Stuðmenn sameina kynslóðirnar Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. september 2014 11:00 Stuðmenn Raghildur Gísladóttir og Egill Ólafsson í góðu stuði. mynd/daníel „Þetta er algjör tilviljun, pilturinn kom fram í gegnum Borgarleikhúsið fyrir tónleika okkar. Hann er ákaflega hæfileikaríkur og er jafn vígur í söng, leik og dansi,“ segir Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður. Umrædd lýsing á við um ellefu ára gamlan pilt að nafni Jóhann Jóhannsson, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann er dóttursonur Sæma Rokk. „Sæmi Rokk dansaði með okkur árið 1976 á upphaflega Tívolítúrnum en nú ætlar dóttursonur hans, Jóhann, að koma fram á þessum tónleikum,“ útskýrir Jakob Frímann. Það er því gaman að sjá hvernig Stuðmenn hafa skemmt heilu kynslóðunum og hvernig næsta kynslóð kemur að sýningu sveitarinnar. Stuðmenn slá eigið met í kvöld þegar þeirra lengsta törn á einum sólarhring í spilamennsku verður að veruleika. „Okkar fyrra met er frá árinu 1999 á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þegar við lékum frá klukkan 2.30 til 8.30. Nú er það 19.30 til 03.00,“ segir Jakob Frímann léttur í lundu. Stuðmenn leggja Hörpu undir sig í dag og kvöld er þeir halda tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu og þá fer fram Stuðmannaball í beinu framhaldi af seinni tónleikunum í Silfurbergi en sveitin hefur ekki komið fullskipuð fram á opinberum dansleik síðan árið 2005. Fyrir þá sem ekki eiga miða á tónleikana, fara örfáir miðar á dansleikinn eingöngu í sölu á hádegi á Harpa.is. Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og seinni klukkan 22.30. Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta er algjör tilviljun, pilturinn kom fram í gegnum Borgarleikhúsið fyrir tónleika okkar. Hann er ákaflega hæfileikaríkur og er jafn vígur í söng, leik og dansi,“ segir Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður. Umrædd lýsing á við um ellefu ára gamlan pilt að nafni Jóhann Jóhannsson, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann er dóttursonur Sæma Rokk. „Sæmi Rokk dansaði með okkur árið 1976 á upphaflega Tívolítúrnum en nú ætlar dóttursonur hans, Jóhann, að koma fram á þessum tónleikum,“ útskýrir Jakob Frímann. Það er því gaman að sjá hvernig Stuðmenn hafa skemmt heilu kynslóðunum og hvernig næsta kynslóð kemur að sýningu sveitarinnar. Stuðmenn slá eigið met í kvöld þegar þeirra lengsta törn á einum sólarhring í spilamennsku verður að veruleika. „Okkar fyrra met er frá árinu 1999 á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þegar við lékum frá klukkan 2.30 til 8.30. Nú er það 19.30 til 03.00,“ segir Jakob Frímann léttur í lundu. Stuðmenn leggja Hörpu undir sig í dag og kvöld er þeir halda tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu og þá fer fram Stuðmannaball í beinu framhaldi af seinni tónleikunum í Silfurbergi en sveitin hefur ekki komið fullskipuð fram á opinberum dansleik síðan árið 2005. Fyrir þá sem ekki eiga miða á tónleikana, fara örfáir miðar á dansleikinn eingöngu í sölu á hádegi á Harpa.is. Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og seinni klukkan 22.30.
Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira