Íslenskir yfirburðir í norsku úrvalsdeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2014 06:00 Hjörtur Logi hefur verið duglegur að mata samherja sína. vísir/vilhelm Það er óhætt að segja að íslenskir leikmenn hafi gert það gott í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á yfirstandandi tímabili. Eins og margoft hefur komið fram er Viðar Örn Kjartansson markahæsti leikmaður deildarinnar með 24 mörk í 22 leikjum. Selfyssingurinn, sem leikur með Vålerenga, á markakóngstitilinn vísan, en næsti maður á markalistanum, Alexander Søderlund, leikmaður Rosenborg, hefur skorað 13 mörk. Stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar er fyrrverandi samherji Søderlunds hjá FH, Hjörtur Logi Valgarðsson. Vinstri bakvörðurinn hefur lagt upp átta mörk í 20 leikjum fyrir Sogndal. Christian Grindheim, leikmaður Vålerenga, og Lillestrøm-maðurinn Petter Vaagan Moen hafa einnig átt átta stoðsendingar, en þeir hafa hins vegar spilað fleiri leiki (22 og 21) en Hjörtur sem hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu frá því í nóvember 2012.Gullskórinn (nánast) tryggður Íslenskir framherjar hafa oft verið duglegir að skora í Noregi, en aldrei eins og Viðar í ár, en ef engar fótboltahamfarir eiga sér stað verður hann fyrsti Íslendingurinn til að vinna markakóngstitilinn í norsku úrvalsdeildinni. Íslenskir leikmenn hafa hins vegar þrisvar unnið silfurskóinn og bronsskóinn einu sinni. Árið 2000 varð Ríkharður Daðason næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 15 mörk í 23 leikjum fyrir Viking. Þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar það ár var einnig íslenskur, Tryggvi Guðmundsson, þáverandi leikmaður Tromsø. Hann skoraði einnig 15 mörk, en í fleiri leikjum en Ríkharður. Þetta er í eina skiptið sem tveir Íslendingar hafa verið á meðal þriggja markahæstu leikmanna norsku úrvalsdeildarinnar. Tveimur árum síðar tryggði Tryggvi sér silfurskóinn með 15 mörkum í 25 leikjum fyrir Stabæk. Og árið 2006 varð Veigar Páll Gunnarsson svo næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 18 mörk í 15 leikjum fyrir Stabæk, en fyrir árið í ár hafði enginn Íslendingur skorað jafn mörg mörk í norsku úrvalsdeildinni á einu tímabili.Listin að leggja upp Hjörtur yrði hins vegar ekki fyrsti íslenski leikmaðurinn til að eiga flestar stoðsendingar í norsku úrvalsdeildarinnar. Veigar Páll gaf til að mynda flestar stoðsendingar í deildinni tvö ár í röð, 2007 og 2008. Fyrra árið lagði hann upp 17 mörk, auk þess að skora 15, en aldrei hefur íslenskur leikmaður komið að jafn mörgum mörkum (32) í norsku úrvalsdeildinni á einu tímabili. Tímabilið á eftir lagði Garðbæingurinn upp 14 mörk til viðbótar við þau tíu mörk sem hann skoraði. Tímabilið 2010 gaf Veigar Páll svo næstflestar stoðsendingar í deildinni, eða tíu talsins. Aldamótaárið 2000 var gott fyrir Íslendinga í Noregi, en auk þess að vera númer tvö og þrjú á markalistanum gáfu Tryggvi og Ríkharður flestar stoðsendingar í deildinni. Íslensku landsliðsmennirnir lögðu báðir upp níu mörk og komu því að 24 mörkum hvor á tímabilinu. Þá lagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, þáverandi leikmaður Sandnes Ulf, upp átta mörk árið 2012, en aðeins tveir leikmenn gáfu fleiri stoðsendingar það tímabilið. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira
Það er óhætt að segja að íslenskir leikmenn hafi gert það gott í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á yfirstandandi tímabili. Eins og margoft hefur komið fram er Viðar Örn Kjartansson markahæsti leikmaður deildarinnar með 24 mörk í 22 leikjum. Selfyssingurinn, sem leikur með Vålerenga, á markakóngstitilinn vísan, en næsti maður á markalistanum, Alexander Søderlund, leikmaður Rosenborg, hefur skorað 13 mörk. Stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar er fyrrverandi samherji Søderlunds hjá FH, Hjörtur Logi Valgarðsson. Vinstri bakvörðurinn hefur lagt upp átta mörk í 20 leikjum fyrir Sogndal. Christian Grindheim, leikmaður Vålerenga, og Lillestrøm-maðurinn Petter Vaagan Moen hafa einnig átt átta stoðsendingar, en þeir hafa hins vegar spilað fleiri leiki (22 og 21) en Hjörtur sem hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu frá því í nóvember 2012.Gullskórinn (nánast) tryggður Íslenskir framherjar hafa oft verið duglegir að skora í Noregi, en aldrei eins og Viðar í ár, en ef engar fótboltahamfarir eiga sér stað verður hann fyrsti Íslendingurinn til að vinna markakóngstitilinn í norsku úrvalsdeildinni. Íslenskir leikmenn hafa hins vegar þrisvar unnið silfurskóinn og bronsskóinn einu sinni. Árið 2000 varð Ríkharður Daðason næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 15 mörk í 23 leikjum fyrir Viking. Þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar það ár var einnig íslenskur, Tryggvi Guðmundsson, þáverandi leikmaður Tromsø. Hann skoraði einnig 15 mörk, en í fleiri leikjum en Ríkharður. Þetta er í eina skiptið sem tveir Íslendingar hafa verið á meðal þriggja markahæstu leikmanna norsku úrvalsdeildarinnar. Tveimur árum síðar tryggði Tryggvi sér silfurskóinn með 15 mörkum í 25 leikjum fyrir Stabæk. Og árið 2006 varð Veigar Páll Gunnarsson svo næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 18 mörk í 15 leikjum fyrir Stabæk, en fyrir árið í ár hafði enginn Íslendingur skorað jafn mörg mörk í norsku úrvalsdeildinni á einu tímabili.Listin að leggja upp Hjörtur yrði hins vegar ekki fyrsti íslenski leikmaðurinn til að eiga flestar stoðsendingar í norsku úrvalsdeildarinnar. Veigar Páll gaf til að mynda flestar stoðsendingar í deildinni tvö ár í röð, 2007 og 2008. Fyrra árið lagði hann upp 17 mörk, auk þess að skora 15, en aldrei hefur íslenskur leikmaður komið að jafn mörgum mörkum (32) í norsku úrvalsdeildinni á einu tímabili. Tímabilið á eftir lagði Garðbæingurinn upp 14 mörk til viðbótar við þau tíu mörk sem hann skoraði. Tímabilið 2010 gaf Veigar Páll svo næstflestar stoðsendingar í deildinni, eða tíu talsins. Aldamótaárið 2000 var gott fyrir Íslendinga í Noregi, en auk þess að vera númer tvö og þrjú á markalistanum gáfu Tryggvi og Ríkharður flestar stoðsendingar í deildinni. Íslensku landsliðsmennirnir lögðu báðir upp níu mörk og komu því að 24 mörkum hvor á tímabilinu. Þá lagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, þáverandi leikmaður Sandnes Ulf, upp átta mörk árið 2012, en aðeins tveir leikmenn gáfu fleiri stoðsendingar það tímabilið.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira