Amma og mamma fallegar fyrirmyndir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2014 14:30 "Ég er að vinna að því að gera tónleikaefnið um músina aðgengilegt á öðrum tungumálum,“ segir Hallfríður. Fréttablaðið/GVA „Þrátt fyrir að Maxímús hafi oft fengið fallegt hrós þá finnst mér þetta vera æðsta viðurkenning frá íslensku þjóðinni sem ég og verkefnið mitt getum fengið og þykir afar vænt um hana.“ Þetta segir Hallfríður Ólafsdóttir tónlistarmaður sem var sæmd riddarakrossi á Bessastöðum á þjóðhátíðardaginn fyrir frumkvæði að tónlistaruppeldi æskufólks. Maxímús Músikús er hennar hugarsmíð og nú hefur hún gefið út fjórar bækur um þá tónelsku mús. Þær eru alþekktar á meðal íslenskra barna. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og Maxa-tónleikar verið haldnir víðs vegar, nú síðast í Stokkhólmi þar sem Konunglega fílharmónían flutti Maxímúsar-dagskrá fyrir þúsundir sænskra barna.Hallfríður er þriðja konan í beinan kvenlegg til að bera orðuna, hún segir ríkt í þeim öllum að fræða og hjálpa. „Amma mín, Þóra Jónsdóttir, vann öflugt barnastarf í gegnum bindindishreyfinguna á Siglufirði á fyrri hluta síðustu aldar. Setti upp leikrit með börnunum, samdi þau jafnvel sjálf og bjó til búningana. Móðir mín, Stefanía María Pétursdóttir, hefur starfað að þjóðþrifamálum í gegnum kvenfélögin og var lengi formaður Kvenfélagasambands Íslands,“ lýsir Hallfríður og bætir við. „Þær eru báðar fallegar og ósérhlífnar fyrirmyndir fyrir mig.“ En hvað er að frétta af músinni? „Ég er að vinna að því að gera tónleikaefnið um hana aðgengilegt á öðrum tungumálum. Fyrsta sagan er tilbúin á nokkrum málum og var flutt víða á síðasta vetri. Nú liggur fyrir beiðni um að gera tónleikahandrit að bók númer tvö á þýsku og sænsku. Þriðja bókin er tilbúin og var flutt af Berlínarfílharmóníunni. Svo er fjórða bókin eftir. Í kringum hverja sögu er sem sagt dálítill snjóbolti. Einnig erum við að vinna að þrautum, púslum og spilum sem eiga að gleðja börnin.“ Menning Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
„Þrátt fyrir að Maxímús hafi oft fengið fallegt hrós þá finnst mér þetta vera æðsta viðurkenning frá íslensku þjóðinni sem ég og verkefnið mitt getum fengið og þykir afar vænt um hana.“ Þetta segir Hallfríður Ólafsdóttir tónlistarmaður sem var sæmd riddarakrossi á Bessastöðum á þjóðhátíðardaginn fyrir frumkvæði að tónlistaruppeldi æskufólks. Maxímús Músikús er hennar hugarsmíð og nú hefur hún gefið út fjórar bækur um þá tónelsku mús. Þær eru alþekktar á meðal íslenskra barna. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og Maxa-tónleikar verið haldnir víðs vegar, nú síðast í Stokkhólmi þar sem Konunglega fílharmónían flutti Maxímúsar-dagskrá fyrir þúsundir sænskra barna.Hallfríður er þriðja konan í beinan kvenlegg til að bera orðuna, hún segir ríkt í þeim öllum að fræða og hjálpa. „Amma mín, Þóra Jónsdóttir, vann öflugt barnastarf í gegnum bindindishreyfinguna á Siglufirði á fyrri hluta síðustu aldar. Setti upp leikrit með börnunum, samdi þau jafnvel sjálf og bjó til búningana. Móðir mín, Stefanía María Pétursdóttir, hefur starfað að þjóðþrifamálum í gegnum kvenfélögin og var lengi formaður Kvenfélagasambands Íslands,“ lýsir Hallfríður og bætir við. „Þær eru báðar fallegar og ósérhlífnar fyrirmyndir fyrir mig.“ En hvað er að frétta af músinni? „Ég er að vinna að því að gera tónleikaefnið um hana aðgengilegt á öðrum tungumálum. Fyrsta sagan er tilbúin á nokkrum málum og var flutt víða á síðasta vetri. Nú liggur fyrir beiðni um að gera tónleikahandrit að bók númer tvö á þýsku og sænsku. Þriðja bókin er tilbúin og var flutt af Berlínarfílharmóníunni. Svo er fjórða bókin eftir. Í kringum hverja sögu er sem sagt dálítill snjóbolti. Einnig erum við að vinna að þrautum, púslum og spilum sem eiga að gleðja börnin.“
Menning Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira