Ásgeir Trausti kominn í nýja hljómsveit Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. september 2014 09:00 Hljómsveitin Uniimog sendir frá sér sína fyrstu plötu á næstu vikum. mynd/einkasafn „Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég og Steini þurftum að fá smá útrás þegar við vorum á tónleikaferðalagi með Ásgeiri,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson en hann og Þorsteinn Einarsson hafa stofnað nýja hljómsveit, ásamt Ásgeiri Trausta og Sigurði Guðmundssyni sem ber nafnið Uniimog. Guðmundur, Þorsteinn og Sigurður eru gjarnan kenndir við reggísveitina Hjálma og þá er Ásgeir Trausti bróðir Þorsteins og því mikil tenging á milli meðlima sveitarinnar. „Það má eiginlega segja að Ásgeir sé að gera okkur eins konar greiða til baka, við erum búnir að vera á tónleikaferðalagi með honum út um allan heim en það er mjög gaman að fá hann í bandið,“ segir Þorsteinn léttur í lundu. Þeir félagar eru nú búnir að taka upp heila plötu sem mun líta dagsins ljós á næstu vikum en hún mun bera titilinn, Yfir hafið. „Við tókum upptökubúnað með okkur á tónleikaferðalagið, þannig að hún er tekin upp á hótelherbergjum víðs vegar um heiminn,“ segir Guðmundur um ferlið. Lög og textar eru samin af Þorsteini en þeir félagar kláruðu plötuna fyrir skömmu og fengu góða félaga til þess að leika inn á hana. „Við fengum til að mynda fjóra trommuleikara til þess að spila inn á plötuna, þá Helga Svavar Helgason, Kristinn Snæ Agnarsson, Nils Olof Törnqvist og Magnús Trygvason Eliassen.“ Þrír þeir fyrrnefndu hafa allir verið í Hjálmum. Tónlistin er talsvert frá hljóðheimi Ásgeirs og einhvers konar blanda af elektró tónlist og acoustiscri tónlist. „Þetta er æðisleg plata,“ bætir Guðmundur við. Fyrstu tónleikar sveitarinnar eru ekki komnir í dagbókina en meðlimir sveitarinnar eru sem stendur uppteknir í öðrum verkefnum. Þeir ætla þó að reyna telja í sína fyrstu tónleika sem fyrst. Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég og Steini þurftum að fá smá útrás þegar við vorum á tónleikaferðalagi með Ásgeiri,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson en hann og Þorsteinn Einarsson hafa stofnað nýja hljómsveit, ásamt Ásgeiri Trausta og Sigurði Guðmundssyni sem ber nafnið Uniimog. Guðmundur, Þorsteinn og Sigurður eru gjarnan kenndir við reggísveitina Hjálma og þá er Ásgeir Trausti bróðir Þorsteins og því mikil tenging á milli meðlima sveitarinnar. „Það má eiginlega segja að Ásgeir sé að gera okkur eins konar greiða til baka, við erum búnir að vera á tónleikaferðalagi með honum út um allan heim en það er mjög gaman að fá hann í bandið,“ segir Þorsteinn léttur í lundu. Þeir félagar eru nú búnir að taka upp heila plötu sem mun líta dagsins ljós á næstu vikum en hún mun bera titilinn, Yfir hafið. „Við tókum upptökubúnað með okkur á tónleikaferðalagið, þannig að hún er tekin upp á hótelherbergjum víðs vegar um heiminn,“ segir Guðmundur um ferlið. Lög og textar eru samin af Þorsteini en þeir félagar kláruðu plötuna fyrir skömmu og fengu góða félaga til þess að leika inn á hana. „Við fengum til að mynda fjóra trommuleikara til þess að spila inn á plötuna, þá Helga Svavar Helgason, Kristinn Snæ Agnarsson, Nils Olof Törnqvist og Magnús Trygvason Eliassen.“ Þrír þeir fyrrnefndu hafa allir verið í Hjálmum. Tónlistin er talsvert frá hljóðheimi Ásgeirs og einhvers konar blanda af elektró tónlist og acoustiscri tónlist. „Þetta er æðisleg plata,“ bætir Guðmundur við. Fyrstu tónleikar sveitarinnar eru ekki komnir í dagbókina en meðlimir sveitarinnar eru sem stendur uppteknir í öðrum verkefnum. Þeir ætla þó að reyna telja í sína fyrstu tónleika sem fyrst.
Tónlist Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira