Fyrri kynfæramyndatökunni lokið Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 18. júlí 2014 12:00 Þá er fyrri kynfæramyndatökunni lokið. Alls voru tuttugu einstaklingar myndaðir og kynjahlutfallið nokkuð jafnt. Ef þú ert ekki viss hvaða myndatöku um ræðir þá skal ég upplýsa þig. Ég og ljósmyndari tókum myndir af kynfærum frænku þinnar og frænda, afa og ömmu, bróður og systur. Myndirnar verða svo notaðar við kynfræðslu. Þátttaka var nafnlaus og mætti hver og einn á umsömdum tíma, renndi buxum niður að hælum og myndavélin smellti af. Þetta gekk frekar hratt og áreiðanlega fyrir sig og í raun bara furðu smurt. Ef til vill getur það verið auðveldara að bera kynfærin nafnlaust fyrir framan linsu myndavélarinnar heldur en að setja upp gervibros og „reyna að vera sæt“. Þátttakendur voru af öllum stærðum og gerðum. Sumir komu til að sigrast á líkamsskömm eða eigin fordómum. Öðrum þótti þetta spennandi en allir þátttakendur voru sammála um mikilvægi þess að sýna fólki hversu fjölbreytt kynfæri geta verið. Það er ekkert „normal“ mót til, við erum öll ólík. Myndatakan í dag endurspeglaði það svo sannarlega og var ég bæði þakklát og glöð í hjartanu fyrir þann stuðning og meðbyr sem ég skynja í þessu ferli. Einhverjir veltu því fyrir sér hverjir tækju þátt í svona verkefni, hvort það væru ekki bara einhverjir furðufuglar. Það var reyndar einmitt það sem ég hugsaði um sjálfa mig þegar maðurinn minn stakk upp á þessari myndatöku fyrir fjórum árum. Ég sá fyrir mér að ég yrði gerð útlægð úr samfélagi okkar og fólk teldi mig enn skrýtnari en það nú þegar gerir. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og eftir að hafa flutt kynfræðslu um land allt í fjögur ár og skrifað handbókina „Kjaftað um kynlíf“ þá er ekki lengur hægt að líta framhjá þörfinni fyrir slíkar myndir. Nú var kominn tími til að standa við stóru orðin og gera þetta almennilega. Með fínum græjum, stúdíói, ljósum, kertaljósi og veitingum. Við eigum öll rétt á því að okkur líði vel í eigin skinni og er það von mín að þessar ljósmyndir geti gert einmitt það. Hann er ekki of lítill, eða of krumpaður eða með of mikla eða of litla forhúð. Hún er ekki of barmasíð eða ljót eða skrýtin. Þetta eru bara kynfæri og þau eru alls konar. Myndirnar eru af alls konar Íslendingum, fyrir alls konar Íslendinga. Þær munu allar birtast á heimasíðu minni sem hverjum og einum er frjálst að rýna í að vild. Ég sagði í upphafi pistilsins að þetta hefði verið fyrri myndatakan. Aðsóknin var gífurleg og því er ég knúin til þess að hafa annan tökudag og er hann þegar orðinn uppbókaður með biðlista. Þetta er mikilvægt verkefni og fólk skynjar og skilur það og vill vera með í að breyta því sem hægt er að breyta. Nú er árið 2014 og við ætlum ekki að láta teiknimyndir eða klám stýra kynfræðslu, við ætlum að gera það almennilega, af heilindum og hreinskilni. Heilsa Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Þá er fyrri kynfæramyndatökunni lokið. Alls voru tuttugu einstaklingar myndaðir og kynjahlutfallið nokkuð jafnt. Ef þú ert ekki viss hvaða myndatöku um ræðir þá skal ég upplýsa þig. Ég og ljósmyndari tókum myndir af kynfærum frænku þinnar og frænda, afa og ömmu, bróður og systur. Myndirnar verða svo notaðar við kynfræðslu. Þátttaka var nafnlaus og mætti hver og einn á umsömdum tíma, renndi buxum niður að hælum og myndavélin smellti af. Þetta gekk frekar hratt og áreiðanlega fyrir sig og í raun bara furðu smurt. Ef til vill getur það verið auðveldara að bera kynfærin nafnlaust fyrir framan linsu myndavélarinnar heldur en að setja upp gervibros og „reyna að vera sæt“. Þátttakendur voru af öllum stærðum og gerðum. Sumir komu til að sigrast á líkamsskömm eða eigin fordómum. Öðrum þótti þetta spennandi en allir þátttakendur voru sammála um mikilvægi þess að sýna fólki hversu fjölbreytt kynfæri geta verið. Það er ekkert „normal“ mót til, við erum öll ólík. Myndatakan í dag endurspeglaði það svo sannarlega og var ég bæði þakklát og glöð í hjartanu fyrir þann stuðning og meðbyr sem ég skynja í þessu ferli. Einhverjir veltu því fyrir sér hverjir tækju þátt í svona verkefni, hvort það væru ekki bara einhverjir furðufuglar. Það var reyndar einmitt það sem ég hugsaði um sjálfa mig þegar maðurinn minn stakk upp á þessari myndatöku fyrir fjórum árum. Ég sá fyrir mér að ég yrði gerð útlægð úr samfélagi okkar og fólk teldi mig enn skrýtnari en það nú þegar gerir. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og eftir að hafa flutt kynfræðslu um land allt í fjögur ár og skrifað handbókina „Kjaftað um kynlíf“ þá er ekki lengur hægt að líta framhjá þörfinni fyrir slíkar myndir. Nú var kominn tími til að standa við stóru orðin og gera þetta almennilega. Með fínum græjum, stúdíói, ljósum, kertaljósi og veitingum. Við eigum öll rétt á því að okkur líði vel í eigin skinni og er það von mín að þessar ljósmyndir geti gert einmitt það. Hann er ekki of lítill, eða of krumpaður eða með of mikla eða of litla forhúð. Hún er ekki of barmasíð eða ljót eða skrýtin. Þetta eru bara kynfæri og þau eru alls konar. Myndirnar eru af alls konar Íslendingum, fyrir alls konar Íslendinga. Þær munu allar birtast á heimasíðu minni sem hverjum og einum er frjálst að rýna í að vild. Ég sagði í upphafi pistilsins að þetta hefði verið fyrri myndatakan. Aðsóknin var gífurleg og því er ég knúin til þess að hafa annan tökudag og er hann þegar orðinn uppbókaður með biðlista. Þetta er mikilvægt verkefni og fólk skynjar og skilur það og vill vera með í að breyta því sem hægt er að breyta. Nú er árið 2014 og við ætlum ekki að láta teiknimyndir eða klám stýra kynfræðslu, við ætlum að gera það almennilega, af heilindum og hreinskilni.
Heilsa Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira