Shakespeare's Globe Theatre sýnir í Hörpu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. júlí 2014 12:30 Tveir leikarar leika Hamlet til skiptis og sama gildir um önnur hlutverk í sýningunni. Mynd/Helena Miscioscia Leikflokkur Globe-leikhússins í London er á tveggja ára ferðalagi um heiminn með sýningu á Hamlet og ætlunin er að heimsækja hvert einasta land á jarðarkringlunni. Röðin kemur að Íslandi þann 23. júlí og verður Hamlet sýndur einu sinni í Hörpu áður en ferð hópsins heldur áfram. Lagt var upp í ferðina þann 23. apríl síðastliðinn, þegar 450 ár voru liðin frá fæðingu skáldjöfursins Williams Shakespeare. Leikferðin er sú viðamesta sem farin hefur verið á vegum Shakespeare's Globe og á heimasíðu leikhússins er haft eftir Dominic Dromgoole, öðrum leikstjóra sýningarinnar, að slík ferð eigi sér engin fordæmi í veraldarsögunni. Löndin sem heimsótt hafa verið á þessum þremur mánuðum síðan lagt var af stað eru orðin tuttugu og fimm og héðan fer hópurinn vestur um haf. Tólf leikarar taka þátt í sýningunni og skiptast á um að leika hlutverkin. Tveir leikarar leika Hamlet til skiptis og sömu sögu er að segja af öðrum hlutverkum. Sýningin er byggð á tveimur uppfærslum leikhússins á Hamlet þannig að leikstjórarnir eru tveir, Dominic Dromgoole og Bill Buckhurst, leikmyndin er eftir Jonathan Fensom og Bill Barclay og Laura Forrest-Hay semja tónlistina. Sýningar Globe eru upplagðar fyrir ferðalög þar sem unnið er með það fyrir augum að hafa sýningarnar í anda þess sem leikhópur Shakespeare‘s sjálfs er talinn hafa gert; einföld leikmynd, stórkostlegir búningar og mikil áhersla á leik og tónlist. Um ástæðu ferðalagsins segir leikstjórinn Dominic Dromgoole, sem jafnframt er listrænn stjórnandi Globe-leikhússins, á heimasíðu Globe: „Ferðalög og löngunin til að miðla sögum til nýrra áhorfenda voru alltaf stór hluti af verkum Shakespeares. Við erum alsæl yfir að geta viðhaldið þeirri hefð og þróað hana enn lengra.“ Sýningin í Hörpu verður í Eldborgarsalnum þann 23. júlí klukkan 19.30 og er miðasalan hafin á heimasíðu Hörpu. Hægt er að fylgjast með ferðalagi leikhópsins á heimasíðu Globe, shakespearesglobe.com. Menning Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Leikflokkur Globe-leikhússins í London er á tveggja ára ferðalagi um heiminn með sýningu á Hamlet og ætlunin er að heimsækja hvert einasta land á jarðarkringlunni. Röðin kemur að Íslandi þann 23. júlí og verður Hamlet sýndur einu sinni í Hörpu áður en ferð hópsins heldur áfram. Lagt var upp í ferðina þann 23. apríl síðastliðinn, þegar 450 ár voru liðin frá fæðingu skáldjöfursins Williams Shakespeare. Leikferðin er sú viðamesta sem farin hefur verið á vegum Shakespeare's Globe og á heimasíðu leikhússins er haft eftir Dominic Dromgoole, öðrum leikstjóra sýningarinnar, að slík ferð eigi sér engin fordæmi í veraldarsögunni. Löndin sem heimsótt hafa verið á þessum þremur mánuðum síðan lagt var af stað eru orðin tuttugu og fimm og héðan fer hópurinn vestur um haf. Tólf leikarar taka þátt í sýningunni og skiptast á um að leika hlutverkin. Tveir leikarar leika Hamlet til skiptis og sömu sögu er að segja af öðrum hlutverkum. Sýningin er byggð á tveimur uppfærslum leikhússins á Hamlet þannig að leikstjórarnir eru tveir, Dominic Dromgoole og Bill Buckhurst, leikmyndin er eftir Jonathan Fensom og Bill Barclay og Laura Forrest-Hay semja tónlistina. Sýningar Globe eru upplagðar fyrir ferðalög þar sem unnið er með það fyrir augum að hafa sýningarnar í anda þess sem leikhópur Shakespeare‘s sjálfs er talinn hafa gert; einföld leikmynd, stórkostlegir búningar og mikil áhersla á leik og tónlist. Um ástæðu ferðalagsins segir leikstjórinn Dominic Dromgoole, sem jafnframt er listrænn stjórnandi Globe-leikhússins, á heimasíðu Globe: „Ferðalög og löngunin til að miðla sögum til nýrra áhorfenda voru alltaf stór hluti af verkum Shakespeares. Við erum alsæl yfir að geta viðhaldið þeirri hefð og þróað hana enn lengra.“ Sýningin í Hörpu verður í Eldborgarsalnum þann 23. júlí klukkan 19.30 og er miðasalan hafin á heimasíðu Hörpu. Hægt er að fylgjast með ferðalagi leikhópsins á heimasíðu Globe, shakespearesglobe.com.
Menning Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira