Brestir í gamalmenninu? Teitur Guðmundsson skrifar 17. júní 2014 07:00 Ísland er 70 ára í dag, því ber að fagna og munum við ganga fylktu liði út á götur í fylgd lúðrasveita, kaupa blöðrur og sleikjó og skemmta okkur í vonandi hinu ágætasta veðri um land allt. Margt merkilegt hefur drifið á daga þessarar ungu þjóðar og má með sanni segja að það sé hálf ótrúlegt hvað við höfum afrekað þrátt fyrir smæðina. Sjálfstæði okkar og tungumál hefur verið varið og við höfum verið þátttakendur í samstarfi þjóðanna með ágætum árangri. Við höfum skarað fram úr öðrum í ýmsu og erum ekkert feimin við að berja okkur á brjóst og finnast við býsna merkilegt fólk. Það er gott að hafa sterka þjóðernisvitund og þekkja rætur sínar, það er líka hollt og nauðsynlegt að hafa samanburð, vera auðmjúkur og bera virðingu fyrir öðrum sjónarmiðum. Almennt hefur það líklega tekist með ágætum. Nú þegar þjóðin er að komast á „efri“ árin er eflaust margt sem má gagnrýna, en örugglega fleira sem má hrósa þegar horft er yfir farinn veg og það gefur tilefni til bjartsýni. Ætli Ísland sé ekki eitt af þeim ríkjum jarðar þar sem best er að búa í margvíslegu tilliti. Við búum við mikið öryggi, frelsi og jafnrétti kynjanna, þó auðvitað megi þar gera enn betur. Það er almennt viðurkennt að menntakerfið er gott og heilbrigðiskerfið líka. Grunnstoðirnar eru sterkar, en þær eru langt frá því að vera sjálfsagðar. Mín kynslóð hefur alist upp við stöðuga framþróun, velmegun hefur verið talsverð þó verulega hafi gefið á bátinn eins og allir vita á undanförnum árum. Sú staða gerir okkur að vissu leyti erfitt fyrir því við verðum að viðurkenna að við höfum líklega farið of geyst, kannski ofmetnast og ætlast til of mikils af okkur. Næstu árin munu sýna það hvort okkur tekst að halda okkur áfram í efstu deild þjóða heims, sérstaklega þegar kemur að þeim lífsgæðum sem við teljum hvað mikilvægust og ég taldi upp hér að ofan.Í úrvalsdeild Tölum því aðeins um heilbrigðiskerfið sem að mínu viti er líklega eitt það allra mikilvægasta sem við eigum, en ég er auðvitað hlutdrægur í því mati sem læknir. Allir mælikvarðar segja okkur að við spilum þar í úrvalsdeild, samt sem áður er mikið kvartað. Biðtímar eru að lengjast, undirmönnun mikil og nýliðun gengur hægt. Þetta þekkjum við til viðbótar við þann barlóm sem heyrist reglulega varðandi húsakost og tækjabúnað. Við erum að falla niður um deild ef okkur tekst ekki að snúa skútunni, sumir segja að við séum þegar fallin. Það verður okkur dýrkeypt. Ekki ætla ég að metast, en það fer óneitanlega mikið í taugarnar á fagfólki þegar talað er um heilbrigðiskerfið sem kostnað eingöngu. Það er hreinn ávinningur og vafalítið leggur Landspítali, heilsugæslan um landið og heilbrigðisþjónustan eins og hún leggur sig meira inn en hún tekur út á hverju ári til samfélagsins. Það þýðir hins vegar ekki að það sé ásættanlegt, heilbrigðisþjónustan verður að svara kalli nútímans, breyttra aðstæðna, breytts samskiptamáta og síðast en ekki síst breyttrar samsetningar fólksins í landinu. Ferðamenn eru orðnir tvisvar sinnum fleiri en íbúar landsins á ársgrundvelli, við erum orðin fjölmenningarsamfélag, lífsstílssjúkdómar herja á okkur sem aldrei fyrr og samfélagið er að eldast hratt. Einstaklingar eru að lifa mun lengur en þeir gerðu fyrir 20-30 árum að meðaltali og er ljóst að við munum ekki hafa efni á að reka okkur eins og við höfum gert. Við erum orðin þreytt á frösum stjórnmálamanna, raunverulegra breytinga er þörf sem miðast við næstu áratugi en ekki kjörtímabil, mögulega væri róttækasta hugmyndin sú að taka heilbrigðisþjónustuna eins og hún leggur sig út fyrir stjórnarráðið og vinna hana með langtímasjónarmið, langtímafjármögnun og hagsmuni þjóðar og sjúklinga að leiðarljósi. Sem sönnum Íslendingi sæmir og með íslenska bjartsýni að leiðarljósi efast ég samt ekkert um það að við munum áfram spila í úrvalsdeild, til hamingju með daginn Íslendingar! Fram, fram, aldrei að víkja. Fram, fram bæði menn og fljóð. Tengjumst tryggðarböndum, tökum saman höndum, stríðum, vinnum vorri þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Ísland er 70 ára í dag, því ber að fagna og munum við ganga fylktu liði út á götur í fylgd lúðrasveita, kaupa blöðrur og sleikjó og skemmta okkur í vonandi hinu ágætasta veðri um land allt. Margt merkilegt hefur drifið á daga þessarar ungu þjóðar og má með sanni segja að það sé hálf ótrúlegt hvað við höfum afrekað þrátt fyrir smæðina. Sjálfstæði okkar og tungumál hefur verið varið og við höfum verið þátttakendur í samstarfi þjóðanna með ágætum árangri. Við höfum skarað fram úr öðrum í ýmsu og erum ekkert feimin við að berja okkur á brjóst og finnast við býsna merkilegt fólk. Það er gott að hafa sterka þjóðernisvitund og þekkja rætur sínar, það er líka hollt og nauðsynlegt að hafa samanburð, vera auðmjúkur og bera virðingu fyrir öðrum sjónarmiðum. Almennt hefur það líklega tekist með ágætum. Nú þegar þjóðin er að komast á „efri“ árin er eflaust margt sem má gagnrýna, en örugglega fleira sem má hrósa þegar horft er yfir farinn veg og það gefur tilefni til bjartsýni. Ætli Ísland sé ekki eitt af þeim ríkjum jarðar þar sem best er að búa í margvíslegu tilliti. Við búum við mikið öryggi, frelsi og jafnrétti kynjanna, þó auðvitað megi þar gera enn betur. Það er almennt viðurkennt að menntakerfið er gott og heilbrigðiskerfið líka. Grunnstoðirnar eru sterkar, en þær eru langt frá því að vera sjálfsagðar. Mín kynslóð hefur alist upp við stöðuga framþróun, velmegun hefur verið talsverð þó verulega hafi gefið á bátinn eins og allir vita á undanförnum árum. Sú staða gerir okkur að vissu leyti erfitt fyrir því við verðum að viðurkenna að við höfum líklega farið of geyst, kannski ofmetnast og ætlast til of mikils af okkur. Næstu árin munu sýna það hvort okkur tekst að halda okkur áfram í efstu deild þjóða heims, sérstaklega þegar kemur að þeim lífsgæðum sem við teljum hvað mikilvægust og ég taldi upp hér að ofan.Í úrvalsdeild Tölum því aðeins um heilbrigðiskerfið sem að mínu viti er líklega eitt það allra mikilvægasta sem við eigum, en ég er auðvitað hlutdrægur í því mati sem læknir. Allir mælikvarðar segja okkur að við spilum þar í úrvalsdeild, samt sem áður er mikið kvartað. Biðtímar eru að lengjast, undirmönnun mikil og nýliðun gengur hægt. Þetta þekkjum við til viðbótar við þann barlóm sem heyrist reglulega varðandi húsakost og tækjabúnað. Við erum að falla niður um deild ef okkur tekst ekki að snúa skútunni, sumir segja að við séum þegar fallin. Það verður okkur dýrkeypt. Ekki ætla ég að metast, en það fer óneitanlega mikið í taugarnar á fagfólki þegar talað er um heilbrigðiskerfið sem kostnað eingöngu. Það er hreinn ávinningur og vafalítið leggur Landspítali, heilsugæslan um landið og heilbrigðisþjónustan eins og hún leggur sig meira inn en hún tekur út á hverju ári til samfélagsins. Það þýðir hins vegar ekki að það sé ásættanlegt, heilbrigðisþjónustan verður að svara kalli nútímans, breyttra aðstæðna, breytts samskiptamáta og síðast en ekki síst breyttrar samsetningar fólksins í landinu. Ferðamenn eru orðnir tvisvar sinnum fleiri en íbúar landsins á ársgrundvelli, við erum orðin fjölmenningarsamfélag, lífsstílssjúkdómar herja á okkur sem aldrei fyrr og samfélagið er að eldast hratt. Einstaklingar eru að lifa mun lengur en þeir gerðu fyrir 20-30 árum að meðaltali og er ljóst að við munum ekki hafa efni á að reka okkur eins og við höfum gert. Við erum orðin þreytt á frösum stjórnmálamanna, raunverulegra breytinga er þörf sem miðast við næstu áratugi en ekki kjörtímabil, mögulega væri róttækasta hugmyndin sú að taka heilbrigðisþjónustuna eins og hún leggur sig út fyrir stjórnarráðið og vinna hana með langtímasjónarmið, langtímafjármögnun og hagsmuni þjóðar og sjúklinga að leiðarljósi. Sem sönnum Íslendingi sæmir og með íslenska bjartsýni að leiðarljósi efast ég samt ekkert um það að við munum áfram spila í úrvalsdeild, til hamingju með daginn Íslendingar! Fram, fram, aldrei að víkja. Fram, fram bæði menn og fljóð. Tengjumst tryggðarböndum, tökum saman höndum, stríðum, vinnum vorri þjóð.