Þegar allt var svo vont… Jónas Sen skrifar 21. ágúst 2014 12:00 "Magnaður tónlistarhópur,“ segir í dómnum. MYND/GVA Kammersveit Reykjavíkur á 40 ára afmælistónleikum á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 17. ágúst. Ég ætlaði að byrja þessa grein á því að segja hversu skemmtilegt það hefði verið að fara á tónleika annars staðar en í Hörpu. Eftir að Harpan var opnuð hefði tónleikalífið misst fjölbreytnina sem áður ríkti. Fyrr á dögum hefðu tónleikar verið haldnir víðsvegar um borgina, í listasöfnum og kirkjum og það hefði verið svo gaman. En ég er hættur við að segja þetta. Það var nefnilega ekkert sérstaklega ánægjulegt að fara á fjörutíu ára afmælistónleika Kammersveitar Reykjavíkur. Sveitin leit fyrst dagsins ljós í ágúst 1974 á Kjarvalsstöðum og nú blés hún til tónleika með sömu efnisskrá og þá, á sama stað. Það var troðfullt og ég sat fremur aftarlega. Strax var morgunljóst hversu góðu maður er orðinn vanur eftir að Harpa var tekin í notkun. Hljómburðurinn á Kjarvalsstöðum var langtum síðri en fólk á að venjast í dag. Í Hörpu skiptir ekki svo miklu máli hvar áheyrandinn situr. Hér kom leikur Kammersveitarinnar hins vegar ekki nægilega vel út þar sem ég sat. Hljómurinn var bæði þurr og grunnur. Endurómunin var ekki eins og hún átti að vera og styrkleikabrigði voru afar takmörkuð. Vissulega heyrðist hver nóta, en það var ekki nóg. Sem betur fer var sjálfur leikur Kammersveitarinnar prýðilegur. Fyrsta verkið á dagskránni, Concerto grosso nr. 1 í D-dúr eftir Corelli, var líflegt og stórbrotið. Sömu sögu er að segja um Brúðkaupskantötu Bachs BWV 202 en þar söng Herdís Jónasdóttir einsöng. Herdís er glæsileg söngkona. Hún virtist þó örlítið óörugg í byrjun en sótti sífellt í sig veðrið. Í það heila var söngurinn fallegur og fyllilega í anda verksins. Hann var í senn formfastur og agaður, en líka safaríkur og tilfinningaþrunginn. Tónlistarflutningurinn var enn betri eftir hlé. Þá voru á dagskránni Kristallar eftir Pál P. Pálsson og Nonetto eftir Bohuslav Martinu. Verk Páls var samið árið 1970, það er stílhreint og hnitmiðað, andinn er ferskur. Kammersveitin flutti það af einbeitni og festu, en hljómburðurinn flatti tónlistina út og andstæður í tónmálinu voru því ekki nógu afgerandi. Tónsmíð Martinus var líka afburða vel spiluð, en virkaði samt ekki sérlega spennandi í þeirri umgjörð sem hér var boðið upp á. Salurinn á Kjarvalsstöðum gerði tónlistina einsleita. Þrátt fyrir þessa annmarka voru tónleikarnir athyglisverðir. Það er sniðugt að endurskapa stórviðburði á borð við þennan. Þær framfarir sem hafa átt sér stað síðan þá verða enn ljósari fyrir vikið. Maður hefur enn minni áhuga á að hverfa aftur til þess tíma þegar tónlistin á Íslandi var á vergangi. Það er líka alltof stutt síðan það var. Kammersveit Reykjavíkur á betra skilið. Hún er magnaður tónlistarhópur sem oftast hefur haldið frábæra tónleika. Sveitin hefur auðgað tónlistarlífið svo um munar og hún hefur verið mikilvægur vettvangur nýrrar tónlistar á Íslandi. Ég óska henni til hamingju með afmælið.Niðurstaða: Tónlistarflutningurinn var flottur, en hljómburðurinn flatti tónlistina út. Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kammersveit Reykjavíkur á 40 ára afmælistónleikum á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 17. ágúst. Ég ætlaði að byrja þessa grein á því að segja hversu skemmtilegt það hefði verið að fara á tónleika annars staðar en í Hörpu. Eftir að Harpan var opnuð hefði tónleikalífið misst fjölbreytnina sem áður ríkti. Fyrr á dögum hefðu tónleikar verið haldnir víðsvegar um borgina, í listasöfnum og kirkjum og það hefði verið svo gaman. En ég er hættur við að segja þetta. Það var nefnilega ekkert sérstaklega ánægjulegt að fara á fjörutíu ára afmælistónleika Kammersveitar Reykjavíkur. Sveitin leit fyrst dagsins ljós í ágúst 1974 á Kjarvalsstöðum og nú blés hún til tónleika með sömu efnisskrá og þá, á sama stað. Það var troðfullt og ég sat fremur aftarlega. Strax var morgunljóst hversu góðu maður er orðinn vanur eftir að Harpa var tekin í notkun. Hljómburðurinn á Kjarvalsstöðum var langtum síðri en fólk á að venjast í dag. Í Hörpu skiptir ekki svo miklu máli hvar áheyrandinn situr. Hér kom leikur Kammersveitarinnar hins vegar ekki nægilega vel út þar sem ég sat. Hljómurinn var bæði þurr og grunnur. Endurómunin var ekki eins og hún átti að vera og styrkleikabrigði voru afar takmörkuð. Vissulega heyrðist hver nóta, en það var ekki nóg. Sem betur fer var sjálfur leikur Kammersveitarinnar prýðilegur. Fyrsta verkið á dagskránni, Concerto grosso nr. 1 í D-dúr eftir Corelli, var líflegt og stórbrotið. Sömu sögu er að segja um Brúðkaupskantötu Bachs BWV 202 en þar söng Herdís Jónasdóttir einsöng. Herdís er glæsileg söngkona. Hún virtist þó örlítið óörugg í byrjun en sótti sífellt í sig veðrið. Í það heila var söngurinn fallegur og fyllilega í anda verksins. Hann var í senn formfastur og agaður, en líka safaríkur og tilfinningaþrunginn. Tónlistarflutningurinn var enn betri eftir hlé. Þá voru á dagskránni Kristallar eftir Pál P. Pálsson og Nonetto eftir Bohuslav Martinu. Verk Páls var samið árið 1970, það er stílhreint og hnitmiðað, andinn er ferskur. Kammersveitin flutti það af einbeitni og festu, en hljómburðurinn flatti tónlistina út og andstæður í tónmálinu voru því ekki nógu afgerandi. Tónsmíð Martinus var líka afburða vel spiluð, en virkaði samt ekki sérlega spennandi í þeirri umgjörð sem hér var boðið upp á. Salurinn á Kjarvalsstöðum gerði tónlistina einsleita. Þrátt fyrir þessa annmarka voru tónleikarnir athyglisverðir. Það er sniðugt að endurskapa stórviðburði á borð við þennan. Þær framfarir sem hafa átt sér stað síðan þá verða enn ljósari fyrir vikið. Maður hefur enn minni áhuga á að hverfa aftur til þess tíma þegar tónlistin á Íslandi var á vergangi. Það er líka alltof stutt síðan það var. Kammersveit Reykjavíkur á betra skilið. Hún er magnaður tónlistarhópur sem oftast hefur haldið frábæra tónleika. Sveitin hefur auðgað tónlistarlífið svo um munar og hún hefur verið mikilvægur vettvangur nýrrar tónlistar á Íslandi. Ég óska henni til hamingju með afmælið.Niðurstaða: Tónlistarflutningurinn var flottur, en hljómburðurinn flatti tónlistina út.
Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira