Börn kunna að búa til ævintýri kringum sig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 09:00 Krakkarnir fá að velta fyrir sér skipulagsspurningum eins og "hvers konar hús gera fólk hamingjusamt“, segir Aude Busson. Fréttablaðið/VAlli „Sýningin Ég elska Reykjavík fjallar um hvernig börn upplifa borgina. Það er oft fjallað um tengsl barna við náttúruna og lögð áhersla á þau en sjaldnar minnst á tengsl þeirra við borgina og hvernig þau haga sér þar. Þó búa flest börn í borg,“ segir Aude Busson leikkona. Listakonan segir könnun sem hún gerði í Vesturbæjarskóla og leiklistardeild Leikfélags Akureyrar hafa orðið kveikjuna að verkinu. „Ég rannsakaði hvernig börn búa til sögur. Svo spái ég í hvernig þau haga sér. Þau eru ekki eins og fullorðna fólkið sem gefur sér ekki tíma til að fara út fyrir markaða leið þegar það fer á milli staða. Börnin búa til ævintýri kringum sig, leika sér að því að labba ekki á línum, príla upp á litla veggi og hvað sem er og fara leynileiðir, til að uppgötva eitthvað nýtt. Jafnvel þó þau séu bara að fara í skólann.“ Aude viðurkennir að sýningin byggist líka á hennar eigin reynslu. Hún flutti hingað fyrir tíu árum frá Frakklandi og man vel fyrstu kynni sín af Reykjavík. Reyndar kveðst hún alltaf vera að upplifa eitthvað nýtt í borginni. „Það er dæmigert fyrir útlending í borg að taka eftir nýjum hlutum. Ég reyni líka að uppgötva stöðugt eitthvað nýtt svo ég þurfi ekki alltaf að flytja þegar ég er orðin leið á einhverju!“ segir hún hlæjandi. Ég elska Reykjavík er liður í leiklistarhátíðinni Lókal. Frumsýning er í dag klukkan 16.30 og mæting er við Hörpu. „Við förum með börnin út og þá sem eru í fylgd með þeim. Þess vegna verður fólk að vera klætt eftir veðri en ekki í leikhúsfötum,“ segir Aude og tekur fram að Ég elska Reykjavík sé einungis sýnt í dag og á morgun klukkan 16.30 og á laugardag og sunnudag klukkan 14. Miða þarf að panta fyrirfram á www.lokal.is því takmarkaður fjöldi kemst að hverju sinni. Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Sýningin Ég elska Reykjavík fjallar um hvernig börn upplifa borgina. Það er oft fjallað um tengsl barna við náttúruna og lögð áhersla á þau en sjaldnar minnst á tengsl þeirra við borgina og hvernig þau haga sér þar. Þó búa flest börn í borg,“ segir Aude Busson leikkona. Listakonan segir könnun sem hún gerði í Vesturbæjarskóla og leiklistardeild Leikfélags Akureyrar hafa orðið kveikjuna að verkinu. „Ég rannsakaði hvernig börn búa til sögur. Svo spái ég í hvernig þau haga sér. Þau eru ekki eins og fullorðna fólkið sem gefur sér ekki tíma til að fara út fyrir markaða leið þegar það fer á milli staða. Börnin búa til ævintýri kringum sig, leika sér að því að labba ekki á línum, príla upp á litla veggi og hvað sem er og fara leynileiðir, til að uppgötva eitthvað nýtt. Jafnvel þó þau séu bara að fara í skólann.“ Aude viðurkennir að sýningin byggist líka á hennar eigin reynslu. Hún flutti hingað fyrir tíu árum frá Frakklandi og man vel fyrstu kynni sín af Reykjavík. Reyndar kveðst hún alltaf vera að upplifa eitthvað nýtt í borginni. „Það er dæmigert fyrir útlending í borg að taka eftir nýjum hlutum. Ég reyni líka að uppgötva stöðugt eitthvað nýtt svo ég þurfi ekki alltaf að flytja þegar ég er orðin leið á einhverju!“ segir hún hlæjandi. Ég elska Reykjavík er liður í leiklistarhátíðinni Lókal. Frumsýning er í dag klukkan 16.30 og mæting er við Hörpu. „Við förum með börnin út og þá sem eru í fylgd með þeim. Þess vegna verður fólk að vera klætt eftir veðri en ekki í leikhúsfötum,“ segir Aude og tekur fram að Ég elska Reykjavík sé einungis sýnt í dag og á morgun klukkan 16.30 og á laugardag og sunnudag klukkan 14. Miða þarf að panta fyrirfram á www.lokal.is því takmarkaður fjöldi kemst að hverju sinni.
Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira