Brjálæðisleg Bræðsla Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. júlí 2014 11:30 Magni Ásgeirsson, bræðslustjóri er miklu meira en spenntur fyrir hátíðinni. Vísir/Stefán „Þetta byrjaði á þriðjudagskvöldið og hefur verið geggjuð vika, svo hefur veðrið verið alveg frábært í allt sumar hér fyrir austan,“ segir Magni Ásgeirsson bræðslustjóri en tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram um helgina, þótt hátíðin hafi í raun hafist síðastliðinn þriðjudag. „Formlega Bræðslukvöldið er á laugardagskvöld en það hafa verið tónleikar hérna öll kvöld síðan á þriðjudag. Áhöfnin á Húna kemur fram í kvöld en við getum samt eiginlega ekki kallað hljómsveitina Áhöfnina á Húna í kvöld,“ segir Magni. Ástæðan fyrir því að Áhöfnin á Húna heitir Big band Fjarðarborgar er sú að Lára Rúnarsdóttir, söngkona og hljómborðsleikari sveitarinnar, þurfti að boða forföll vegna barnsburðar. „Hún er bara nýbúin að eiga lítinn strák en við höfum nú þegar bókað hana á Bræðsluna á næsta ári,“ segir Magni.Pollapönkararnir kunna svo sannarlega að ná upp stuðinu hvar sem þeir koma fram.Vísir/GettyEiginmaður Láru, Arnar Þór Gíslason trommuleikari, mætir þó á svæðið en hann spilar þó stórt hlutverk á Bræðslunni. „Addi er að spila með Áhöfninni, nei ég meina Big bandinu, og svo er hann líka að spila með Pollapönki.“ Pollapönk kemur einnig fram á tónleikum á fótboltavellinum á laugardeginum. „Pollarnir spila snemma á laugardag til að þreyta börnin, svo að foreldrarnir geti svæft þreytt ungviðið og mætt á Bræðsluna um kvöldið,“ segir Magni og hlær. Á laugardagskvöldið koma fram Drangar, Emilíana Torrini, Mammút og SúEllen. „Það verður mikil stemning hérna enda varð uppselt á fjörutíu mínútum, ég get ekki beðið ég er svo spenntur,“ segir Magni sem er miklu meira en spenntur yfir Bræðslunni í ár.Emilíana Torrini kemur fram á hátíðinni. Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta byrjaði á þriðjudagskvöldið og hefur verið geggjuð vika, svo hefur veðrið verið alveg frábært í allt sumar hér fyrir austan,“ segir Magni Ásgeirsson bræðslustjóri en tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram um helgina, þótt hátíðin hafi í raun hafist síðastliðinn þriðjudag. „Formlega Bræðslukvöldið er á laugardagskvöld en það hafa verið tónleikar hérna öll kvöld síðan á þriðjudag. Áhöfnin á Húna kemur fram í kvöld en við getum samt eiginlega ekki kallað hljómsveitina Áhöfnina á Húna í kvöld,“ segir Magni. Ástæðan fyrir því að Áhöfnin á Húna heitir Big band Fjarðarborgar er sú að Lára Rúnarsdóttir, söngkona og hljómborðsleikari sveitarinnar, þurfti að boða forföll vegna barnsburðar. „Hún er bara nýbúin að eiga lítinn strák en við höfum nú þegar bókað hana á Bræðsluna á næsta ári,“ segir Magni.Pollapönkararnir kunna svo sannarlega að ná upp stuðinu hvar sem þeir koma fram.Vísir/GettyEiginmaður Láru, Arnar Þór Gíslason trommuleikari, mætir þó á svæðið en hann spilar þó stórt hlutverk á Bræðslunni. „Addi er að spila með Áhöfninni, nei ég meina Big bandinu, og svo er hann líka að spila með Pollapönki.“ Pollapönk kemur einnig fram á tónleikum á fótboltavellinum á laugardeginum. „Pollarnir spila snemma á laugardag til að þreyta börnin, svo að foreldrarnir geti svæft þreytt ungviðið og mætt á Bræðsluna um kvöldið,“ segir Magni og hlær. Á laugardagskvöldið koma fram Drangar, Emilíana Torrini, Mammút og SúEllen. „Það verður mikil stemning hérna enda varð uppselt á fjörutíu mínútum, ég get ekki beðið ég er svo spenntur,“ segir Magni sem er miklu meira en spenntur yfir Bræðslunni í ár.Emilíana Torrini kemur fram á hátíðinni.
Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira