Meira hleranafúsk Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. júní 2014 07:00 Símahleranir eru rannsóknarúrræði sem hefur verið beitt í mjög vaxandi mæli í sakamálum undanfarin ár. Þar vega þungt rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á málum tengdum hruninu. Að hlera síma fólks er gríðarlega íþyngjandi rannsóknarúrræði og mikið inngrip í einkalíf viðkomandi. Þótt nauðsynlegt geti reynzt að beita því, verður það að gerast með mikilli varúð og eftirlitið með því hvernig lögreglan notar þetta vandmeðfarna úrræði þarf að vera skilvirkt. Því miður hefur verið mikill misbrestur á þessu. Komið hefur í ljós að dómstólar hafna nánast aldrei beiðni lögreglu um hleranir, sem bendir til að heimildir í lögum séu túlkaðar frjálslega. Margir lögfræðingar hafa í öðru lagi dregið í efa að refsingar sem lægju við brotum sem sérstakur saksóknari rannsakar væru nógu þungar til að réttlæta hleranir. Í þriðja lagi hefur eftirliti með framkvæmdinni verið ábótavant. Eftir harða gagnrýni Róberts Spanós lagaprófessors í grein í Fréttablaðinu í nóvember 2011 tók ríkissaksóknari sig saman í andlitinu og herti eftirlitið, en þá kom í ljós að í sumum tilvikum fengu menn, sem sætt höfðu hlerunum hjá sérstökum saksóknara, lögboðna tilkynningu um að þeir hefðu verið hleraðir hálfu öðru ári eftir að hleranirnar hófust. Í fjórða lagi hefur komið í ljós að sérstakur saksóknari hefur hlerað símtöl sakborninga í dómsmálum og lögmanna þeirra. Undanfarna daga hefur enn bætzt í þessa heldur ömurlegu mynd af frammistöðu réttargæzlukerfisins við beitingu símahlerana. Héraðsdómur Reykjavíkur sló því föstu að sérstakur saksóknari hefði brotið lög þegar símtöl sakborninga og verjenda þeirra voru hleruð í Imon-málinu svokallaða. Þá sagði Fréttablaðið frá því að fyrrverandi starfsmenn sérstaks saksóknara hefðu greint frá því að þeir hefðu fengið fyrirmæli um að deila með slitastjórn Glitnis upplýsingum úr símtölum sem voru hleruð hjá þeim sem stefnt var í svonefndu Glitnismáli fyrir dómstólum í New York. Blaðið sagði sömuleiðis frá því að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefði kært sérstakan saksóknara og fyrrverandi héraðsdómara fyrir skjalafals þar sem úrskurður um hlerun á síma hans hefði ekki verið kveðinn upp í héraðsdómi, eins og stæði í skjalinu, heldur á heimili dómarans. Saksóknarinn hefði ekki sótt þinghald eins og stæði í úrskurðinum, heldur lögreglumenn á hans vegum (sem hafa staðfest frásögnina). Þá hafi ekki legið fyrir skrifleg beiðni eða gögn fyrir dómarann að meta. Ríkissaksóknari vísaði kærunni frá, á þeim forsendum að annaðhvort væri meint brot fyrnt eða að það hefði ekki efnislega þýðingu; tilgangurinn hefði verið lögmætur. Það eru aum svör hjá réttargæzlukerfi sem eltist við bankamenn fyrir að halda lánanefndarfundi í plati eða útbúa skjöl um fjármálagerninga eftir á. Ef sá grunaði hefði átt talsmann við uppkvaðningu þessa úrskurðar, eins og tíðkast í Danmörku og Noregi og eins og Róbert Spanó lagði til í áðurnefndri grein, léki væntanlega minni vafi á að farið hefði verið eftir reglunum. Allt dregur þetta úr trúverðugleika rannsókna sérstaks saksóknara. Það virðist raunar full ástæða til að ríkissaksóknari geri heildstæða úttekt á beitingu símhlerana hjá því embætti. Alþingi getur heldur ekki setið aðgerðalaust hjá – það verður að tryggja betur í lögum að þessu rannsóknarúrræði sé ekki beitt svo frjálslega og án þess að eftirlit sé tryggt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun
Símahleranir eru rannsóknarúrræði sem hefur verið beitt í mjög vaxandi mæli í sakamálum undanfarin ár. Þar vega þungt rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á málum tengdum hruninu. Að hlera síma fólks er gríðarlega íþyngjandi rannsóknarúrræði og mikið inngrip í einkalíf viðkomandi. Þótt nauðsynlegt geti reynzt að beita því, verður það að gerast með mikilli varúð og eftirlitið með því hvernig lögreglan notar þetta vandmeðfarna úrræði þarf að vera skilvirkt. Því miður hefur verið mikill misbrestur á þessu. Komið hefur í ljós að dómstólar hafna nánast aldrei beiðni lögreglu um hleranir, sem bendir til að heimildir í lögum séu túlkaðar frjálslega. Margir lögfræðingar hafa í öðru lagi dregið í efa að refsingar sem lægju við brotum sem sérstakur saksóknari rannsakar væru nógu þungar til að réttlæta hleranir. Í þriðja lagi hefur eftirliti með framkvæmdinni verið ábótavant. Eftir harða gagnrýni Róberts Spanós lagaprófessors í grein í Fréttablaðinu í nóvember 2011 tók ríkissaksóknari sig saman í andlitinu og herti eftirlitið, en þá kom í ljós að í sumum tilvikum fengu menn, sem sætt höfðu hlerunum hjá sérstökum saksóknara, lögboðna tilkynningu um að þeir hefðu verið hleraðir hálfu öðru ári eftir að hleranirnar hófust. Í fjórða lagi hefur komið í ljós að sérstakur saksóknari hefur hlerað símtöl sakborninga í dómsmálum og lögmanna þeirra. Undanfarna daga hefur enn bætzt í þessa heldur ömurlegu mynd af frammistöðu réttargæzlukerfisins við beitingu símahlerana. Héraðsdómur Reykjavíkur sló því föstu að sérstakur saksóknari hefði brotið lög þegar símtöl sakborninga og verjenda þeirra voru hleruð í Imon-málinu svokallaða. Þá sagði Fréttablaðið frá því að fyrrverandi starfsmenn sérstaks saksóknara hefðu greint frá því að þeir hefðu fengið fyrirmæli um að deila með slitastjórn Glitnis upplýsingum úr símtölum sem voru hleruð hjá þeim sem stefnt var í svonefndu Glitnismáli fyrir dómstólum í New York. Blaðið sagði sömuleiðis frá því að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefði kært sérstakan saksóknara og fyrrverandi héraðsdómara fyrir skjalafals þar sem úrskurður um hlerun á síma hans hefði ekki verið kveðinn upp í héraðsdómi, eins og stæði í skjalinu, heldur á heimili dómarans. Saksóknarinn hefði ekki sótt þinghald eins og stæði í úrskurðinum, heldur lögreglumenn á hans vegum (sem hafa staðfest frásögnina). Þá hafi ekki legið fyrir skrifleg beiðni eða gögn fyrir dómarann að meta. Ríkissaksóknari vísaði kærunni frá, á þeim forsendum að annaðhvort væri meint brot fyrnt eða að það hefði ekki efnislega þýðingu; tilgangurinn hefði verið lögmætur. Það eru aum svör hjá réttargæzlukerfi sem eltist við bankamenn fyrir að halda lánanefndarfundi í plati eða útbúa skjöl um fjármálagerninga eftir á. Ef sá grunaði hefði átt talsmann við uppkvaðningu þessa úrskurðar, eins og tíðkast í Danmörku og Noregi og eins og Róbert Spanó lagði til í áðurnefndri grein, léki væntanlega minni vafi á að farið hefði verið eftir reglunum. Allt dregur þetta úr trúverðugleika rannsókna sérstaks saksóknara. Það virðist raunar full ástæða til að ríkissaksóknari geri heildstæða úttekt á beitingu símhlerana hjá því embætti. Alþingi getur heldur ekki setið aðgerðalaust hjá – það verður að tryggja betur í lögum að þessu rannsóknarúrræði sé ekki beitt svo frjálslega og án þess að eftirlit sé tryggt.