„Hversu ógeðfellt og dónalegt má leikhús vera?“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. júlí 2014 08:30 Þorleifur Örn Arnarson hefur getið sér gott orð í leikhúslífi á meginlandi Evrópu. Vísir/Arnþór „Ég held að það sé nútímaleikhúsi nauðsynlegt að vera ögrandi, lifandi, í samræðu við samtíma sinn og þjóðfélag. Og það er fátt betra fyrir Shakespeare og fyrir leikhúsið en að um það sé rifist og skoðanir séu skiptar,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri, sem frumsýndi Shakespeare verkið Ys og Þys útaf engu fyrr í þessum mánuði í ævafornu klaustri í Sviss á leiklistarhátíðinni í Wettingen. Sýningin hefur vakið hörð viðbrögð en er jafnframt í sjötta sæti yfir áhugaverðustu sýningar í hinum þýskumælandi heimi auk þess sem gagnrýnendur hrifust mjög af sýningunni. Fyrirsögn í umfjöllun dagblaðsins Aargauer Zeitung um sýninguna er: „Skandall á leiklistarhátíðinni í Wettingen – hversu ógeðfellt og dónalegt má leikhús vera?“ Í greininni er að finna tölvupósta, opinber lesendabréf og sms-skilaboð sem ritstjórn blaðsins hefur borist um sýninguna, og allir virðast hafa sína skoðun á verki Þorleifs. „Stjórnandi hátíðarinnar hefur komið fram opinberlega til þess að verja mig,“ segir Þorleifur og hlær. „Hún benti nú á að sýningin hefur hlotið einróma lof í dómum og sé komin á lista yfir merkilegustu sýningar sem eru í gangi í þýskumælandi heiminum um þessar mundir. Hún minntist í þeirri yfirlýsingu á listrænt frelsi og tilgang nútímaleikhúss, sem er að tala við áhorfendur sína með lifandi og ögrandi hætti.“ Í greininni segir jafnframt að sýningin sé umdeild fyrir að vera dónaleg og móðgandi uppsetning, að hún sé móðgandi fyrir skáldið Shakespeare. Þá segir enn fremur að sýningin móðgi fólk fyrir þær sakir að í henni eru senur þar sem hrækt sé á fólk, fullnægingar og kynferðislegar tilvísanir, og svo mætti lengi telja. „Það er bara gaman að vera leikhúsmaður í Evrópu. Við tókum fullt af áhættu í þessari sýningu, en ég var alveg viss um að þetta myndi slá í gegn,“ segir Þorleifur að lokum, og hlær.Skiptar skoðanir eru á hinni „íslenskuðu útgáfu“ af Ys og þys út af engu eftir Shakespeare í Sviss.MYND/Úr einkasafni Ekki í fyrsta sinn sem Þorleifur fær slæma útreið í Sviss Árið 2011 hristi Þorleifur Örn Arnarsson fyrst upp í Svisslendingum en leikritið Die Kontrakte des Kaufmanns (Samningar kaupmannsins) eftir Nóbelsskáldid Elfriede Jelinak, í uppsetningu Þorleifs, var frumsýnt í St. Gallen þar í landi. Leikritið vakti gríðarlega sterk viðbrögð en meðal annars sendi kona, sem býr í borginni, leikhúsinu opinbert bréf þar sem hún sakaði Þorleif um árás á góðan smekk Svisslendinga. Þá fékk leikritið hroðalegan dóm frá einu fréttablaði þar í landi á meðan aðrir gagnrýnendur lofuðu verkið í hástert. Á þýska vefnum Nachtkritik.de, sem er einn virtasti vettvangur þýskrar leikhúsumræðu, sagði til að mynda á sínum tíma að í uppsetningu Þorleifs hefði verki Nóbelsskáldsins Elfrede Jelinek verið fundinn sinn samastaður.Ys og þys útaf engu í leikstjórn Þorleifs Leiklistarhátíðin Klosterfestspiele Wettingen er haldin á þriggja ára fresti í gömlu klaustri í Wettingen, smábæ í Sviss. Þorleifur Örn var þar fenginn til að setja upp verk Shakespeares Ys og þys útaf engu (Much Ado About Nothing) undir berum himni. Að sögn leikstjórans umbreytti hópurinn klaustrinu i rautt „helvíti“ sem búið var til úr ellefu metra háum 700 fermetra rauðum leikhústjöldum sem umlykja sviðið, en hönnun sviðsmyndarinnar er í höndum Önnu Rúnar Tryggvadóttur.Símon Birgisson sér um tónlistina ásamt franska tónlistarmanninum Gabriel Cazes. Það er búið að stytta leikritið, skera út persónur og spinna nýja texta og senur. Uppsetningin kostaði um 130 milljónir. Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég held að það sé nútímaleikhúsi nauðsynlegt að vera ögrandi, lifandi, í samræðu við samtíma sinn og þjóðfélag. Og það er fátt betra fyrir Shakespeare og fyrir leikhúsið en að um það sé rifist og skoðanir séu skiptar,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri, sem frumsýndi Shakespeare verkið Ys og Þys útaf engu fyrr í þessum mánuði í ævafornu klaustri í Sviss á leiklistarhátíðinni í Wettingen. Sýningin hefur vakið hörð viðbrögð en er jafnframt í sjötta sæti yfir áhugaverðustu sýningar í hinum þýskumælandi heimi auk þess sem gagnrýnendur hrifust mjög af sýningunni. Fyrirsögn í umfjöllun dagblaðsins Aargauer Zeitung um sýninguna er: „Skandall á leiklistarhátíðinni í Wettingen – hversu ógeðfellt og dónalegt má leikhús vera?“ Í greininni er að finna tölvupósta, opinber lesendabréf og sms-skilaboð sem ritstjórn blaðsins hefur borist um sýninguna, og allir virðast hafa sína skoðun á verki Þorleifs. „Stjórnandi hátíðarinnar hefur komið fram opinberlega til þess að verja mig,“ segir Þorleifur og hlær. „Hún benti nú á að sýningin hefur hlotið einróma lof í dómum og sé komin á lista yfir merkilegustu sýningar sem eru í gangi í þýskumælandi heiminum um þessar mundir. Hún minntist í þeirri yfirlýsingu á listrænt frelsi og tilgang nútímaleikhúss, sem er að tala við áhorfendur sína með lifandi og ögrandi hætti.“ Í greininni segir jafnframt að sýningin sé umdeild fyrir að vera dónaleg og móðgandi uppsetning, að hún sé móðgandi fyrir skáldið Shakespeare. Þá segir enn fremur að sýningin móðgi fólk fyrir þær sakir að í henni eru senur þar sem hrækt sé á fólk, fullnægingar og kynferðislegar tilvísanir, og svo mætti lengi telja. „Það er bara gaman að vera leikhúsmaður í Evrópu. Við tókum fullt af áhættu í þessari sýningu, en ég var alveg viss um að þetta myndi slá í gegn,“ segir Þorleifur að lokum, og hlær.Skiptar skoðanir eru á hinni „íslenskuðu útgáfu“ af Ys og þys út af engu eftir Shakespeare í Sviss.MYND/Úr einkasafni Ekki í fyrsta sinn sem Þorleifur fær slæma útreið í Sviss Árið 2011 hristi Þorleifur Örn Arnarsson fyrst upp í Svisslendingum en leikritið Die Kontrakte des Kaufmanns (Samningar kaupmannsins) eftir Nóbelsskáldid Elfriede Jelinak, í uppsetningu Þorleifs, var frumsýnt í St. Gallen þar í landi. Leikritið vakti gríðarlega sterk viðbrögð en meðal annars sendi kona, sem býr í borginni, leikhúsinu opinbert bréf þar sem hún sakaði Þorleif um árás á góðan smekk Svisslendinga. Þá fékk leikritið hroðalegan dóm frá einu fréttablaði þar í landi á meðan aðrir gagnrýnendur lofuðu verkið í hástert. Á þýska vefnum Nachtkritik.de, sem er einn virtasti vettvangur þýskrar leikhúsumræðu, sagði til að mynda á sínum tíma að í uppsetningu Þorleifs hefði verki Nóbelsskáldsins Elfrede Jelinek verið fundinn sinn samastaður.Ys og þys útaf engu í leikstjórn Þorleifs Leiklistarhátíðin Klosterfestspiele Wettingen er haldin á þriggja ára fresti í gömlu klaustri í Wettingen, smábæ í Sviss. Þorleifur Örn var þar fenginn til að setja upp verk Shakespeares Ys og þys útaf engu (Much Ado About Nothing) undir berum himni. Að sögn leikstjórans umbreytti hópurinn klaustrinu i rautt „helvíti“ sem búið var til úr ellefu metra háum 700 fermetra rauðum leikhústjöldum sem umlykja sviðið, en hönnun sviðsmyndarinnar er í höndum Önnu Rúnar Tryggvadóttur.Símon Birgisson sér um tónlistina ásamt franska tónlistarmanninum Gabriel Cazes. Það er búið að stytta leikritið, skera út persónur og spinna nýja texta og senur. Uppsetningin kostaði um 130 milljónir.
Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira