Spilar með gítarleikara Genesis Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. júlí 2014 12:30 Gulli Briem og Steve Hackett koma fram með hljómsveitinni Djabe í Ungverjalandi. mynd/einkasafn „Hann er frábær tónlistarmaður spilar bara eins og hann spilaði í gamla daga, ég var og er mikill Genesis-aðdáandi, sérstaklega þegar hann og Peter Gabriel voru í bandinu,“ segir Mezzoforte-trommuleikarinn Gunnlaugur Briem, en hann og upprunalegi gítarleikari Genesis, Steve Hackett, stíga saman á svið á þrennum tónleikum í Ungverjalandi í júlí ásamt heimstónlistar- og djasshljómsveitinni Djabe. Gulli hefur áður leikið með hljómsveitinni Djabe og með Hackett, árið 2012 en þeir koma báðir fram sem sérstakir gestir á tónleikunum. Gulli segir að það sé sérlega ánægjulegt að spila með Hackett, ekki síst þar sem nokkur gömul og góð Genesis-lög verða tekin í upprunalegum útsetningum. „Gítarleikur Hacketts sé mjög sérstakur og lýrískur. Fyrir utan það þá ólst ég upp við þessa tónlist og spilaði á vínyl í klessu þegar ég var unglingur. Hann var mjög mikilvægur í Genesis,“ segir Gulli. Hann býr að mestu í Búdapest og gerir út þaðan. Tónleikarnir verða í Búdapest, Hévíz og Debrecen 18., 19. og 20. júlí. „Þetta eru útitónleikar og veðrið er frábært í Ungverjalandi þannig að það mun ekki væsa um okkur í blíðunni.“ Tónlist Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Hann er frábær tónlistarmaður spilar bara eins og hann spilaði í gamla daga, ég var og er mikill Genesis-aðdáandi, sérstaklega þegar hann og Peter Gabriel voru í bandinu,“ segir Mezzoforte-trommuleikarinn Gunnlaugur Briem, en hann og upprunalegi gítarleikari Genesis, Steve Hackett, stíga saman á svið á þrennum tónleikum í Ungverjalandi í júlí ásamt heimstónlistar- og djasshljómsveitinni Djabe. Gulli hefur áður leikið með hljómsveitinni Djabe og með Hackett, árið 2012 en þeir koma báðir fram sem sérstakir gestir á tónleikunum. Gulli segir að það sé sérlega ánægjulegt að spila með Hackett, ekki síst þar sem nokkur gömul og góð Genesis-lög verða tekin í upprunalegum útsetningum. „Gítarleikur Hacketts sé mjög sérstakur og lýrískur. Fyrir utan það þá ólst ég upp við þessa tónlist og spilaði á vínyl í klessu þegar ég var unglingur. Hann var mjög mikilvægur í Genesis,“ segir Gulli. Hann býr að mestu í Búdapest og gerir út þaðan. Tónleikarnir verða í Búdapest, Hévíz og Debrecen 18., 19. og 20. júlí. „Þetta eru útitónleikar og veðrið er frábært í Ungverjalandi þannig að það mun ekki væsa um okkur í blíðunni.“
Tónlist Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira