Byggðastofnun verði réttum megin við núll Freyr Bjarnason skrifar 15. september 2014 12:00 þóroddur bjarnason Stjórnarformaðurinn er ánægður með að stofnunin hefur verið rekin með hagnaði að undanförnu. Fréttablaðið/VÖlundur Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, vonast til að stofnunin verði áfram rekin réttum megin við núllið það sem eftir er ársins. Á dögunum greindi Fréttablaðið frá því að hagnaður Byggðastofnunar á fyrri helmingi ársins hefði numið 75 milljónum króna miðað við 184 milljóna hagnað á sama tíma í fyrra. „Ástæðan fyrir því að stofnunin er í plús núna fyrstu sex mánuðina og verður það að óbreyttu um áramót er að það eru minni færslur á afskriftareikning vegna þess að fyrirtæki á starfssvæði Byggðastofnunar standa betur,“ segir Þóroddur aðspurður. Hann bætir við að lágmark af eigið fé sé 8 prósent af áhættugrunni en stofnunin sé með í kringum 16 prósent. „Þetta þýðir að stofnunin getur sinnt þessu hlutverki sínu að lána það sem bankarnir eru tregir til að lána.“ Samkvæmt lögum á Byggðastofnun að varðveita eigið fé, þ.e. þá skal lánastarfsemin standa undir sér. „Þetta er náttúrulega ekki hægt. Það er ástæða fyrir því að bankarnir fara ekki inn. Þeir treysta sér ekki til þess,“ segir Þóroddur. Honum finnst óþægilegt að hlutunum sé iðulega stillt þannig upp að stofnunin eigi að varðveita eigið fé og það sé lögbrot ef hún gerir það ekki. „Menn segja oft að það sé greinilegt að þessi rekstur sé furðulegur og það sé alltaf tap á þessari starfsemi, í staðinn fyrir að gera eins og gert er í nágrannalöndunum þar sem ríkið leggur ákveðna upphæð til svona starfsemi og svo er mönnum í alvöru gert að halda sig innan rammans.“ Þóroddur segir meginástæðuna fyrir hagnaðinum af rekstri Byggðastofnunar í fyrra vera dómsmál sem hún vann gegn Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis vegna peninga sem stofnunin átti þar inni. „Við vorum mjög nálægt núllinu en síðan kemur þessi glaðningur að vinna mál sem verður til þess að stofnunin skilar hagnaði,“ segir hann og tekur fram að í sjálfu sér eigi Byggðastofnun að vera rekin á núlli. Hann bætir við að jöfnun gengismunar hafi einnig átt þátt í betri stöðu Byggðastofnunar. Það þýðir að það sem stofnunin hefur tekið í erlendum lánum er svipuð upphæð og staðan er á erlendum lánum stofnunarinnar til viðskiptavina sinna. „Þetta er tæknilegt atriði en skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir stjórnarformaðurinn. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, vonast til að stofnunin verði áfram rekin réttum megin við núllið það sem eftir er ársins. Á dögunum greindi Fréttablaðið frá því að hagnaður Byggðastofnunar á fyrri helmingi ársins hefði numið 75 milljónum króna miðað við 184 milljóna hagnað á sama tíma í fyrra. „Ástæðan fyrir því að stofnunin er í plús núna fyrstu sex mánuðina og verður það að óbreyttu um áramót er að það eru minni færslur á afskriftareikning vegna þess að fyrirtæki á starfssvæði Byggðastofnunar standa betur,“ segir Þóroddur aðspurður. Hann bætir við að lágmark af eigið fé sé 8 prósent af áhættugrunni en stofnunin sé með í kringum 16 prósent. „Þetta þýðir að stofnunin getur sinnt þessu hlutverki sínu að lána það sem bankarnir eru tregir til að lána.“ Samkvæmt lögum á Byggðastofnun að varðveita eigið fé, þ.e. þá skal lánastarfsemin standa undir sér. „Þetta er náttúrulega ekki hægt. Það er ástæða fyrir því að bankarnir fara ekki inn. Þeir treysta sér ekki til þess,“ segir Þóroddur. Honum finnst óþægilegt að hlutunum sé iðulega stillt þannig upp að stofnunin eigi að varðveita eigið fé og það sé lögbrot ef hún gerir það ekki. „Menn segja oft að það sé greinilegt að þessi rekstur sé furðulegur og það sé alltaf tap á þessari starfsemi, í staðinn fyrir að gera eins og gert er í nágrannalöndunum þar sem ríkið leggur ákveðna upphæð til svona starfsemi og svo er mönnum í alvöru gert að halda sig innan rammans.“ Þóroddur segir meginástæðuna fyrir hagnaðinum af rekstri Byggðastofnunar í fyrra vera dómsmál sem hún vann gegn Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis vegna peninga sem stofnunin átti þar inni. „Við vorum mjög nálægt núllinu en síðan kemur þessi glaðningur að vinna mál sem verður til þess að stofnunin skilar hagnaði,“ segir hann og tekur fram að í sjálfu sér eigi Byggðastofnun að vera rekin á núlli. Hann bætir við að jöfnun gengismunar hafi einnig átt þátt í betri stöðu Byggðastofnunar. Það þýðir að það sem stofnunin hefur tekið í erlendum lánum er svipuð upphæð og staðan er á erlendum lánum stofnunarinnar til viðskiptavina sinna. „Þetta er tæknilegt atriði en skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir stjórnarformaðurinn.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent