Lítil spenna í tölvuvæddum Latabæ Sigríður Jónsdóttir skrifar 17. september 2014 12:30 Ævintýri í Latabæ. „Ekki er úr miklu að moða fyrir Melkorku í hlutverki Sollu stirðu en hún á góða spretti, sérstaklega í dansatriðunum.“ Leiklist: Ævintýri í Latabæ Frumsýnt 14. september 2014 í Þjóðleikhúsinu Handrit:Magnús Scheving, Ólafur S. K. Þorvaldz og Máni Svavarsson Leikstjórn:Magnús Scheving og Rúnar Freyr Gíslason Aðalleikarar:Stefán Karl Stefánsson, Melkorka Davíðsdóttir Pitt, Dýri Kristjánsson, Hallgrímur Ólafsson, Svandís Dóra Einarsdóttir o.fl. Tónlist og söngtextar: Máni Svavarsson Í Latabæ er gott að vera. Áhorfendur á „Ævintýri í Latabæ“ eru fullvissaðir reglulega um að „sólin skín skærast“ í þessum litla bæ sem er verndaður af Íþróttaálfinum sem hvetur alla til að borða hollan mat og hreyfa sig. En ekki er allt sem sýnist og þegar yfirborðinu er flett af fyrirfinnst Glanni glæpur í hverju horni og svarthol þar sem hjarta sýningarinnar á að vera. Glanni glæpur er hinn eiginlegi miðpunktur sýningarinnar og fær flestar af bestu setningunum. Stefán Karl er flottur á köflum með ágætum stuðningi „skemmtikraftanna“ en grínið hans Glanna verður fljótlega þreytt. Ekki er úr miklu að moða fyrir Melkorku í hlutverki Sollu stirðu en hún á góða spretti, sérstaklega í dansatriðunum. En slakastur er sjálfur Íþróttaálfurinn en Dýri er hvorki afgerandi í hlutverkinu né fær nægilega fjölbreytt verkefni. Leikararnir sem bera af eru Hallgrímur (Nenni níski) og Svandís Dóra (Stína símalína) sem koma með skemmtilegar áherslur og leikgleði. Gríðarstór skjár gnæfir yfir sviðið og er þungamiðja leikmyndarinnar en er sjaldan notaður á sviðsvænan hátt. Ferðalög á milli staða eiga sér stað á skjá frekar en á sviði, lítið annað heldur en tölvuvætt prjál. Lítil spenna fylgir skjámynd af holunni sem Íþróttaálfurinn festist í, hvað þá að hjálpa honum að ná í epli sem er hreinlega ekki til. Sviðshreyfingum er stýrt af hljóðmyndinni, frekar en öfugt, sem veldur hiki í sýningunni. Leikmyndin er því undarlega flöt og leikarar þurfa oftar en ekki að gefa sviðsmyndinni pláss frekar en að njóta stuðnings frá umhverfinu. Handritið er gallað og óþarflega langt miðað við þunnan söguþráð. Lykilatriði í sögunni eru kynnt á undarlegan hátt: Solla fer í dansskóla án þess að hafa nefnt slík áform áður og „íþróttanammitréð“ verður allt í einu miðpunktur sýningarinnar án þess að áhorfendur vissu af tilvist þess. Heil borg og hópur af hiphop-krökkum birtist stutta stund en sjást síðan aldrei meir. Tónlistin og lögin eru poppuð og keyra sýninguna áfram fyrir hlé en virðast byggð á sama taktinum, eru innihaldslítil og nær hverfa eftir hlé. Aftur á móti skal viðurkennt að flest börnin virtust skemmta sér vel og til þess er kannski leikurinn gerður hjá leikstjórunum Magnúsi og Rúnari Frey. Hávær, taktföst tónlist, leyfi til þess að taka virkan þátt í sýningunni og persónur sem allir þekkja verða til þess að stundum byggist upp góð stemming í salnum. En sýningin sem slík er afleit, einsleit og fer í endalausa hringi til þess eins að enda á upphafsreit.Niðurstaða: Plastútgáfa af þunnri sögu. Litskrúðug sviðsetning, dúndrandi tónlist og flóknar tæknibrellur en skilur lítið eftir sig. Gagnrýni Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Leiklist: Ævintýri í Latabæ Frumsýnt 14. september 2014 í Þjóðleikhúsinu Handrit:Magnús Scheving, Ólafur S. K. Þorvaldz og Máni Svavarsson Leikstjórn:Magnús Scheving og Rúnar Freyr Gíslason Aðalleikarar:Stefán Karl Stefánsson, Melkorka Davíðsdóttir Pitt, Dýri Kristjánsson, Hallgrímur Ólafsson, Svandís Dóra Einarsdóttir o.fl. Tónlist og söngtextar: Máni Svavarsson Í Latabæ er gott að vera. Áhorfendur á „Ævintýri í Latabæ“ eru fullvissaðir reglulega um að „sólin skín skærast“ í þessum litla bæ sem er verndaður af Íþróttaálfinum sem hvetur alla til að borða hollan mat og hreyfa sig. En ekki er allt sem sýnist og þegar yfirborðinu er flett af fyrirfinnst Glanni glæpur í hverju horni og svarthol þar sem hjarta sýningarinnar á að vera. Glanni glæpur er hinn eiginlegi miðpunktur sýningarinnar og fær flestar af bestu setningunum. Stefán Karl er flottur á köflum með ágætum stuðningi „skemmtikraftanna“ en grínið hans Glanna verður fljótlega þreytt. Ekki er úr miklu að moða fyrir Melkorku í hlutverki Sollu stirðu en hún á góða spretti, sérstaklega í dansatriðunum. En slakastur er sjálfur Íþróttaálfurinn en Dýri er hvorki afgerandi í hlutverkinu né fær nægilega fjölbreytt verkefni. Leikararnir sem bera af eru Hallgrímur (Nenni níski) og Svandís Dóra (Stína símalína) sem koma með skemmtilegar áherslur og leikgleði. Gríðarstór skjár gnæfir yfir sviðið og er þungamiðja leikmyndarinnar en er sjaldan notaður á sviðsvænan hátt. Ferðalög á milli staða eiga sér stað á skjá frekar en á sviði, lítið annað heldur en tölvuvætt prjál. Lítil spenna fylgir skjámynd af holunni sem Íþróttaálfurinn festist í, hvað þá að hjálpa honum að ná í epli sem er hreinlega ekki til. Sviðshreyfingum er stýrt af hljóðmyndinni, frekar en öfugt, sem veldur hiki í sýningunni. Leikmyndin er því undarlega flöt og leikarar þurfa oftar en ekki að gefa sviðsmyndinni pláss frekar en að njóta stuðnings frá umhverfinu. Handritið er gallað og óþarflega langt miðað við þunnan söguþráð. Lykilatriði í sögunni eru kynnt á undarlegan hátt: Solla fer í dansskóla án þess að hafa nefnt slík áform áður og „íþróttanammitréð“ verður allt í einu miðpunktur sýningarinnar án þess að áhorfendur vissu af tilvist þess. Heil borg og hópur af hiphop-krökkum birtist stutta stund en sjást síðan aldrei meir. Tónlistin og lögin eru poppuð og keyra sýninguna áfram fyrir hlé en virðast byggð á sama taktinum, eru innihaldslítil og nær hverfa eftir hlé. Aftur á móti skal viðurkennt að flest börnin virtust skemmta sér vel og til þess er kannski leikurinn gerður hjá leikstjórunum Magnúsi og Rúnari Frey. Hávær, taktföst tónlist, leyfi til þess að taka virkan þátt í sýningunni og persónur sem allir þekkja verða til þess að stundum byggist upp góð stemming í salnum. En sýningin sem slík er afleit, einsleit og fer í endalausa hringi til þess eins að enda á upphafsreit.Niðurstaða: Plastútgáfa af þunnri sögu. Litskrúðug sviðsetning, dúndrandi tónlist og flóknar tæknibrellur en skilur lítið eftir sig.
Gagnrýni Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira