Nærri allt grænmeti merkt án þess að hafa hlotið vottun Snærós Sindradóttir skrifar 27. júní 2014 00:01 Vistvæn framleiðsla Nær allar vörur frá Sölufélagi garðyrkjumanna eru merktar sem vistvænar landbúnaðarafurðir þrátt fyrir að lögbundna vottun að baki notkuninni skorti. Fréttablaðið/HAG Nærri allt grænmeti frá stærsta dreifingaraðila grænmetis á Íslandi, Sölufélagi garðyrkjumanna, er merkt með vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð. Vottunin er byggð á reglugerð sem gefin var út árið 1998 en hefur ekki verið fylgt eftir með eftirliti um langt árabil. Nokkrir garðyrkjubændur, sem nota merkinguna, hófu framleiðslu eftir að hætt var að gefa vottunina út. „Menn hafa haldið það að ef þeir færu eftir stöðlunum þá mættu þeir nota merkið,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. „Annaðhvort er kominn tími á að hætta alveg með þetta eða að fara að fylgja því eftir að það sé í lagi með þá sem eru að nota þetta.“ Á meðal framleiðenda sem hófu ræktun eftir að hætt var að gefa vottunina út eru Jarðarberjaland sem hóf framleiðslu árið 2011 og Sólbyrgi sem hóf framleiðslu árið 2008. Vörur frá þessum framleiðendum eru merktar sem Vistvæn landbúnaðarafurð. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Ágústssyni, garðyrkjuráðunaut hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, eru þeir staðlar sem settir voru upp í tengslum við vottunina úreltir. Þá mátti vistvænn búskapur ekki nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hektara við ræktun grænmetis en nú er almennt miðað við 80 til 100 kg á sama svæði. „Þetta er góð hugmyndafræði en það verður auðvitað að vera eftirlitsaðili sem staðfestir að þetta sé rétt,“ segir Gunnlaugur. Unnið er að því að koma á fót svokallaðri gæðahandbók í matjurtaframleiðslu sem taka á við eftirlitshlutverki. „Við erum að reyna að sinna því gæðastarfi sem við viljum halda sem staðli. Ef það er ekki til staðar þá missir merkið sitt upphaflega markmið,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjubænda. Guðrún Arndís Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Náttúran.is, segir að hugtakið vistvænn landbúnaður sé merkingarlaust og í raun sé verið að tala um hefðbundinn landbúnað. „Í raun þýðir þetta ekki meira en það að gæðastöðlum sé fylgt og þá fylgjast bændur með hvað þeir nota af efnum. Það þýðir samt ekki að það sé bannað að nota þau. Þetta er í raun bara eins og venjulegur landbúnaður.“ Hún segir að merkingin hjálpi til við ákveðna ímynd sem Ísland hafi. „Þetta er kannski ekki gert til að blekkja beint. Þetta er bara ákveðin sannfæring um að Ísland sé allt vistvænt og æðislegt.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Nærri allt grænmeti frá stærsta dreifingaraðila grænmetis á Íslandi, Sölufélagi garðyrkjumanna, er merkt með vottuninni Vistvæn landbúnaðarafurð. Vottunin er byggð á reglugerð sem gefin var út árið 1998 en hefur ekki verið fylgt eftir með eftirliti um langt árabil. Nokkrir garðyrkjubændur, sem nota merkinguna, hófu framleiðslu eftir að hætt var að gefa vottunina út. „Menn hafa haldið það að ef þeir færu eftir stöðlunum þá mættu þeir nota merkið,“ segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. „Annaðhvort er kominn tími á að hætta alveg með þetta eða að fara að fylgja því eftir að það sé í lagi með þá sem eru að nota þetta.“ Á meðal framleiðenda sem hófu ræktun eftir að hætt var að gefa vottunina út eru Jarðarberjaland sem hóf framleiðslu árið 2011 og Sólbyrgi sem hóf framleiðslu árið 2008. Vörur frá þessum framleiðendum eru merktar sem Vistvæn landbúnaðarafurð. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Ágústssyni, garðyrkjuráðunaut hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, eru þeir staðlar sem settir voru upp í tengslum við vottunina úreltir. Þá mátti vistvænn búskapur ekki nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hektara við ræktun grænmetis en nú er almennt miðað við 80 til 100 kg á sama svæði. „Þetta er góð hugmyndafræði en það verður auðvitað að vera eftirlitsaðili sem staðfestir að þetta sé rétt,“ segir Gunnlaugur. Unnið er að því að koma á fót svokallaðri gæðahandbók í matjurtaframleiðslu sem taka á við eftirlitshlutverki. „Við erum að reyna að sinna því gæðastarfi sem við viljum halda sem staðli. Ef það er ekki til staðar þá missir merkið sitt upphaflega markmið,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjubænda. Guðrún Arndís Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Náttúran.is, segir að hugtakið vistvænn landbúnaður sé merkingarlaust og í raun sé verið að tala um hefðbundinn landbúnað. „Í raun þýðir þetta ekki meira en það að gæðastöðlum sé fylgt og þá fylgjast bændur með hvað þeir nota af efnum. Það þýðir samt ekki að það sé bannað að nota þau. Þetta er í raun bara eins og venjulegur landbúnaður.“ Hún segir að merkingin hjálpi til við ákveðna ímynd sem Ísland hafi. „Þetta er kannski ekki gert til að blekkja beint. Þetta er bara ákveðin sannfæring um að Ísland sé allt vistvænt og æðislegt.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira