Kynna list barokktímans í sjötta sinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. júní 2014 13:30 Hátíðin hefst í hádeginu á morgun með tónleikum kammersveitarinnar Reykjavík barokk. mynd/úr einkasafni Barokkhátíðin á Hólum í Hjaltadal verður haldin í sjötta sinn dagana 26. til 29. júní. Aðalgestur hátíðarinnar að þessu sinni er breski fiðluleikarinn og prófessorinn Peter Hanson sem heldur námskeið og stýrir Barokksveit Hólastiftis á lokatónleikum hátíðarinnar sunnudaginn 29. júní klukkan 14. Þrír fyrirlestrar verða haldnir á hátíðinni, þrennir hádegistónleikar, kammersveitin Reykjavík barokk heldur tónleika, Jón Þorsteinsson heldur söngnámskeið og Ingibjörg Björnsdóttir kennir barokkdans svo það helsta sé nefnt. Það er Barokksmiðja Hólastiftis sem stendur fyrir hátíðinni og einn stjórnarmeðlima hennar, Pétur Halldórsson, er beðinn að útskýra hvaða félagsskapur það sé. „Þetta er menningarfélag sem vill auka áhuga Íslendinga á list barokktímans,“ segir hann. „Félagið var stofnað 2009 og þá héldum við fyrstu hátíðina sem hefur verið árlegur viðburður síðan.“ Þetta er heljarinnar hátíð, þétt dagskrá í fjóra daga og Pétur segir að hún hafi vaxið ár frá ári. „Þátttakan hefur aldrei verið meiri en í ár sem skýrist sennilega af komu Peters Hanson sem bæði mun kenna og stjórna hljómsveit hátíðarinnar,“ segir hann. En hvaðan kemur þessi áhugi á barokktímanum? „Þetta er bara svo dásamlegur tími og hefur í raun alltof lítið verið sinnt á Íslandi,“ segir Pétur. „Þetta tímabil miðast við árin frá 1600 og fram til sirka 1750 sem var mjög skemmtilegur tími í öllum listum, ekki síst tónlist og byggingarlist.“ Pétur segir vel við hæfi að halda hátíð sem þessa á Hólum þar sem barokkmenning hafi sennilega staðið með hvað mestum blóma á Íslandi. „Það eru ekki til margar barokkbyggingar á Íslandi en Hóladómkirkja var teiknuð á barokktímanum þótt hún hafi ekki verið reist fyrr en honum var um það bil lokið. Þarna er mikil saga og á meðal fyrirlestra á hátíðinni er fyrirlestur Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings, þar sem hún fer yfir það hvað Hólarannsóknin segir okkur um barokktímann á Hólum, hin mikla fornleifarannsókn sem gerð hefur verið á Hólum frá aldamótum.“ Hátíðin hefst eins og áður segir með hádegistónleikum Reykjavík barokk á morgun og síðan rekur hver viðburðurinn annan fram á sunnudag þegar Barokksveit Hólastiftis heldur lokatónleika undir stjórn Peters Hanson. Allar upplýsingar um viðburði og listamenn á hátíðinni má nálgast á heimasíðunni barokksmidjan.com. Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Barokkhátíðin á Hólum í Hjaltadal verður haldin í sjötta sinn dagana 26. til 29. júní. Aðalgestur hátíðarinnar að þessu sinni er breski fiðluleikarinn og prófessorinn Peter Hanson sem heldur námskeið og stýrir Barokksveit Hólastiftis á lokatónleikum hátíðarinnar sunnudaginn 29. júní klukkan 14. Þrír fyrirlestrar verða haldnir á hátíðinni, þrennir hádegistónleikar, kammersveitin Reykjavík barokk heldur tónleika, Jón Þorsteinsson heldur söngnámskeið og Ingibjörg Björnsdóttir kennir barokkdans svo það helsta sé nefnt. Það er Barokksmiðja Hólastiftis sem stendur fyrir hátíðinni og einn stjórnarmeðlima hennar, Pétur Halldórsson, er beðinn að útskýra hvaða félagsskapur það sé. „Þetta er menningarfélag sem vill auka áhuga Íslendinga á list barokktímans,“ segir hann. „Félagið var stofnað 2009 og þá héldum við fyrstu hátíðina sem hefur verið árlegur viðburður síðan.“ Þetta er heljarinnar hátíð, þétt dagskrá í fjóra daga og Pétur segir að hún hafi vaxið ár frá ári. „Þátttakan hefur aldrei verið meiri en í ár sem skýrist sennilega af komu Peters Hanson sem bæði mun kenna og stjórna hljómsveit hátíðarinnar,“ segir hann. En hvaðan kemur þessi áhugi á barokktímanum? „Þetta er bara svo dásamlegur tími og hefur í raun alltof lítið verið sinnt á Íslandi,“ segir Pétur. „Þetta tímabil miðast við árin frá 1600 og fram til sirka 1750 sem var mjög skemmtilegur tími í öllum listum, ekki síst tónlist og byggingarlist.“ Pétur segir vel við hæfi að halda hátíð sem þessa á Hólum þar sem barokkmenning hafi sennilega staðið með hvað mestum blóma á Íslandi. „Það eru ekki til margar barokkbyggingar á Íslandi en Hóladómkirkja var teiknuð á barokktímanum þótt hún hafi ekki verið reist fyrr en honum var um það bil lokið. Þarna er mikil saga og á meðal fyrirlestra á hátíðinni er fyrirlestur Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings, þar sem hún fer yfir það hvað Hólarannsóknin segir okkur um barokktímann á Hólum, hin mikla fornleifarannsókn sem gerð hefur verið á Hólum frá aldamótum.“ Hátíðin hefst eins og áður segir með hádegistónleikum Reykjavík barokk á morgun og síðan rekur hver viðburðurinn annan fram á sunnudag þegar Barokksveit Hólastiftis heldur lokatónleika undir stjórn Peters Hanson. Allar upplýsingar um viðburði og listamenn á hátíðinni má nálgast á heimasíðunni barokksmidjan.com.
Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira