Keppir um verðlaun fyrir Prisoners Álfrún Pálsdóttir skrifar 2. september 2014 10:30 á fullu í Hollywood Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir myndina Theory Is Evereything sem fjallar um Stephen Hawking og verður frumsýnd síðar í mánuðinum. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Public Choice Awards á The World Soundtrack Awards fyrir tónlistina í myndinni the Prisoners sem var frumsýnd við góðar orðstír í fyrra. Um netkosningu er að ræða þar sem tónlist Jóhanns etur kappi við tónlist úr myndum á borð við Noah, Gravity, American Hustle og Frozen. Það er því í höndum almennings hver hreppir hnossið en hægt er að kjósa hér til 15. september. Í samtali við Fréttablaðið þegar Prisoners var frumsýnd fyrir einu ári lýsir Jóhann þessu sem draumaverkefni og segir samstarfið við leikstjóra myndarinnar, Denis Villeneuve, hafa verið sérlega gott. „Ég bjóst eiginlega ekki við að þetta yrði svona áreynslulaust enda hefur maður heyrt alls konar hryllingssögur frá fólki sem vinnur í Hollywood-maskínunni.“ Jóhann er kominn á fullt í Hollywood og með mörg járn í eldinum. Hann var að ljúka við að semja tónlistina við myndina Theory Is Everything í leikstjórn James Marsh, sem er þekktur fyrir heimildarmyndir á borð við Óskarsverðlaunamyndina Man on Wire. Myndin fjallar um Stephen Hawking og er með þeim Eddie Redmayne og Felicity Jones í aðalhlutverkum. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto síðar í mánuðinum. Einnig semur Jóhann tónlistina fyrir myndina Sicario með þeim Emily Blunt, Josh Brolin og Benicio Del Toro í aðalhlutverkum og verður hún frumsýnd á næsta ári. Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónskáldið Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Public Choice Awards á The World Soundtrack Awards fyrir tónlistina í myndinni the Prisoners sem var frumsýnd við góðar orðstír í fyrra. Um netkosningu er að ræða þar sem tónlist Jóhanns etur kappi við tónlist úr myndum á borð við Noah, Gravity, American Hustle og Frozen. Það er því í höndum almennings hver hreppir hnossið en hægt er að kjósa hér til 15. september. Í samtali við Fréttablaðið þegar Prisoners var frumsýnd fyrir einu ári lýsir Jóhann þessu sem draumaverkefni og segir samstarfið við leikstjóra myndarinnar, Denis Villeneuve, hafa verið sérlega gott. „Ég bjóst eiginlega ekki við að þetta yrði svona áreynslulaust enda hefur maður heyrt alls konar hryllingssögur frá fólki sem vinnur í Hollywood-maskínunni.“ Jóhann er kominn á fullt í Hollywood og með mörg járn í eldinum. Hann var að ljúka við að semja tónlistina við myndina Theory Is Everything í leikstjórn James Marsh, sem er þekktur fyrir heimildarmyndir á borð við Óskarsverðlaunamyndina Man on Wire. Myndin fjallar um Stephen Hawking og er með þeim Eddie Redmayne og Felicity Jones í aðalhlutverkum. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto síðar í mánuðinum. Einnig semur Jóhann tónlistina fyrir myndina Sicario með þeim Emily Blunt, Josh Brolin og Benicio Del Toro í aðalhlutverkum og verður hún frumsýnd á næsta ári.
Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira