Gefa út plötu ókeypis á netinu Baldvin Þormóðsson skrifar 26. júlí 2014 13:30 Hugar „Við erum búnir að vera saman í alls konar hljómsveitum í mörg ár,“ segir tónlistarmaðurinn Bergur Þórisson en hann gaf nýverið út plötuna Hugar ásamt vini sínum Pétri Jónssyni. „Við komum úr mjög mismunandi áttum,“ segir hann. „Ég er mjög mikill djassari á meðan Pétur er meira í rokkinu þannig að þetta er smá „fusion“ tónlist.“ Þeir félagar eru ekki óvanir tónlistarstarfi en þeir hafa spilað saman með allt frá fönkhljómsveitum og upp í rokkaðar ballhljómsveitir auk þess sem Bergur hefur verið að vinna með Ólafi Arnalds undanfarin tvö ár. „Síðan langaði okkur að fara að taka eitthvað upp og gera eitthvað af viti,“ segir Bergur.Félagarnir voru smá tíma að finna sinn hljóm saman.„Við fórum eitthvað að fikta með það og vorum smá tíma að finna okkar leið í þessu,“ segir tónlistarmaðurinn en þegar allt fór að smella saman hjá þeim ákváðu þeir í byrjun árs að klára verkefnið og gefa út plötu. „Við erum mjög sáttir við lokaútkomuna,“ segir Bergur. „Það er alltaf flókið að vita hvenær eitthvað er tilbúið að gefa út, manni finnst það aldrei vera nógu fullkomið en ef maður gerir það endalaust þá gefur maður aldrei neitt út.“ Plötuna er hægt að nálgast á hugar.is en þar er hægt að hala hana niður ókeypis. Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Nórður-Kóreu?“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við erum búnir að vera saman í alls konar hljómsveitum í mörg ár,“ segir tónlistarmaðurinn Bergur Þórisson en hann gaf nýverið út plötuna Hugar ásamt vini sínum Pétri Jónssyni. „Við komum úr mjög mismunandi áttum,“ segir hann. „Ég er mjög mikill djassari á meðan Pétur er meira í rokkinu þannig að þetta er smá „fusion“ tónlist.“ Þeir félagar eru ekki óvanir tónlistarstarfi en þeir hafa spilað saman með allt frá fönkhljómsveitum og upp í rokkaðar ballhljómsveitir auk þess sem Bergur hefur verið að vinna með Ólafi Arnalds undanfarin tvö ár. „Síðan langaði okkur að fara að taka eitthvað upp og gera eitthvað af viti,“ segir Bergur.Félagarnir voru smá tíma að finna sinn hljóm saman.„Við fórum eitthvað að fikta með það og vorum smá tíma að finna okkar leið í þessu,“ segir tónlistarmaðurinn en þegar allt fór að smella saman hjá þeim ákváðu þeir í byrjun árs að klára verkefnið og gefa út plötu. „Við erum mjög sáttir við lokaútkomuna,“ segir Bergur. „Það er alltaf flókið að vita hvenær eitthvað er tilbúið að gefa út, manni finnst það aldrei vera nógu fullkomið en ef maður gerir það endalaust þá gefur maður aldrei neitt út.“ Plötuna er hægt að nálgast á hugar.is en þar er hægt að hala hana niður ókeypis.
Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Nórður-Kóreu?“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira