Ekkert kynlíf fyrir tónleikana Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. september 2014 09:30 Friðrik Ómar vill að sitt fólk verði úthvílt fyrir tónleikamaraþonið sem fram fer í Hofi á laugardag. mynd/ Gunnlaugur Rögnvaldsson „Þau þurfa að nýta alla sína orku og úthald, þess vegna er það brottrekstrarsök að stunda kynlíf fyrir tónleika, sérstaklega fyrir svona törn eins og þetta verður um helgina,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, en hann stendur fyrir þrennum Bat out of hell heiðurstónleikum í Hofi á Akureyri á laugardaginn. Hann segist ekki hafa tekið þrenna tónleika samdægurs síðan hann hélt afmælistónleika sína árið 2011. Hann hefur þó undirbúið maraþonið vel og verður vel hugsað um tónlistarmennina á milli tónleika. „Við verðum með þrjá nuddara sem ætla losa um streituna hjá listamönnunum og svo verðum við einnig með kokk sem ætlar að elda hollan mat ofan í okkur,“ útskýrir Friðrik Ómar. Fyrstu tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og þeir síðustu klukkan 23.00. „Listamennirnir munu standa í tónlistarflutningi í um það bil átta klukkustundir með tæknirennsli og þess háttar, þannig að þetta verður maraþon,“ bætir Friðrik Ómar við léttur í lundu. Eftir þessa þrennu tónleika munu um fimm þúsund manns hafa séð þá. „Við vorum líka á Fiskidaginn á Dalvík, þannig að þetta eru um 35.000 manns ef við tökum Fiskidaginn með.“ Bat out of hell-tónleikarnir verða svo aftur í Eldborgarsalnum þann 7. febrúar. „Við erum ótrúlega ánægð með þessar frábæru viðtökur sem tónleikarnir hafa fengið.“ Miðasala á tónleikana í Hofi er á midi.is. Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þau þurfa að nýta alla sína orku og úthald, þess vegna er það brottrekstrarsök að stunda kynlíf fyrir tónleika, sérstaklega fyrir svona törn eins og þetta verður um helgina,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson, en hann stendur fyrir þrennum Bat out of hell heiðurstónleikum í Hofi á Akureyri á laugardaginn. Hann segist ekki hafa tekið þrenna tónleika samdægurs síðan hann hélt afmælistónleika sína árið 2011. Hann hefur þó undirbúið maraþonið vel og verður vel hugsað um tónlistarmennina á milli tónleika. „Við verðum með þrjá nuddara sem ætla losa um streituna hjá listamönnunum og svo verðum við einnig með kokk sem ætlar að elda hollan mat ofan í okkur,“ útskýrir Friðrik Ómar. Fyrstu tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 og þeir síðustu klukkan 23.00. „Listamennirnir munu standa í tónlistarflutningi í um það bil átta klukkustundir með tæknirennsli og þess háttar, þannig að þetta verður maraþon,“ bætir Friðrik Ómar við léttur í lundu. Eftir þessa þrennu tónleika munu um fimm þúsund manns hafa séð þá. „Við vorum líka á Fiskidaginn á Dalvík, þannig að þetta eru um 35.000 manns ef við tökum Fiskidaginn með.“ Bat out of hell-tónleikarnir verða svo aftur í Eldborgarsalnum þann 7. febrúar. „Við erum ótrúlega ánægð með þessar frábæru viðtökur sem tónleikarnir hafa fengið.“ Miðasala á tónleikana í Hofi er á midi.is.
Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira