Kossinn langþráði á baðstofuloftinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2014 10:15 Listakonurnar Kristín og Margrét nýta sér sögu Nesstofu í nútímalist sinni. Mynd úr einkasafni Eitt af verkum Kristínar á sýningunni. „Orðin kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur eru algeng lýsing líkamlegra einkenna sem íslenskar lækningajurtir áttu að hafa áhrif á og hafa líklega margoft heyrst í skoðunarherbergi Bjarna Pálssonar landlæknis. Þess vegna urðu þau sýningartitill,“ segir Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður sem ásamt Margréti Jónsdóttur leirlistakonu sýnir list í Nesstofu um þessar mundir. „Við Margrét göngum nálægt umræðuefni sem er ekki algengt í íslenskri samtímalist, til dæmis nánd og kynlíf á baðstofuloftum, staða kvenna á 18. öld og fæðingar við frumstæðar aðstæður,“ nefnir hún sem dæmi. Nesstofa var byggð 1763 sem fyrsta læknissetur landsins og hefur verið endurgerð í upprunalegri mynd. „Það er einstakt að fá tækifæri til að sýna samtímamyndlist í húsi sem á sér sögu 250 ár aftur í tímann og gefur kærkomið tækifæri til að velta fyrir sér tengingu okkar við eigin sögu og líðan,“ segir Kristín. „Ég sýni veggteppi og eggtemperu á tré, Margrét er með verk úr steinleir. Öll verkin á sýningunni, utan eitt, eru svört. Í húsinu eru tvö stór og öflug eldstæði og þar er enn lykt af sóti sem gefur manni sterka tilfinningu fyrir tímanum.“ Uppi á loftinu er stórt veggverk eftir Kristínu, saumað með lopa í haustlitum í svartan striga sem fellur fram á gólfið. Verkið sýnir ákafan koss karls og konu en áhorfendur mega ekki fara nema upp í hálfan stiga til að kíkja á þau. „Þörf fólks fyrir hamingju var sú sama fyrr á tímum og alltaf og eðlilegt að áhorfandinn fái rétt að kíkja inn í einkalíf fólks. En á meðan þörfin eilífa fyrir ástina logar á efri hæðinni minnir dauðinn á sig í kjallaranum og er innan um nytjahluti hins daglega lífs í húsinu,“ bendir listakonan á og segir öflugt samtal milli fortíðar og nútíðar myndast þar sem þjóðlegar minjar hússins blandist samtímalistinni. „Þetta er tækifæri sem gefst því miður of sjaldan að listamönnum sé hleypt nálægt þjóðararfinum og verður vonandi til þess að fleiri fái að túlka hver við erum og hvaðan við komum í réttu umhverfi,“ segir hún. Nesstofa er opin á laugardögum og sunnudögum milli klukkan 13 og 17. Á laugardögum eru þar fyrirlestrar sem tengjast efni sýningarinnar og í dag klukkan 15 er Guðrún Ásmundsdóttir leikkona með frásagnir um fæðingar sem hún setur inn í sögusvið 18. aldar. Sýningin stendur til 12. október. Menning Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira
Eitt af verkum Kristínar á sýningunni. „Orðin kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur eru algeng lýsing líkamlegra einkenna sem íslenskar lækningajurtir áttu að hafa áhrif á og hafa líklega margoft heyrst í skoðunarherbergi Bjarna Pálssonar landlæknis. Þess vegna urðu þau sýningartitill,“ segir Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður sem ásamt Margréti Jónsdóttur leirlistakonu sýnir list í Nesstofu um þessar mundir. „Við Margrét göngum nálægt umræðuefni sem er ekki algengt í íslenskri samtímalist, til dæmis nánd og kynlíf á baðstofuloftum, staða kvenna á 18. öld og fæðingar við frumstæðar aðstæður,“ nefnir hún sem dæmi. Nesstofa var byggð 1763 sem fyrsta læknissetur landsins og hefur verið endurgerð í upprunalegri mynd. „Það er einstakt að fá tækifæri til að sýna samtímamyndlist í húsi sem á sér sögu 250 ár aftur í tímann og gefur kærkomið tækifæri til að velta fyrir sér tengingu okkar við eigin sögu og líðan,“ segir Kristín. „Ég sýni veggteppi og eggtemperu á tré, Margrét er með verk úr steinleir. Öll verkin á sýningunni, utan eitt, eru svört. Í húsinu eru tvö stór og öflug eldstæði og þar er enn lykt af sóti sem gefur manni sterka tilfinningu fyrir tímanum.“ Uppi á loftinu er stórt veggverk eftir Kristínu, saumað með lopa í haustlitum í svartan striga sem fellur fram á gólfið. Verkið sýnir ákafan koss karls og konu en áhorfendur mega ekki fara nema upp í hálfan stiga til að kíkja á þau. „Þörf fólks fyrir hamingju var sú sama fyrr á tímum og alltaf og eðlilegt að áhorfandinn fái rétt að kíkja inn í einkalíf fólks. En á meðan þörfin eilífa fyrir ástina logar á efri hæðinni minnir dauðinn á sig í kjallaranum og er innan um nytjahluti hins daglega lífs í húsinu,“ bendir listakonan á og segir öflugt samtal milli fortíðar og nútíðar myndast þar sem þjóðlegar minjar hússins blandist samtímalistinni. „Þetta er tækifæri sem gefst því miður of sjaldan að listamönnum sé hleypt nálægt þjóðararfinum og verður vonandi til þess að fleiri fái að túlka hver við erum og hvaðan við komum í réttu umhverfi,“ segir hún. Nesstofa er opin á laugardögum og sunnudögum milli klukkan 13 og 17. Á laugardögum eru þar fyrirlestrar sem tengjast efni sýningarinnar og í dag klukkan 15 er Guðrún Ásmundsdóttir leikkona með frásagnir um fæðingar sem hún setur inn í sögusvið 18. aldar. Sýningin stendur til 12. október.
Menning Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira