Vikulangt vopnahlé ekki virt Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. júní 2014 08:57 Þyrlan sem skotin var niður í gær. Vísir/AFP Níu menn fórust með úkraínskri herþyrlu sem uppreisnarmenn í austurhluta landsins skutu niður í gær. Þetta gerðist þrátt fyrir að uppreisnarmenn hefðu lýst því yfir að þeir myndu virða vikulangt vopnahlé sem Úkraínustjórn boðaði til einhliða um síðustu helgi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hvatti í gær Úkraínustjórn til þess að hafa vopnahléið lengra en eina viku. Þá skoraði hann á Úkraínustjórn að nota vopnahléið til þess að ræða beint við leiðtoga uppreisnarmanna. Þá hefur Pútín skrifað rússneska þjóðþinginu bréf, þar sem hann óskar eftir því að þingið afturkalli heimild rússneska hersins til þess að beita hervaldi í Úkraínu. Hann sjálfur hafði óskað eftir því að þingið veitti þessa heimild og samþykkti þingið hana 1. mars síðastliðinn. Fastlega er reiknað með því að þingið muni fúslega verða við ósk hans um að afturkalla heimildina. Úkraínustjórn fagnar því að heimildin verði afturkölluð og sagði það mikilvægt skref í áttina til þess að koma á friði á ný. Pútín hefur tekið vel í friðaráætlun Úkraínuforseta, sem segir vopnahléið ætlað til þess að uppreisnarmenn fái svigrúm til þess að leggja niður vopn og koma sér burt, vilji þeir fara burt. Evrópusambandið hefur hótað Rússlandi frekari refsiaðgerðum, sýni rússnesk stjórnvöld ekki raunverulega viðleitni til þess að koma á friði í Úkraínu. Pútín hefur frest þangað til á föstudag, þegar leiðtogafundur Evrópusambandsins verður haldinn. Sameinuðu þjóðirnar segja að 423 manns hafi látið lífið í átökum í austanverðri Úkraínu á tímabilinu frá 15. apríl til 20. júní. Rúmlega 46 þúsund manns hafa hrakist að heiman, þar af hafa um 11.500 manns flúið frá Krímskaga sem Rússland hefur nú innlimað. Úkraínustjórn hefur sakað rússneska hermenn um að hafa, um það leyti sem Krímskagi var innlimaður, komið fyrir jarðsprengjum á mörkum Krímskaga, til þess að hindra för úkraínskra hermanna inn á skagann. Rússar hafa undanfarið verið með um 40 þúsund manna herlið við landamæri Úkraínu, og hafa Úkraínumenn margir litið á það sem hótun um að rússneski herinn muni ráðast inn í landið telji rússnesk stjórnvöld ástæðu til. Úkraína Tengdar fréttir Pútín segir mikilvægt að friður komist á í Úkraínu Vladímír Pútín vill að stillt verði til friðar í Austur-Úkraínu. 24. júní 2014 07:00 Pútín styður friðaráætlun Porosjenkó Þrátt fyrir að Porosjenkó hafi lýst yfir vopnahléi á föstudag þá hafa átök átt sér stað milli aðskilnaðarsinna og herliðs stjórnvalda yfir helgina. Aðskilnaðarsinnar segja að Úkraínski herinn virði vopnahléið að vettugi. Sex landamæraverðir hafa særst í átökunum. 22. júní 2014 12:00 Forseti Litháens líkir Pútín við Stalín, Hitler og Katrínu miklu Forsetinn segir stjórnvöld í Moskvu reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas 24. júní 2014 18:15 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Níu menn fórust með úkraínskri herþyrlu sem uppreisnarmenn í austurhluta landsins skutu niður í gær. Þetta gerðist þrátt fyrir að uppreisnarmenn hefðu lýst því yfir að þeir myndu virða vikulangt vopnahlé sem Úkraínustjórn boðaði til einhliða um síðustu helgi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hvatti í gær Úkraínustjórn til þess að hafa vopnahléið lengra en eina viku. Þá skoraði hann á Úkraínustjórn að nota vopnahléið til þess að ræða beint við leiðtoga uppreisnarmanna. Þá hefur Pútín skrifað rússneska þjóðþinginu bréf, þar sem hann óskar eftir því að þingið afturkalli heimild rússneska hersins til þess að beita hervaldi í Úkraínu. Hann sjálfur hafði óskað eftir því að þingið veitti þessa heimild og samþykkti þingið hana 1. mars síðastliðinn. Fastlega er reiknað með því að þingið muni fúslega verða við ósk hans um að afturkalla heimildina. Úkraínustjórn fagnar því að heimildin verði afturkölluð og sagði það mikilvægt skref í áttina til þess að koma á friði á ný. Pútín hefur tekið vel í friðaráætlun Úkraínuforseta, sem segir vopnahléið ætlað til þess að uppreisnarmenn fái svigrúm til þess að leggja niður vopn og koma sér burt, vilji þeir fara burt. Evrópusambandið hefur hótað Rússlandi frekari refsiaðgerðum, sýni rússnesk stjórnvöld ekki raunverulega viðleitni til þess að koma á friði í Úkraínu. Pútín hefur frest þangað til á föstudag, þegar leiðtogafundur Evrópusambandsins verður haldinn. Sameinuðu þjóðirnar segja að 423 manns hafi látið lífið í átökum í austanverðri Úkraínu á tímabilinu frá 15. apríl til 20. júní. Rúmlega 46 þúsund manns hafa hrakist að heiman, þar af hafa um 11.500 manns flúið frá Krímskaga sem Rússland hefur nú innlimað. Úkraínustjórn hefur sakað rússneska hermenn um að hafa, um það leyti sem Krímskagi var innlimaður, komið fyrir jarðsprengjum á mörkum Krímskaga, til þess að hindra för úkraínskra hermanna inn á skagann. Rússar hafa undanfarið verið með um 40 þúsund manna herlið við landamæri Úkraínu, og hafa Úkraínumenn margir litið á það sem hótun um að rússneski herinn muni ráðast inn í landið telji rússnesk stjórnvöld ástæðu til.
Úkraína Tengdar fréttir Pútín segir mikilvægt að friður komist á í Úkraínu Vladímír Pútín vill að stillt verði til friðar í Austur-Úkraínu. 24. júní 2014 07:00 Pútín styður friðaráætlun Porosjenkó Þrátt fyrir að Porosjenkó hafi lýst yfir vopnahléi á föstudag þá hafa átök átt sér stað milli aðskilnaðarsinna og herliðs stjórnvalda yfir helgina. Aðskilnaðarsinnar segja að Úkraínski herinn virði vopnahléið að vettugi. Sex landamæraverðir hafa særst í átökunum. 22. júní 2014 12:00 Forseti Litháens líkir Pútín við Stalín, Hitler og Katrínu miklu Forsetinn segir stjórnvöld í Moskvu reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas 24. júní 2014 18:15 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Pútín segir mikilvægt að friður komist á í Úkraínu Vladímír Pútín vill að stillt verði til friðar í Austur-Úkraínu. 24. júní 2014 07:00
Pútín styður friðaráætlun Porosjenkó Þrátt fyrir að Porosjenkó hafi lýst yfir vopnahléi á föstudag þá hafa átök átt sér stað milli aðskilnaðarsinna og herliðs stjórnvalda yfir helgina. Aðskilnaðarsinnar segja að Úkraínski herinn virði vopnahléið að vettugi. Sex landamæraverðir hafa særst í átökunum. 22. júní 2014 12:00
Forseti Litháens líkir Pútín við Stalín, Hitler og Katrínu miklu Forsetinn segir stjórnvöld í Moskvu reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas 24. júní 2014 18:15