem sjá um að rýma Nineveh-hérað og hrekja þessa hryðjuverkamenn á brott,“ sagði Al Maliki. Uppreisnarmenn úr samtökunum Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær, eða ISIS, hafa á síðustu dögum náð borgunum Mosul og Tikrit á sitt vald. Mosul er næststærsta borg landsins, höfuðborg Nineveh-héraðs í norðurhluta þess, en Tikrit er mun sunnar og aðeins í 130 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Bagdad. Liðsmenn samtakanna hafa náð stjórnarbyggingum á sitt vald, hrakið burt her og lögreglu og hertekið herbifreiðar og annan búnað, en almennir borgarar hafa flúið í stórum stíl. Talið er að allt að hálf milljón manna hafi forðað sér frá Mosul, sem féll í hendur uppreisnarmanna aðfaranótt þriðjudags. Fjöldi fólks hefur einnig flúið frá borginni Tikrit, en hún virðist hafa verið komin undir stjórn uppreisnarmanna í gær eftir nokkur átök í borginni framan af degi. Athíl al Núnajaifi, héraðsstjóri í Mosul, var flúinn til borgarinnar Abril, sem er höfuðstaður sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðanverðu Írak. Hann sagðist bjartsýnn á að Mosul geti „komist aftur á lappir og losað sig við alla utanaðkomandi“, að því er hann sagði við fréttamenn í Abril í gær. Hann sagði stjórnvöld vinna að því að fá íbúa til þess að mynda vopnaðar sveitir sem myndu gegna hlutverki við að ná borginni aftur. Uppreisnarsveitir ISIS náðu fyrr á árinu borgunum Ramadi og Falluja, skammt vestur af Bagdad, á sitt vald. Stjórnarhernum hefur enn ekki tekist að hrekja þær þaðan. Al Maliki forseti hvatti íbúa í Nineveh til að gefast ekki upp, en búast við að átökin geti staðið í einhvern tíma. „Við stöndum með ykkur, ríkið stendur með ykkur, herinn stendur með ykkur. Jafnvel þótt átökin verði langvarandi, þá munum við ekki bregðast ykkur.“
Mið-Austurlönd Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira