Eyða saman nótt með páfagauki Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. ágúst 2014 10:30 Huldar Breiðfjörð Vísir/GVA „Gaukar fjallar um tvo menn sem hafa mælt sér mót á hótelherbergi. Annar þeirra er að koma utan af landi og hinn úr höfuðborginni og þeir hafa mælt sér mót á miðri leið til að klára páfagaukaviðskipti,“ segir Huldar Breiðfjörð rithöfundur um nýjasta verk sitt, Gaukar, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í haust. „Annar þeirra hefur auglýst gefins fugl. Sá er eldri maður utan að landi og er leikinn af Jóhanni Sigurðssyni. Sá sem hefur áhuga á að taka að sér fuglinn er talsvert yngri og úr bænum, sá er leikinn af Hilmari Guðjónssyni. Þeir hittast þarna á hótelherberginu með fuglinn til að ganga frá viðskiptunum. Þá fer eldri maðurinn að heyra ofan í þeim yngri, hvernig hann er og hvaðan hann kemur og þá fara að renna á hann tvær grímur,“ útskýrir hann. Að sögn Huldars er páfagaukurinn sem um ræðir af tegundinni African Grey. „Þetta er stór páfagaukur sem verður mjög gamall og er eitt greindasta dýr jarðar og því er þeim eldri ekki sama hver fær fuglinn. Þessi fyrirhugaði stutti fundur á herberginu verður að heilli nótt,“ bætir hann við. „Þetta verk hefur verið hjá mér í smá tíma. Ég skrifaði verkið fyrir einhverju síðan, lagði það svo frá mér í um það bil ár og tók það svo upp að nýju þegar Borgarleikhúsið lýsti yfir áhuga á verki eftir mig.“ Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Gaukar fjallar um tvo menn sem hafa mælt sér mót á hótelherbergi. Annar þeirra er að koma utan af landi og hinn úr höfuðborginni og þeir hafa mælt sér mót á miðri leið til að klára páfagaukaviðskipti,“ segir Huldar Breiðfjörð rithöfundur um nýjasta verk sitt, Gaukar, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í haust. „Annar þeirra hefur auglýst gefins fugl. Sá er eldri maður utan að landi og er leikinn af Jóhanni Sigurðssyni. Sá sem hefur áhuga á að taka að sér fuglinn er talsvert yngri og úr bænum, sá er leikinn af Hilmari Guðjónssyni. Þeir hittast þarna á hótelherberginu með fuglinn til að ganga frá viðskiptunum. Þá fer eldri maðurinn að heyra ofan í þeim yngri, hvernig hann er og hvaðan hann kemur og þá fara að renna á hann tvær grímur,“ útskýrir hann. Að sögn Huldars er páfagaukurinn sem um ræðir af tegundinni African Grey. „Þetta er stór páfagaukur sem verður mjög gamall og er eitt greindasta dýr jarðar og því er þeim eldri ekki sama hver fær fuglinn. Þessi fyrirhugaði stutti fundur á herberginu verður að heilli nótt,“ bætir hann við. „Þetta verk hefur verið hjá mér í smá tíma. Ég skrifaði verkið fyrir einhverju síðan, lagði það svo frá mér í um það bil ár og tók það svo upp að nýju þegar Borgarleikhúsið lýsti yfir áhuga á verki eftir mig.“
Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira