Haldið í heljargreipum Freyr Bjarnason skrifar 14. júlí 2014 11:30 Tónleikar Föstudagskvöld Portishead ATP-tónlistarhátíðin Portishead frá ensku borginni Bristol steig fram á sjónarsviðið 1994 með plötunni Dummy. Tónlistin var skilgreind sem hluti af trip hop-bylgjunni ættaðri frá Bristol og þá með hljómsveitina Massive Attack í forgrunni. Sú spilaði einmitt á Secret Solstice-hátíðinni í Laugardalnum fyrr í sumar. Því var hvíslað að blaðamanni að söngkonan Beth Gibbons hefði verið í vandræðum með röddina fyrir tónleikana en það var ekki að heyra. Strax frá fyrsta lagi hreif hún áhorfendur með sér á sinn dulúðlega hátt og hélt þeim í heljargreipum allt þar til yfir lauk. Af þeim fimmtán lögum sem Portishead spilaði komu sjö af síðustu plötu, Third. Fimm komu af Dummy og voru þau eftirminnilegust, sérstaklega Glory Box þar sem áhorfendur sungu hástöfum með Gibbons: „Give me a reason to love you.“ Erfitt er samt að taka eitt lag út því tónleikarnir í heild sinni voru mögnuð upplifun. Mest kom á óvart hversu vel Portishead náði að færa oft á tíðum flókinn hljóminn af plötum sínum yfir í lifandi tóna. Gítarleikarinn galdraði fram alls kyns tóna úr gítar sínum á meðan plötusnúður steig inn þar sem við átti. Hugað var að hverju smáatriði og kraftmikil útkoman var eftir því. Algjörlega skotheld frammistaða í alla staði. Aðeins er hægt að setja út á tíu mínútna seinkun í upphafi en sú bið var vel þessi virði.Niðurstaða: Magnaðir tónleikar, tuttugu árum eftir útgáfu Dummy. ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónleikar Föstudagskvöld Portishead ATP-tónlistarhátíðin Portishead frá ensku borginni Bristol steig fram á sjónarsviðið 1994 með plötunni Dummy. Tónlistin var skilgreind sem hluti af trip hop-bylgjunni ættaðri frá Bristol og þá með hljómsveitina Massive Attack í forgrunni. Sú spilaði einmitt á Secret Solstice-hátíðinni í Laugardalnum fyrr í sumar. Því var hvíslað að blaðamanni að söngkonan Beth Gibbons hefði verið í vandræðum með röddina fyrir tónleikana en það var ekki að heyra. Strax frá fyrsta lagi hreif hún áhorfendur með sér á sinn dulúðlega hátt og hélt þeim í heljargreipum allt þar til yfir lauk. Af þeim fimmtán lögum sem Portishead spilaði komu sjö af síðustu plötu, Third. Fimm komu af Dummy og voru þau eftirminnilegust, sérstaklega Glory Box þar sem áhorfendur sungu hástöfum með Gibbons: „Give me a reason to love you.“ Erfitt er samt að taka eitt lag út því tónleikarnir í heild sinni voru mögnuð upplifun. Mest kom á óvart hversu vel Portishead náði að færa oft á tíðum flókinn hljóminn af plötum sínum yfir í lifandi tóna. Gítarleikarinn galdraði fram alls kyns tóna úr gítar sínum á meðan plötusnúður steig inn þar sem við átti. Hugað var að hverju smáatriði og kraftmikil útkoman var eftir því. Algjörlega skotheld frammistaða í alla staði. Aðeins er hægt að setja út á tíu mínútna seinkun í upphafi en sú bið var vel þessi virði.Niðurstaða: Magnaðir tónleikar, tuttugu árum eftir útgáfu Dummy.
ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira