Hleranir styggja verjendur Stígur Helgason skrifar 27. febrúar 2013 06:00 Lögmenn grunaðra sakamanna óttast að trúnaðarsímtöl þeirra við skjólstæðinga kunni að vera hleruð. Ríkissaksóknari svaraði ekki fyrirspurn ráðherra um málið og stjórn Lögmannafélagsins hyggst taka það fyrir. Verjendur í lögmannastétt eru margir hverjir órólegir yfir símhlerunum lögreglu, sem kunna að beinast gegn skjólstæðingum þeirra og jafnvel þeim sjálfum. Framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands staðfestir að hafa fundið fyrir þessu undanfarin misseri. Innanríkisráðherra svaraði í fyrradag skriflegri fyrirspurn um símhleranir lögreglu sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram á þingi. Bjarni spurði meðal annars hversu oft samskipti grunaðs manns og lögmanns hefðu verið hleruð, hvernig farið væri með rannsóknargögnin og jafnframt hve oft samskipti verjanda við aðra en sakborninginn hefðu verið hleruð. Ráðherra leitaði til ríkissaksóknara eftir upplýsingum en ríkissaksóknari taldi ekki unnt að svara þessum spurningum, enda væru gögn um símhleranir „ekki greind niður á þann veg að unnt sé að svara því sem þar er spurt um," eins og segir í svari ráðherra. „Tekur ríkissaksóknari fram að heimilt sé að framkvæma hlustun hjá lögmönnum eins og hverjum öðrum, að uppfylltum lagaskilyrðum um úrskurð dómara o.s.frv. Hins vegar verði ekki séð hvaða tilgangi það þjóni að upplýsa sérstaklega um hlustanir sem beinast að þeirri starfsstétt, auk þess sem hér verði að hafa í huga þagnarskylduákvæði." Þó tekur ríkissaksóknari fram að í sakamálalögum sé kveðið á um að „eyða skuli þegar í stað gögnum sem hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda sinn". Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, er ekki sáttur við þessi svör og segir að stjórn félagsins muni taka málið fyrir á næstunni. „Það skýtur svolítið skökku við að það sé ekki talin ástæða til að svara því hvort þarna sé um að ræða einhvern fjölda mála þar sem símar lögmanna eru hleraðir," segir hann. „Mér finnst eðlilegt að það sé skýrt frekar hversu stór hluti af þessum hlerunarúrskurðum snertir lögmenn beint, ekki sem viðmælendur við sína skjólstæðinga, heldur sem andlag úrskurðanna." Í þeim tilfellum beri lögreglu ekki skylda til að eyða upptökum af símtölum lögmannanna við skjólstæðinga sína, sem geti verið mjög viðkvæms eðlis. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Lögmenn grunaðra sakamanna óttast að trúnaðarsímtöl þeirra við skjólstæðinga kunni að vera hleruð. Ríkissaksóknari svaraði ekki fyrirspurn ráðherra um málið og stjórn Lögmannafélagsins hyggst taka það fyrir. Verjendur í lögmannastétt eru margir hverjir órólegir yfir símhlerunum lögreglu, sem kunna að beinast gegn skjólstæðingum þeirra og jafnvel þeim sjálfum. Framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands staðfestir að hafa fundið fyrir þessu undanfarin misseri. Innanríkisráðherra svaraði í fyrradag skriflegri fyrirspurn um símhleranir lögreglu sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram á þingi. Bjarni spurði meðal annars hversu oft samskipti grunaðs manns og lögmanns hefðu verið hleruð, hvernig farið væri með rannsóknargögnin og jafnframt hve oft samskipti verjanda við aðra en sakborninginn hefðu verið hleruð. Ráðherra leitaði til ríkissaksóknara eftir upplýsingum en ríkissaksóknari taldi ekki unnt að svara þessum spurningum, enda væru gögn um símhleranir „ekki greind niður á þann veg að unnt sé að svara því sem þar er spurt um," eins og segir í svari ráðherra. „Tekur ríkissaksóknari fram að heimilt sé að framkvæma hlustun hjá lögmönnum eins og hverjum öðrum, að uppfylltum lagaskilyrðum um úrskurð dómara o.s.frv. Hins vegar verði ekki séð hvaða tilgangi það þjóni að upplýsa sérstaklega um hlustanir sem beinast að þeirri starfsstétt, auk þess sem hér verði að hafa í huga þagnarskylduákvæði." Þó tekur ríkissaksóknari fram að í sakamálalögum sé kveðið á um að „eyða skuli þegar í stað gögnum sem hafa að geyma samtöl eða önnur samskipti sakbornings við verjanda sinn". Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, er ekki sáttur við þessi svör og segir að stjórn félagsins muni taka málið fyrir á næstunni. „Það skýtur svolítið skökku við að það sé ekki talin ástæða til að svara því hvort þarna sé um að ræða einhvern fjölda mála þar sem símar lögmanna eru hleraðir," segir hann. „Mér finnst eðlilegt að það sé skýrt frekar hversu stór hluti af þessum hlerunarúrskurðum snertir lögmenn beint, ekki sem viðmælendur við sína skjólstæðinga, heldur sem andlag úrskurðanna." Í þeim tilfellum beri lögreglu ekki skylda til að eyða upptökum af símtölum lögmannanna við skjólstæðinga sína, sem geti verið mjög viðkvæms eðlis.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent