Sjálfstætt fólk er algjörlega hræðileg saga Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. ágúst 2014 16:48 Þorleifur Örn Arnarsson líkir Sjálfstæðu fólki við gríska tragedíu. fréttablaðið/arnþór „Ég ætla að segja söguna eins og ég held að hún eigi að vera sögð,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri sem setur upp jólasýningu Þjóðleikhússins í ár, Sjálfstætt fólk. Þorleifur, sem hefur átt gríðarlegri velgengni að fagna á leikstjóraferlinum, er þekktur fyrir að taka þekkt verk og gera þau að sínum eigin. „Ég held að það sem blekkir oft með Laxness er það, að tungumálið er svo fallegt í sjálfu sér. Þessum hluta verksins, þessari fegurð í textanum, er oft ruglað saman við það að sagan í Sjálfstæðu fólki er í rauninni algjörlega hræðileg saga, í ætt við grísku tragedíuna. Það að segja hræðilega sögu í fallegu máli ætti í rauninni að ýta undir hryllinginn og ég held að það sé engin bók Íslandssögunnar sem fólk er tilbúnara til að mistúlka en þetta verk Nóbelsskáldsins,“ segir Þorleifur, kíminn. „Okkur langar að finnast Bjartur vera hetja og við skiljum svo vel þessi hræðilegu örlög – það að hann sé alltaf neðstur í fæðukeðjunni. En heila málið er það að Bjartur er með aðra fæðukeðju undir sér, fjölskylduna, og framferði hans innan þess ramma er algjörlega hræðilegt.“ Þorleifur segist þó engan áhuga hafa á að rústa einu dáðasta verki íslenskrar bókmenntasögu. „Ég er afar hrifinn af verkinu, en mig langar til þess að nálgast það án þess að falla í pytt fegurðarinnar.“ Þorleifur heldur áfram og segir að listinni beri skylda til að setja spurningarmerki við fyrirframgefnar hugmyndir. „Það eru svo sannarlega margar svoleiðis gagnvart Sjálfstæðu fólki.“ Þorleifur leikstýrir sýningunni en Símon Birgisson, Atli Rafn Sigurðarson og Ólafur Egill Egilsson sjá um leikgerðina. Auk þess fer Atli Rafn með hlutverk Bjarts í Sumarhúsum. Filippía Elísdóttir sér um búninga og Vytautas Narbutas um leikmynd. Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég ætla að segja söguna eins og ég held að hún eigi að vera sögð,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri sem setur upp jólasýningu Þjóðleikhússins í ár, Sjálfstætt fólk. Þorleifur, sem hefur átt gríðarlegri velgengni að fagna á leikstjóraferlinum, er þekktur fyrir að taka þekkt verk og gera þau að sínum eigin. „Ég held að það sem blekkir oft með Laxness er það, að tungumálið er svo fallegt í sjálfu sér. Þessum hluta verksins, þessari fegurð í textanum, er oft ruglað saman við það að sagan í Sjálfstæðu fólki er í rauninni algjörlega hræðileg saga, í ætt við grísku tragedíuna. Það að segja hræðilega sögu í fallegu máli ætti í rauninni að ýta undir hryllinginn og ég held að það sé engin bók Íslandssögunnar sem fólk er tilbúnara til að mistúlka en þetta verk Nóbelsskáldsins,“ segir Þorleifur, kíminn. „Okkur langar að finnast Bjartur vera hetja og við skiljum svo vel þessi hræðilegu örlög – það að hann sé alltaf neðstur í fæðukeðjunni. En heila málið er það að Bjartur er með aðra fæðukeðju undir sér, fjölskylduna, og framferði hans innan þess ramma er algjörlega hræðilegt.“ Þorleifur segist þó engan áhuga hafa á að rústa einu dáðasta verki íslenskrar bókmenntasögu. „Ég er afar hrifinn af verkinu, en mig langar til þess að nálgast það án þess að falla í pytt fegurðarinnar.“ Þorleifur heldur áfram og segir að listinni beri skylda til að setja spurningarmerki við fyrirframgefnar hugmyndir. „Það eru svo sannarlega margar svoleiðis gagnvart Sjálfstæðu fólki.“ Þorleifur leikstýrir sýningunni en Símon Birgisson, Atli Rafn Sigurðarson og Ólafur Egill Egilsson sjá um leikgerðina. Auk þess fer Atli Rafn með hlutverk Bjarts í Sumarhúsum. Filippía Elísdóttir sér um búninga og Vytautas Narbutas um leikmynd.
Menning Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“