Loksins alvöru sveitaball 12. september 2014 12:00 Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna koma fram á einu stærsta réttarballi landsins í kvöld. vísir//valli „Fólk er alltaf að biðja um alvöru sveitaball og ég held að böllin verði bara ekki meira sveitó og skemmtilegri en ballið í kvöld,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson en hann er á leið austur að spila á réttarballi í Árnesi í kvöld. Hann kemur þar fram með hljómsveitinni sinni, Reiðmönnum vindanna, en sú sveit hefur verið ákaflega vinsæl og þá sérstaklega í sveitinni, eftir að hafa gefið út nokkrar plötur með gömlum og góðum lögum og hestalögum. Helga langar gjarnan að taka þátt í réttunum fyrir ballið. „Mig langar mikið að kíkja við og fá þetta beint í æð, það verður stemning og svo er auðvitað fjöldi manns sem syngur saman ættjarðarlögin í fjór- eða fimmraddasöng,“ segir Helgi. Hann hvetur einnig borgarbúa til að skella sér austur og fá sveitamenninguna og stemninguna beint í æð. „Ég held líka að þetta sé eitt stærsta réttarball, eða sveitaball sem fer fram á Íslandi, ég hlakka mikið til.“ Ballið hefst klukkan 23.00 í félagsheimili Árnesinga, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, skammt frá Flúðum. Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Fólk er alltaf að biðja um alvöru sveitaball og ég held að böllin verði bara ekki meira sveitó og skemmtilegri en ballið í kvöld,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson en hann er á leið austur að spila á réttarballi í Árnesi í kvöld. Hann kemur þar fram með hljómsveitinni sinni, Reiðmönnum vindanna, en sú sveit hefur verið ákaflega vinsæl og þá sérstaklega í sveitinni, eftir að hafa gefið út nokkrar plötur með gömlum og góðum lögum og hestalögum. Helga langar gjarnan að taka þátt í réttunum fyrir ballið. „Mig langar mikið að kíkja við og fá þetta beint í æð, það verður stemning og svo er auðvitað fjöldi manns sem syngur saman ættjarðarlögin í fjór- eða fimmraddasöng,“ segir Helgi. Hann hvetur einnig borgarbúa til að skella sér austur og fá sveitamenninguna og stemninguna beint í æð. „Ég held líka að þetta sé eitt stærsta réttarball, eða sveitaball sem fer fram á Íslandi, ég hlakka mikið til.“ Ballið hefst klukkan 23.00 í félagsheimili Árnesinga, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, skammt frá Flúðum.
Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira