Ertu sykurfíkill? Rikka skrifar 12. september 2014 09:30 Rikka útlistar einkenni sykurfíknar. Þrátt fyrir endalausa hvatningu og áminningar í fjölmiðlum um að ráðlegt sé að minnka sykurneyslu þá búum við við þann raunveruleika að þriðjungur þeirra hitaeininga sem við neytum kemur úr sykri. Sérfræðingar hafa áhyggjur af þessari framvindu þar sem mannslíkaminn er ekki hannaður til þess að innbyrða svo mikið. Sykur er talinn vera ábyrgur fyrir mörgum af þeim algengustu sjúkdómum og kvillum sem við búum við í dag svo sem sykursýki, hjartasjúkdómum og krabbameini. Vísindamenn eru sífellt að finna fleiri og fleiri vísbendingar sem benda allar á óvininn, sykurinn. Stóra vandamálið er að sykurinn er svo óskaplega ávanabindandi og það gerir baráttu okkar við hann svo erfiða sem raun ber vitni. Í flestum tilfellum kemur löngun í sykur fram vegna vana og fíknar í hann en einnig vegna ýmissa heilsufarsvandamála sem fólk glímir við.Hver eru einkenni sykurfíknar? 1. Þú þarft á sykri að halda til að koma þér í gegnum daginn … þú bara verður. 2. Ef þú hættir að borða sykur í nokkra daga þá byrjarðu að finna fyrir líkamlegum einkennum eins og höfuðverk, flökurleika og skapbreytingum. 3. Þrátt fyrir löngun til þess að hætta að neyta sykurs þá bara hreinlega getur þú það ekki. Þú stendur þig að því að vera með síendurteknar hugsanir um sykur, sykur og aftur sykur. 4. Þú þarft alltaf stærri skammt af sykri til að fá „kikkið“. Allt í einu ertu komin(n) í vítahring sem erfitt getur verið að losna úr. 5. Þú átt í erfiðleikum með að segja nei þegar þér er boðið sælgæti eða kökur. Ef þú kannast við fleiri en eitt af þessum einkenni og finnur fyrir þeim daglega þá er því miður hægt að flokka þig sem sykurfíkil. Fæstir taka það alvarlega að vera sykurfíkill og segja að það sé nú til alvarlegri fíkn en þessi eins og til dæmis áfengis- og eiturlyfjafíkn. Jú, sjálfsagt er það verra hlutskipti. Sykurfíkn er á vissan hátt ekkert miklu skárri og getur haft jafn slæm áhrif á líkama sem huga og áfengis- og eiturlyfjafíkn.Hvað getur þú gert? Taktu eitt skref í einu, ekki sleppa öllum sykri strax. Taktu eitt skref í einu og settu þér lítil markmið. Róm var ekki byggð á einum degi og markmið eru alltaf markmið. Bara það að hætta að setja hálfa teskeið af sykri í kaffibollann þinn hefur áhrif. Segjum sem svo að þú drekkir tvo kaffibolla á dag. Það gerir eina teskeið af sykri á dag, sjö á viku og þrjátíu teskeiðar af sykri í hverjum mánuði. Heilsa Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Þrátt fyrir endalausa hvatningu og áminningar í fjölmiðlum um að ráðlegt sé að minnka sykurneyslu þá búum við við þann raunveruleika að þriðjungur þeirra hitaeininga sem við neytum kemur úr sykri. Sérfræðingar hafa áhyggjur af þessari framvindu þar sem mannslíkaminn er ekki hannaður til þess að innbyrða svo mikið. Sykur er talinn vera ábyrgur fyrir mörgum af þeim algengustu sjúkdómum og kvillum sem við búum við í dag svo sem sykursýki, hjartasjúkdómum og krabbameini. Vísindamenn eru sífellt að finna fleiri og fleiri vísbendingar sem benda allar á óvininn, sykurinn. Stóra vandamálið er að sykurinn er svo óskaplega ávanabindandi og það gerir baráttu okkar við hann svo erfiða sem raun ber vitni. Í flestum tilfellum kemur löngun í sykur fram vegna vana og fíknar í hann en einnig vegna ýmissa heilsufarsvandamála sem fólk glímir við.Hver eru einkenni sykurfíknar? 1. Þú þarft á sykri að halda til að koma þér í gegnum daginn … þú bara verður. 2. Ef þú hættir að borða sykur í nokkra daga þá byrjarðu að finna fyrir líkamlegum einkennum eins og höfuðverk, flökurleika og skapbreytingum. 3. Þrátt fyrir löngun til þess að hætta að neyta sykurs þá bara hreinlega getur þú það ekki. Þú stendur þig að því að vera með síendurteknar hugsanir um sykur, sykur og aftur sykur. 4. Þú þarft alltaf stærri skammt af sykri til að fá „kikkið“. Allt í einu ertu komin(n) í vítahring sem erfitt getur verið að losna úr. 5. Þú átt í erfiðleikum með að segja nei þegar þér er boðið sælgæti eða kökur. Ef þú kannast við fleiri en eitt af þessum einkenni og finnur fyrir þeim daglega þá er því miður hægt að flokka þig sem sykurfíkil. Fæstir taka það alvarlega að vera sykurfíkill og segja að það sé nú til alvarlegri fíkn en þessi eins og til dæmis áfengis- og eiturlyfjafíkn. Jú, sjálfsagt er það verra hlutskipti. Sykurfíkn er á vissan hátt ekkert miklu skárri og getur haft jafn slæm áhrif á líkama sem huga og áfengis- og eiturlyfjafíkn.Hvað getur þú gert? Taktu eitt skref í einu, ekki sleppa öllum sykri strax. Taktu eitt skref í einu og settu þér lítil markmið. Róm var ekki byggð á einum degi og markmið eru alltaf markmið. Bara það að hætta að setja hálfa teskeið af sykri í kaffibollann þinn hefur áhrif. Segjum sem svo að þú drekkir tvo kaffibolla á dag. Það gerir eina teskeið af sykri á dag, sjö á viku og þrjátíu teskeiðar af sykri í hverjum mánuði.
Heilsa Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira