Sama dagskrá á sama stað 40 árum síðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2014 14:00 Kammersveit Reykjavíkur og Herdís Anna Jónsdóttir söngkona kát á æfingu fyrir afmælistónleikana. Fréttablaðið/GVA „Fyrstu tónleikarnir voru haldnir á Kjarvalstöðum fyrir fullu húsi á Þjóðhátíð í Reykjavík 1974. Nú endurtökum við þessa tónleika fjörutíu árum síðar á sama stað,“ segir Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari um hátíðartónleika Kammersveitar Reykjavíkur á morgun, 17. ágúst, sem hefjast klukkan 17.15. Þeir nefnast Endurskin frá 1974. Þar syngur Herdís Anna Jónsdóttir sópransöngkona einsöng í stað Elísabetar Erlingsdóttur sem var með á upphafstónleikunum. Rut Ingólfsdóttir var formaður Kammersveitarinnar í 36 ár og er sú eina af upprunalega hópnum sem spilar á morgun. „Ég tók fjögurra ára hlé frá sveitinni frá 2010 og þar til í vor. Var beðin að koma aftur að hjálpa til og gerði það mjög glöð,“ segir hún og tekur vel í að lýsa tilurð sveitarinnar. „Við vorum fimm sem höfðum spilað saman í Barrokkkvintett Helgu Ingólfsdóttir og tveir úr þeim hópi voru líka í Blásarakvintett Tónlistarskólans í Reykjavík. Við ákváðum að sameina þessa hópa til að breikka efnisvalið og bættum við kontrabassa, víólu og trompet. Stofnfélagarnir voru tólf en fólk var misjafnlega lengi í hópnum. Það unnu allir endurgjaldslaust, okkar hugsjón var að kynna alls kyns tónlist og líka að gefa okkur sjálfum tækifæri til að spila það sem okkur langaði. Engir styrkir voru fáanlegir framan af nema smávegis frá Reykjavíkurborg, þeir dugðu fyrir prentun efnisskráa og fleiru sem þurfti að kaupa að.“ Rut segir Kjarvalsstaði, Bústaðakirkju og Menntaskólann við Hamrahlíð hafa verið helstu tónleikastaðina framan af. „Þetta voru nýjar byggingar hér í Reykjavík og allir voru svo velviljaðir að við fengum að spila án endurgjalds.“ En voru tónleikar Kammersveitarinnar vel sóttir strax í upphafi? „Já, fólki fannst svo gaman og framlag okkar svo góð viðbót við tónlistarlíf sem var ekki mjög fjölskrúðugt. Þótt við værum bara með ferna tónleika á vetri gáfum við út efnisskrár fyrir fram og vorum með áskriftarmiða fyrstu tíu árin eða svo. Það mæltist vel fyrir á þeim tíma.“ Í tilefni afmælisins kemur út afmælisrit, tekið saman af Reyni Axelssyni stærðfræðingi og nefnist Blaðað í gömlum efnisskrám. „Það er fróðleg og skemmtileg lesning með myndum,“ segir Rut og getur líka nýs geisladisks sem kemur út af sama tilefni með uppáhaldsverkum sveitarinnar eftir Jóhannes Brahms. Tónleikar Kammersveitarinnar skipta hundruðum á síðustu 40 árum, að sögn Rutar sem segir starfið hafa byggst mest á sjálfboðavinnu. Efnisskráin þá og nú Arcangelo Corelli Concerto grosso op. 6 nr. 1 í D-dúr Johann Sebastian Bach „Weichet nur, betrübte Schatten“, Brúðkaupskantata BWV 202 Páll Pampichler Pálsson Kristallar (1970) Bohuslav Martinu Nonetto (1959) Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Fyrstu tónleikarnir voru haldnir á Kjarvalstöðum fyrir fullu húsi á Þjóðhátíð í Reykjavík 1974. Nú endurtökum við þessa tónleika fjörutíu árum síðar á sama stað,“ segir Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari um hátíðartónleika Kammersveitar Reykjavíkur á morgun, 17. ágúst, sem hefjast klukkan 17.15. Þeir nefnast Endurskin frá 1974. Þar syngur Herdís Anna Jónsdóttir sópransöngkona einsöng í stað Elísabetar Erlingsdóttur sem var með á upphafstónleikunum. Rut Ingólfsdóttir var formaður Kammersveitarinnar í 36 ár og er sú eina af upprunalega hópnum sem spilar á morgun. „Ég tók fjögurra ára hlé frá sveitinni frá 2010 og þar til í vor. Var beðin að koma aftur að hjálpa til og gerði það mjög glöð,“ segir hún og tekur vel í að lýsa tilurð sveitarinnar. „Við vorum fimm sem höfðum spilað saman í Barrokkkvintett Helgu Ingólfsdóttir og tveir úr þeim hópi voru líka í Blásarakvintett Tónlistarskólans í Reykjavík. Við ákváðum að sameina þessa hópa til að breikka efnisvalið og bættum við kontrabassa, víólu og trompet. Stofnfélagarnir voru tólf en fólk var misjafnlega lengi í hópnum. Það unnu allir endurgjaldslaust, okkar hugsjón var að kynna alls kyns tónlist og líka að gefa okkur sjálfum tækifæri til að spila það sem okkur langaði. Engir styrkir voru fáanlegir framan af nema smávegis frá Reykjavíkurborg, þeir dugðu fyrir prentun efnisskráa og fleiru sem þurfti að kaupa að.“ Rut segir Kjarvalsstaði, Bústaðakirkju og Menntaskólann við Hamrahlíð hafa verið helstu tónleikastaðina framan af. „Þetta voru nýjar byggingar hér í Reykjavík og allir voru svo velviljaðir að við fengum að spila án endurgjalds.“ En voru tónleikar Kammersveitarinnar vel sóttir strax í upphafi? „Já, fólki fannst svo gaman og framlag okkar svo góð viðbót við tónlistarlíf sem var ekki mjög fjölskrúðugt. Þótt við værum bara með ferna tónleika á vetri gáfum við út efnisskrár fyrir fram og vorum með áskriftarmiða fyrstu tíu árin eða svo. Það mæltist vel fyrir á þeim tíma.“ Í tilefni afmælisins kemur út afmælisrit, tekið saman af Reyni Axelssyni stærðfræðingi og nefnist Blaðað í gömlum efnisskrám. „Það er fróðleg og skemmtileg lesning með myndum,“ segir Rut og getur líka nýs geisladisks sem kemur út af sama tilefni með uppáhaldsverkum sveitarinnar eftir Jóhannes Brahms. Tónleikar Kammersveitarinnar skipta hundruðum á síðustu 40 árum, að sögn Rutar sem segir starfið hafa byggst mest á sjálfboðavinnu. Efnisskráin þá og nú Arcangelo Corelli Concerto grosso op. 6 nr. 1 í D-dúr Johann Sebastian Bach „Weichet nur, betrübte Schatten“, Brúðkaupskantata BWV 202 Páll Pampichler Pálsson Kristallar (1970) Bohuslav Martinu Nonetto (1959)
Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira