Erlent

Sýknaður í fyrstu lotu

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Abu Katada barðist lengi gegn því að verða framseldur frá Bretlandi til Jórdaníu.
Abu Katada barðist lengi gegn því að verða framseldur frá Bretlandi til Jórdaníu. Vísir/AP
Róttæki múslimaklerkurinn Abu Katada, sem lengi barðist gegn því að vera framseldur frá Bretlandi til Jórdaníu, var í gær sýknaður þar í landi af ákæru um að hafa tekið þátt í áformum um að ráðast á bandarískan skóla í Amman.

Dómstóllinn frestaði hins vegar að kveða upp úrskurð í öðrum ákærum á hendur honum tengdum hryðjuverkum, en hann er sagður hafa verið í liði með Osama bin Laden. Nærri ár er nú liðið frá því hann var framseldur frá Bretlandi.

Katada hefur ekki farið dult með stuðning sinn við baráttu herskárra íslamista. Hann hefur þó gagnrýnt ISIS-samtökin, sem barist hafa blóðugri baráttu í bæði Sýrlandi og Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×