Ísland í hundana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2014 07:00 Þegar ég var barn og unglingur voru hundar eitthvað sem ég þekkti ekki. Fjölskylda vinar míns átti hund, einn frændi í fjölskyldunni átti hund í nokkur ár en þar með var það upptalið. Fyrir vikið leið mér aldrei vel í návist hunda og var í rauninni smeykur við þá. Þrjú ár í Bandaríkjunum breyttu öllu. Þá loksins skildi ég frasann um „besta vin mannsins“. Úti eiga nánast allir hunda og í sumum fjölskyldum er hundurinn jafngildur fjölskyldumeðlimur og aðrir. Foreldrar vinar míns greiddu milljónir til þess að eldgamall og elskaður hundurinn kæmist í aðgerð til að lengja líf hans lítillega. Hundaeigendur vita þetta auðvitað en fyrir mig var magnað að komast upp á lagið með hunda, kunna að meta félagsskap þeirra og vera byrjaður að opna á þann möguleika að eignast hund einn daginn. Það er til verri tilhugsun en sú að koma heim eftir langan vinnudag vitandi að þar bíður einn eldhress sem finnst alltaf gaman að sjá þig. Krílin mín tvö eru á leið vestur um haf með móður sinni í næstu viku að hitta ömmu sína og afa en líka hundana. Tvo eldhressa leikfélaga sem eru tilbúnir í eltingaleik frá morgni til kvölds. Ég ætla að verða búinn að undirbúa svör fyrir spurninguna „pabbi, af hverju eigum við ekki hund?“ þegar krakkarnir snúa aftur eftir þrjár vikur. Hundalaus höfum við sem betur fer tækifæri til að umgangast hunda hér heima enda hefur þeim fjölgað gríðarlega undanfarin ár. Þegar vel viðrar finnst okkur fátt skemmtilegra en að fara á útivistarsvæði þar sem hundaeigendur, sem betur fer, brjóta lögin. Þeir sleppa hundunum lausum sem fá að leika sér og krakkarnir með. Á meðan ég hefði hangið kjökrandi í fangi mömmu af ótta við hundana eiga hundavanir krakkarnir mínir þess kost að njóta samveru við ferfætlingana. Þær samverustundir eru ávísun á bros og hlátur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Þegar ég var barn og unglingur voru hundar eitthvað sem ég þekkti ekki. Fjölskylda vinar míns átti hund, einn frændi í fjölskyldunni átti hund í nokkur ár en þar með var það upptalið. Fyrir vikið leið mér aldrei vel í návist hunda og var í rauninni smeykur við þá. Þrjú ár í Bandaríkjunum breyttu öllu. Þá loksins skildi ég frasann um „besta vin mannsins“. Úti eiga nánast allir hunda og í sumum fjölskyldum er hundurinn jafngildur fjölskyldumeðlimur og aðrir. Foreldrar vinar míns greiddu milljónir til þess að eldgamall og elskaður hundurinn kæmist í aðgerð til að lengja líf hans lítillega. Hundaeigendur vita þetta auðvitað en fyrir mig var magnað að komast upp á lagið með hunda, kunna að meta félagsskap þeirra og vera byrjaður að opna á þann möguleika að eignast hund einn daginn. Það er til verri tilhugsun en sú að koma heim eftir langan vinnudag vitandi að þar bíður einn eldhress sem finnst alltaf gaman að sjá þig. Krílin mín tvö eru á leið vestur um haf með móður sinni í næstu viku að hitta ömmu sína og afa en líka hundana. Tvo eldhressa leikfélaga sem eru tilbúnir í eltingaleik frá morgni til kvölds. Ég ætla að verða búinn að undirbúa svör fyrir spurninguna „pabbi, af hverju eigum við ekki hund?“ þegar krakkarnir snúa aftur eftir þrjár vikur. Hundalaus höfum við sem betur fer tækifæri til að umgangast hunda hér heima enda hefur þeim fjölgað gríðarlega undanfarin ár. Þegar vel viðrar finnst okkur fátt skemmtilegra en að fara á útivistarsvæði þar sem hundaeigendur, sem betur fer, brjóta lögin. Þeir sleppa hundunum lausum sem fá að leika sér og krakkarnir með. Á meðan ég hefði hangið kjökrandi í fangi mömmu af ótta við hundana eiga hundavanir krakkarnir mínir þess kost að njóta samveru við ferfætlingana. Þær samverustundir eru ávísun á bros og hlátur.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun