Reykjavík er vanmetinn staður Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. júní 2014 13:00 Þórdís Gísladóttir "Ég er líklega svolítið kaldhæðin þótt ég ætli mér ekkert endilega að vera það.“ Fréttablaðið/GVA Ég er bara að segja sögur af venjulegu fólki,“ segir Þórdís Gísladóttir um ljóðabók sína Velúr sem nýverið kom út hjá Bjarti. „Ég gríp hugmyndir sem eru á sveimi á netinu, eða í loftinu eða þegar einhver segir eitthvað og það mallar í undirmeðvitundinni þangað til það verður að einhverju. Ég er ekki að sækja mikið í þjóðararfinn eða eitthvað þannig.“ Talandi um þjóðararf þá eru í bókinni úrklippur úr gömlum dagblöðum, bæði fréttir, tilkynningar og auglýsingar sem greinilega höfða til þín. Er það ekki partur af arfinum? „Jú, kannski, en aðallega hef ég áhuga á Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar, hvernig borgin varð til og hvað hún var allt öðruvísi en okkur er kennt í Íslandssögunni í skólanum. Manni var sagt allt um sveitina en var aldrei sagt að á þriðja og fjórða áratugnum hefði verið hér samfélag sem var miklu alþjóðlegra og allt öðruvísi en maður ímyndar sér.“ Hvaðan kemur nafnið Velúr? „Velúr er uppáhaldsefnið mitt. Það er mjúkt og hentar vel í heimaföt en er líka sparilegt. Það getur til dæmis verið í leiktjöldum, jogginggöllum fyrir gamalt fólk og svona velúrmönnum sem eru mjúku mennirnir. Þannig að velúr hefur margar hliðar og margar vísanir. Svo hefur fólk túlkað þetta á þann hátt að ég vilji fara vel úr, en það var nú ekki mín meining.“ Kápumyndin er mynd af veggfóðri sem óhjákvæmilega dregur hugann að Veggfóðruðum óendanleika Ísaks Harðarsonar, er það með vilja gert? „Ísak er í uppáhaldi en þetta var svo sem ekki hugsað sem vísun í hann. Það er önnur saga á bak við þetta útlit. Þegar ég fékk að vita að ég fengi Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir Leyndarmál annarra hér um árið var ég ekki kominn með útgefanda og þurfti að hafa hraðar hendur við hönnun bókarinnar. Þá notaði ég veggfóður sem ég átti en var ekki búin að setja á vegg í kápumyndina og fannst kjörið að halda þeim stíl með þessa. Fyrir utan það að veggfóður er líka svona heimilislegt eins og velúr.“ Þórdís upplýsir að hún sé Hafnfirðingur í fjóra ættliði í báðar ættir en hafi flutt í borgina um tvítugt og sé löngu farin að líta á sig sem Reykvíking. Er hún næsta borgarskáld? „Það veit ég nú ekki en mér finnst Reykjavík mjög vanmetinn staður og hef mikinn áhuga á að skoða sögu hennar.“ Dreymir þig þá ekkert um að skrifa stóru Reykjavíkurskáldsöguna? „Hún kemur kannski einhvern tímann. Svona þriggja kynslóða saga í anda Marianne Fredrikson. Ég bara veit það ekki. Hún er allavega einhvers staðar í huganum.“ Ljóðin í bókinni eru flest stuttar, skarpar og kaldhæðnislegar myndir, beitirðu kaldhæðninni meðvitað? „Nei, það geri ég reyndar ekki, en ég er líklega svolítið kaldhæðin þótt ég ætli mér ekkert endilega að vera það. Ég er bara alin upp í þannig andrúmslofti að það þykir eðlilegt að tjá sig á þennan hátt.“ Sumir halda því fram að það eigi frekar að flytja ljóð en lesa, en Þórdís er ekki alveg sammála því. „Það er svona bæði og. Maður fær allt aðra upplifun af því að lesa ljóð en hlusta á þau, þannig að ég held að þau þurfi að vera til á prenti líka.“ Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég er bara að segja sögur af venjulegu fólki,“ segir Þórdís Gísladóttir um ljóðabók sína Velúr sem nýverið kom út hjá Bjarti. „Ég gríp hugmyndir sem eru á sveimi á netinu, eða í loftinu eða þegar einhver segir eitthvað og það mallar í undirmeðvitundinni þangað til það verður að einhverju. Ég er ekki að sækja mikið í þjóðararfinn eða eitthvað þannig.“ Talandi um þjóðararf þá eru í bókinni úrklippur úr gömlum dagblöðum, bæði fréttir, tilkynningar og auglýsingar sem greinilega höfða til þín. Er það ekki partur af arfinum? „Jú, kannski, en aðallega hef ég áhuga á Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar, hvernig borgin varð til og hvað hún var allt öðruvísi en okkur er kennt í Íslandssögunni í skólanum. Manni var sagt allt um sveitina en var aldrei sagt að á þriðja og fjórða áratugnum hefði verið hér samfélag sem var miklu alþjóðlegra og allt öðruvísi en maður ímyndar sér.“ Hvaðan kemur nafnið Velúr? „Velúr er uppáhaldsefnið mitt. Það er mjúkt og hentar vel í heimaföt en er líka sparilegt. Það getur til dæmis verið í leiktjöldum, jogginggöllum fyrir gamalt fólk og svona velúrmönnum sem eru mjúku mennirnir. Þannig að velúr hefur margar hliðar og margar vísanir. Svo hefur fólk túlkað þetta á þann hátt að ég vilji fara vel úr, en það var nú ekki mín meining.“ Kápumyndin er mynd af veggfóðri sem óhjákvæmilega dregur hugann að Veggfóðruðum óendanleika Ísaks Harðarsonar, er það með vilja gert? „Ísak er í uppáhaldi en þetta var svo sem ekki hugsað sem vísun í hann. Það er önnur saga á bak við þetta útlit. Þegar ég fékk að vita að ég fengi Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir Leyndarmál annarra hér um árið var ég ekki kominn með útgefanda og þurfti að hafa hraðar hendur við hönnun bókarinnar. Þá notaði ég veggfóður sem ég átti en var ekki búin að setja á vegg í kápumyndina og fannst kjörið að halda þeim stíl með þessa. Fyrir utan það að veggfóður er líka svona heimilislegt eins og velúr.“ Þórdís upplýsir að hún sé Hafnfirðingur í fjóra ættliði í báðar ættir en hafi flutt í borgina um tvítugt og sé löngu farin að líta á sig sem Reykvíking. Er hún næsta borgarskáld? „Það veit ég nú ekki en mér finnst Reykjavík mjög vanmetinn staður og hef mikinn áhuga á að skoða sögu hennar.“ Dreymir þig þá ekkert um að skrifa stóru Reykjavíkurskáldsöguna? „Hún kemur kannski einhvern tímann. Svona þriggja kynslóða saga í anda Marianne Fredrikson. Ég bara veit það ekki. Hún er allavega einhvers staðar í huganum.“ Ljóðin í bókinni eru flest stuttar, skarpar og kaldhæðnislegar myndir, beitirðu kaldhæðninni meðvitað? „Nei, það geri ég reyndar ekki, en ég er líklega svolítið kaldhæðin þótt ég ætli mér ekkert endilega að vera það. Ég er bara alin upp í þannig andrúmslofti að það þykir eðlilegt að tjá sig á þennan hátt.“ Sumir halda því fram að það eigi frekar að flytja ljóð en lesa, en Þórdís er ekki alveg sammála því. „Það er svona bæði og. Maður fær allt aðra upplifun af því að lesa ljóð en hlusta á þau, þannig að ég held að þau þurfi að vera til á prenti líka.“
Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira