Syngur stoltur með vini sínum Gunnar Leó Pálsson skrifar 20. september 2014 11:00 Páll Óskar á í nógu að snúast í kvöld. Mynd/einkasafn „Ég lít svo mikið upp til hans og vona að guð og gæfan leyfi það að ég geti enn verið að troða upp á níræðisaldri,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson, en hann er meðal þeirra gestasöngvara sem koma fram á afmælistónleikum Ragnars Bjarnasonar í Hörpu í kvöld. Palli og Raggi hafa sungið saman í fjölda ára og hefur í gegnum árin myndast mikil og góð vinátta þeirra á milli. „Við Raggi sungum fyrst saman árið 2001 með Milljónamæringunum og erum enn að syngja saman í dag. Þegar ég fylgdist með honum á sviðinu með Millunum hugsaði ég, mig langar að verða svona þegar ég verð stór. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hversu mikil goðsögn maðurinn er,“ segir Páll. Ásamt því að koma fram á tvennum afmælistónleikum í Hörpu kemur Palli einnig fram á Spot síðar um kvöldið. „Ég hleyp frá Hörpu yfir á Spot en tek reyndar eitt brúðkaup á milli. Mér reiknast svo til að ef það verður uppselt á alla þessa viðburði þá er ég að fara að troða upp fyrir sirka 4.500 manns í kvöld,“ bætir Palli við. Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég lít svo mikið upp til hans og vona að guð og gæfan leyfi það að ég geti enn verið að troða upp á níræðisaldri,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson, en hann er meðal þeirra gestasöngvara sem koma fram á afmælistónleikum Ragnars Bjarnasonar í Hörpu í kvöld. Palli og Raggi hafa sungið saman í fjölda ára og hefur í gegnum árin myndast mikil og góð vinátta þeirra á milli. „Við Raggi sungum fyrst saman árið 2001 með Milljónamæringunum og erum enn að syngja saman í dag. Þegar ég fylgdist með honum á sviðinu með Millunum hugsaði ég, mig langar að verða svona þegar ég verð stór. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hversu mikil goðsögn maðurinn er,“ segir Páll. Ásamt því að koma fram á tvennum afmælistónleikum í Hörpu kemur Palli einnig fram á Spot síðar um kvöldið. „Ég hleyp frá Hörpu yfir á Spot en tek reyndar eitt brúðkaup á milli. Mér reiknast svo til að ef það verður uppselt á alla þessa viðburði þá er ég að fara að troða upp fyrir sirka 4.500 manns í kvöld,“ bætir Palli við.
Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira