Bjóst ekki við þvílíku tækifæri í þessu jarðlífi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2014 12:00 "Ég er búinn að fá mér þrjár tegundir af sjóveikipillum, gallinn er sá að maður má ekki vera of sljór við spilamennskuna,“ segir Einar grallaralegur. Fréttablaðið/Valli „Vegna listarinnar get ég ekki skorast undan. Ég á að vera að æfa mig en er bara í tölvunni,“ segir Einar Jóhannesson klarinettuleikari hlæjandi, beðinn um smá viðtal um ævintýrin sem hann á fyrir höndum. Fyrst tónleika í Norðurljósasal Hörpu á morgun, miðvikudag, klukkan 18.30, með miðaldasönghópnum Voces Thules sem hann er félagi í. „Við höfum sungið í Hörpu áður en ekki haldið okkar eigin tónleika þar fyrr. Kveikjan að þeim er sú að hópur áhugafólks um forna tónlist og nýja kemur til landsins á morgun með skemmtiferðaskipinu Black Watch og heldur svo för sinni áfram réttsælis kringum landið á fimmtudaginn. Ég var beðinn að spila á klarinett um borð með þekktum breskum tónlistarmönnum og skipuleggjendurnir spurðu hvort ég gæti sett upp einhverja tónleika fyrir klúbbinn í Hörpu. Voces Thules er með mjög þjóðlega tónlist og það verður skemmtilegt að kynna hana,“ segir Einar og tekur fram að tónleikarnir séu opnir öllum. En hefur hann siglt áður á skemmtiferðaskipi? „Nei, þetta er í fyrsta sinn og ég bjóst ekki við þvílíku tækifæri í þessu jarðlífi. Ég er pínulítið nervus út af sjóveikinni, það er ekki gott að spila á blásturshljóðfæri og vera bumbult en ég er búinn að fá mér þrjár tegundir af sjóveikipillum, gallinn er sá að maður má ekki vera of sljór við spilamennskuna! En þetta er nú risastórt skip og ég held að þau láti ekki illa.“ Fram undan er vikusigling sem endar í Newcastle, með viðkomu á Akureyri, Eskifirði og Runevik í Færeyjum og lónað verður utan við Hornbjarg. Einar kveðst hafa dregið Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópransöngkonu með í ferðalagið til að flytja Draumalandið og fleiri íslenskar söngperlur, meðan siglt er meðfram ströndum Íslands. „Við verðum með tónleika strax tveimur tímum eftir að við komum um borð. Einnig verða tónleikar í Hofi á Akureyri á laugardaginn klukkan 18 og þar er ókeypis aðgangur. Á Eskifirði fer Ingibjörg í land. „Ég vona að einhver komi að sækja hana svo hún þurfi ekki að fara á puttanum heim,“ segir Einar sem síðan heldur áfram siglingunni til Newcastle. „Það eru frábærir músíkantar um borð og verður gaman að fá að spila með þeim.“ Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Vegna listarinnar get ég ekki skorast undan. Ég á að vera að æfa mig en er bara í tölvunni,“ segir Einar Jóhannesson klarinettuleikari hlæjandi, beðinn um smá viðtal um ævintýrin sem hann á fyrir höndum. Fyrst tónleika í Norðurljósasal Hörpu á morgun, miðvikudag, klukkan 18.30, með miðaldasönghópnum Voces Thules sem hann er félagi í. „Við höfum sungið í Hörpu áður en ekki haldið okkar eigin tónleika þar fyrr. Kveikjan að þeim er sú að hópur áhugafólks um forna tónlist og nýja kemur til landsins á morgun með skemmtiferðaskipinu Black Watch og heldur svo för sinni áfram réttsælis kringum landið á fimmtudaginn. Ég var beðinn að spila á klarinett um borð með þekktum breskum tónlistarmönnum og skipuleggjendurnir spurðu hvort ég gæti sett upp einhverja tónleika fyrir klúbbinn í Hörpu. Voces Thules er með mjög þjóðlega tónlist og það verður skemmtilegt að kynna hana,“ segir Einar og tekur fram að tónleikarnir séu opnir öllum. En hefur hann siglt áður á skemmtiferðaskipi? „Nei, þetta er í fyrsta sinn og ég bjóst ekki við þvílíku tækifæri í þessu jarðlífi. Ég er pínulítið nervus út af sjóveikinni, það er ekki gott að spila á blásturshljóðfæri og vera bumbult en ég er búinn að fá mér þrjár tegundir af sjóveikipillum, gallinn er sá að maður má ekki vera of sljór við spilamennskuna! En þetta er nú risastórt skip og ég held að þau láti ekki illa.“ Fram undan er vikusigling sem endar í Newcastle, með viðkomu á Akureyri, Eskifirði og Runevik í Færeyjum og lónað verður utan við Hornbjarg. Einar kveðst hafa dregið Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópransöngkonu með í ferðalagið til að flytja Draumalandið og fleiri íslenskar söngperlur, meðan siglt er meðfram ströndum Íslands. „Við verðum með tónleika strax tveimur tímum eftir að við komum um borð. Einnig verða tónleikar í Hofi á Akureyri á laugardaginn klukkan 18 og þar er ókeypis aðgangur. Á Eskifirði fer Ingibjörg í land. „Ég vona að einhver komi að sækja hana svo hún þurfi ekki að fara á puttanum heim,“ segir Einar sem síðan heldur áfram siglingunni til Newcastle. „Það eru frábærir músíkantar um borð og verður gaman að fá að spila með þeim.“
Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira