Rokk og rólegheit Freyr Bjarnason skrifar 14. júlí 2014 11:00 Kurt Vile hljómar kannski betur á plötum en á tónleikum. vísir/getty Tónleikar Fimmtudagskvöld Kurt Vile ATP-tónlistarhátíðin Bandaríkjamaðurinn síðhærði Kurt Vile hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir fyrstu tvær plötur sínar. Á þeirri fyrri gutlaði hann lágstemmt á kassagítarinn og raulaði með en á hinni stækkaði hann hljóminn, búinn að bæta við sig heilli hljómsveit. Vile skiptist einmitt á því að vera einn með kassagítarinn og með hljómsveitina á sviðinu. Allt var þetta hippa-þjóðlagarokk nokkuð áreynslulaust. Ekki mikið um hæðir og ekki mikið um lægðir. Stöku sinnum hristi Vile upp í hlutunum og spilaði þyngra rokk og beitti hann röddinni þá öðruvísi. Eftir að hafa spilað í eina og hálfa klukkustund var maður kominn á þá skoðun að Vile hljómaði kannski betur á plötum en á tónleikum. Smá vonbrigði en samt sem áður ágætis tónleikar, enda á Vile fullt af góðum lögum í pokahorninu.Niðurstaða: Áreynslulaust þjóðlagarokk hjá Kurt Vile. ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Tónleikar Fimmtudagskvöld Kurt Vile ATP-tónlistarhátíðin Bandaríkjamaðurinn síðhærði Kurt Vile hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir fyrstu tvær plötur sínar. Á þeirri fyrri gutlaði hann lágstemmt á kassagítarinn og raulaði með en á hinni stækkaði hann hljóminn, búinn að bæta við sig heilli hljómsveit. Vile skiptist einmitt á því að vera einn með kassagítarinn og með hljómsveitina á sviðinu. Allt var þetta hippa-þjóðlagarokk nokkuð áreynslulaust. Ekki mikið um hæðir og ekki mikið um lægðir. Stöku sinnum hristi Vile upp í hlutunum og spilaði þyngra rokk og beitti hann röddinni þá öðruvísi. Eftir að hafa spilað í eina og hálfa klukkustund var maður kominn á þá skoðun að Vile hljómaði kannski betur á plötum en á tónleikum. Smá vonbrigði en samt sem áður ágætis tónleikar, enda á Vile fullt af góðum lögum í pokahorninu.Niðurstaða: Áreynslulaust þjóðlagarokk hjá Kurt Vile.
ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira