Afar sjaldgæfar upptökur á netið Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. ágúst 2014 12:00 Liðsmenn Quarashi eru ekkert pirraðir yfir því að upptökur af tónleikum þeirra með Sinfóníuhljómsveit Íslands hafi ratað á netið. vísir/daníel „Ég vissi að þessar upptökur væru til en hafði ekki heyrt þetta í þrettán ár,“ segir Sölvi Blöndal, forsprakki hljómsveitarinnar Quarashi, en upptökur frá tónleikum sveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands eru komnar á netið, án þess þó að liðsmenn Quarashi hafi haft hugmynd um það. Á aðdáendasíðu Quarashi verður sett inn eitt lag á dag í sjö daga en lögin á tónleikunum voru einmitt sjö. Þrjú lög eru þegar komin inn á síðuna. Tónleikarnir sem um ræðir fóru fram árið 2001 og vöktu mikla athygli á sínum tíma. „Þetta var mjög áhugavert því það hafði enginn gert þetta áður, rapphljómsveit og sinfóníuhljómsveit að spila saman er eitthvað sem hafði ekki verið gert áður,“ bætir Sölvi við léttur í lundu. Hann minnist þess þó að lítið hafi verið æft fyrir tónleikana. „Við spiluðum prógrammið í fyrsta sinn með Sinfó á tónleikunum og æfðum aldrei nema bara hver í sínu lagi. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson útsetti þetta frábærlega og þetta gekk ótrúlega vel, við vissum ekki hvernig þetta myndi takast,“ útskýrir Sölvi. Sölvi og Þorvaldur Bjarni unnu einnig saman að laginu Til hamingju Ísland sem fór í Eurovision á sínum tíma. Upptökurnar af tónleikunum fóru þó í útvarpsspilun á sínum tíma. „Það er líklegast að upptökurnar hafi lekið á netið í gegnum útvarpsspilunina en mér finnst samt bara fínt að þetta komi á netið. Ég held samt að þessar upptökur komi ekki til með vera gefnar út nema bara svona á netinu,“ segir Sölvi. Liðsmenn Quarashi eru þessa dagana að jafna sig eftir vel heppnaða tónleika á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Núna erum við bara að slaka á, við vorum mjög ánægðir með þessa tónleika. Ég veit ekki alveg hvað gerist næst hjá Quarashi.“ Eurovision Mest lesið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira
„Ég vissi að þessar upptökur væru til en hafði ekki heyrt þetta í þrettán ár,“ segir Sölvi Blöndal, forsprakki hljómsveitarinnar Quarashi, en upptökur frá tónleikum sveitarinnar ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands eru komnar á netið, án þess þó að liðsmenn Quarashi hafi haft hugmynd um það. Á aðdáendasíðu Quarashi verður sett inn eitt lag á dag í sjö daga en lögin á tónleikunum voru einmitt sjö. Þrjú lög eru þegar komin inn á síðuna. Tónleikarnir sem um ræðir fóru fram árið 2001 og vöktu mikla athygli á sínum tíma. „Þetta var mjög áhugavert því það hafði enginn gert þetta áður, rapphljómsveit og sinfóníuhljómsveit að spila saman er eitthvað sem hafði ekki verið gert áður,“ bætir Sölvi við léttur í lundu. Hann minnist þess þó að lítið hafi verið æft fyrir tónleikana. „Við spiluðum prógrammið í fyrsta sinn með Sinfó á tónleikunum og æfðum aldrei nema bara hver í sínu lagi. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson útsetti þetta frábærlega og þetta gekk ótrúlega vel, við vissum ekki hvernig þetta myndi takast,“ útskýrir Sölvi. Sölvi og Þorvaldur Bjarni unnu einnig saman að laginu Til hamingju Ísland sem fór í Eurovision á sínum tíma. Upptökurnar af tónleikunum fóru þó í útvarpsspilun á sínum tíma. „Það er líklegast að upptökurnar hafi lekið á netið í gegnum útvarpsspilunina en mér finnst samt bara fínt að þetta komi á netið. Ég held samt að þessar upptökur komi ekki til með vera gefnar út nema bara svona á netinu,“ segir Sölvi. Liðsmenn Quarashi eru þessa dagana að jafna sig eftir vel heppnaða tónleika á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Núna erum við bara að slaka á, við vorum mjög ánægðir með þessa tónleika. Ég veit ekki alveg hvað gerist næst hjá Quarashi.“
Eurovision Mest lesið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira