Villtar í báðum merkingum orðsins Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. september 2014 09:30 „Ljóðin mín geta verið dálítið hörð og ádeilukennd þótt ég myndi ekki kalla mig ádeiluskáld. Ég yrki voða lítið um tilfinningaleg málefni,“ segir Emil. Vísir/GVA „Það eru sex ár síðan ég gaf síðast út ljóðabók en síðan hef ég verið önnum kafinn við að skrifa skáldsagnaþríleikinn Sögu eftirlifenda,“ segir Emil Hjörvar Petersen sem í dag sendir frá sér ljóðabókina Ætar kökuskreytingar hjá Meðgönguljóðum. „Ég sendi Meðgönguljóðum handrit á síðasta ári og þau samþykktu það til útgáfu. Í millitíðinni lauk ég við síðustu bókina í þríleiknum sem kemur út núna í október þannig að ég verð með bók á mánaðarfresti þetta haustið,“ heldur hann áfram. „Það er bara fínt.“ Emil segist aldrei hafa lagt ljóðlistina á hilluna þótt skáldsagnaskrifin hafi eðlilega tekið mest af tíma hans undanfarin ár. „Ég byrjaði sem ljóðskáld og fékk góð viðbrögð, sérstaklega með aðra bókina, Ref, og þótt ég væri að skrifa prósa kallaði ljóðformið alltaf á mig. Það er önnur tjáning og maður fær útrás fyrir aðra hluti. Ljóðin mín geta verið dálítið hörð og ádeilukennd þótt ég myndi ekki kalla mig ádeiluskáld. Ég yrki voða lítið um tilfinningaleg málefni en því meira um það hvernig ég upplifi samtímann og meginstef þessarar bókar er yfirþyrmandi græðgi, blekking félagslegra hlutverka og hömlulaus löngun til sköpunar. Enda lýsir titillinn, Ætar kökuskreytingar, mikilli græðgi og yfirborðsmennsku. Persónur og ljóðmælendur í þessari stuttu ljóðabók hafa orðið fyrir siðrofi og einhvers konar hruni. Þær eru dálítið villtar, í báðum merkingum orðsins.“ Þríleikurinn Saga eftirlifenda er furðusaga fyrir fullorðna lesendur sem fjallar um æsina sem lifðu af Ragnarök, er Emil alveg búinn að segja skilið við þann heim? „Já, í bili, ég er með tvær aðrar sögur í bígerð og eina ljóðabók og bókin sem ég er að byrja að skrifa er samtímasaga sem gerist á Íslandi en hefur þó ýmis element furðusögunnar.“ Emil hefur ekki alveg lagt ljóðskáldið til hliðar þótt Ætar kökuskreytingar séu komnar út því í næstu viku heldur hann til Lviv í Úkraínu þar sem hann kynnir ljóðabókina Ref sem er að koma út á úkraínsku. „Ég er að fara á alþjóðlegu bókmenntahátíðina í Lviv, sem nú er haldin í 21. skipti, til að lesa upp úr Refnum og sitja fyrir svörum. Þýðingin kom þannig til að úkraínskur bókaútgefandi sá mig lesa upp úr bókinni á bókamessunni í Gautaborg fyrir tveimur árum og spurði hvort ég vildi ekki að hann gæfi bókina út. Ég játti því auðvitað en átti ekkert endilega von á að hann stæði við það. Hann gerði það nú samt og nú er hún að koma út í Úkraínu, sem gleður mig mikið.“ Þeir sem vilja berja skáldið augum og krækja sér í eintak af Ætum kökuskreytingum geta lagt leið sína í bókabúð Máls og menningar klukkan 17 í dag og hlustað á upplestur hans í útgáfuhófi. Menning Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
„Það eru sex ár síðan ég gaf síðast út ljóðabók en síðan hef ég verið önnum kafinn við að skrifa skáldsagnaþríleikinn Sögu eftirlifenda,“ segir Emil Hjörvar Petersen sem í dag sendir frá sér ljóðabókina Ætar kökuskreytingar hjá Meðgönguljóðum. „Ég sendi Meðgönguljóðum handrit á síðasta ári og þau samþykktu það til útgáfu. Í millitíðinni lauk ég við síðustu bókina í þríleiknum sem kemur út núna í október þannig að ég verð með bók á mánaðarfresti þetta haustið,“ heldur hann áfram. „Það er bara fínt.“ Emil segist aldrei hafa lagt ljóðlistina á hilluna þótt skáldsagnaskrifin hafi eðlilega tekið mest af tíma hans undanfarin ár. „Ég byrjaði sem ljóðskáld og fékk góð viðbrögð, sérstaklega með aðra bókina, Ref, og þótt ég væri að skrifa prósa kallaði ljóðformið alltaf á mig. Það er önnur tjáning og maður fær útrás fyrir aðra hluti. Ljóðin mín geta verið dálítið hörð og ádeilukennd þótt ég myndi ekki kalla mig ádeiluskáld. Ég yrki voða lítið um tilfinningaleg málefni en því meira um það hvernig ég upplifi samtímann og meginstef þessarar bókar er yfirþyrmandi græðgi, blekking félagslegra hlutverka og hömlulaus löngun til sköpunar. Enda lýsir titillinn, Ætar kökuskreytingar, mikilli græðgi og yfirborðsmennsku. Persónur og ljóðmælendur í þessari stuttu ljóðabók hafa orðið fyrir siðrofi og einhvers konar hruni. Þær eru dálítið villtar, í báðum merkingum orðsins.“ Þríleikurinn Saga eftirlifenda er furðusaga fyrir fullorðna lesendur sem fjallar um æsina sem lifðu af Ragnarök, er Emil alveg búinn að segja skilið við þann heim? „Já, í bili, ég er með tvær aðrar sögur í bígerð og eina ljóðabók og bókin sem ég er að byrja að skrifa er samtímasaga sem gerist á Íslandi en hefur þó ýmis element furðusögunnar.“ Emil hefur ekki alveg lagt ljóðskáldið til hliðar þótt Ætar kökuskreytingar séu komnar út því í næstu viku heldur hann til Lviv í Úkraínu þar sem hann kynnir ljóðabókina Ref sem er að koma út á úkraínsku. „Ég er að fara á alþjóðlegu bókmenntahátíðina í Lviv, sem nú er haldin í 21. skipti, til að lesa upp úr Refnum og sitja fyrir svörum. Þýðingin kom þannig til að úkraínskur bókaútgefandi sá mig lesa upp úr bókinni á bókamessunni í Gautaborg fyrir tveimur árum og spurði hvort ég vildi ekki að hann gæfi bókina út. Ég játti því auðvitað en átti ekkert endilega von á að hann stæði við það. Hann gerði það nú samt og nú er hún að koma út í Úkraínu, sem gleður mig mikið.“ Þeir sem vilja berja skáldið augum og krækja sér í eintak af Ætum kökuskreytingum geta lagt leið sína í bókabúð Máls og menningar klukkan 17 í dag og hlustað á upplestur hans í útgáfuhófi.
Menning Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira