Íslenski boltinn

Útsendarar fylgjast með Aroni Elís í vikunni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eftirsóttur Nokkur lið eru á eftir Aroni Elís.réttablaðið/Andri Marinó
Eftirsóttur Nokkur lið eru á eftir Aroni Elís.réttablaðið/Andri Marinó
Pepsi-deildarliði Víkings barst kauptilboð í miðjumanninn öfluga, Aron Elís Þrándarson, frá norska úrvalsdeildarliðinu Aalesund í gærmorgun og eru félögin nú í samningaviðræðum um kaupverð á leikmanninum.

Aalesund er sem stendur í tólfta sæti norsku úrvalsdeildarinnar, en það hefur spilað á meðal þeirra bestu undanfarin átta ár. Það fagnar 100 ára afmæli sínu í ár.

Víkingar ætla að fara sér rólega í samningaviðræðurnar við Aalesund því þeir vita af fjölda útsendara sem fylgjast með leikjum U21 árs liðs Íslands í undankeppni EM 2015 í vikunni, en Aron Elís er í leikmannahópi íslenska liðsins.

Þeir voru mættir – m.a. til að skoða Aron Elís – á leikinn gegn Armeníu í Árbænum í gær og verða einnig á leik strákanna gegn Frakklandi ytra, segir Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, við Fréttablaðið í dag.

Víkingurinn byrjaði á varamannabekknum í gær, en kom inn á sem varamaður á 87. mínútu og lagði upp fjórða mark leiksins fyrir Ólaf Karl Finsen þremur mínútum síðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×