Fantasía um eigin kynslóð Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. september 2014 11:00 Sverrir Norland. „Langar okkur ekki öll að vera hamingjusöm, rækta hæfileika okkar, finna ástina, bægja burt kvíðanum og verða heilsteyptar og vandaðar manneskjur?” Vísir/Valli Það er alls ekki meiningin að reyna að lýsa hlutskipti ungra karlmanna, enda veit ég ekki hvort ég er til þess fallinn. Mér finnst það dálítið mikil einföldun að útgangspunkturinn sé viðhorf ungs karlmanns. Ég held að það hvernig fólk almennt hugsar sé að breytast, án þess að ég ætli mér að vera með einhverjar yfirlýsingar um hlutverk kynjanna,“ segir Sverrir Norland, spurður hvort hann sé að lýsa hlutskipti ungra karlmanna í samtímanum í skáldsögunni Kvíðasnillingar. „Þetta er miklu meira mín fantasía um mína kynslóð heldur en einhver raunsæ lýsing á lífi hennar.“ Kvíðasnillingarnir er fyrsta skáldsaga Sverris en hann hefur áður sent frá sér smásögur og ljóð auk þess að halda úti eigin vefsíðu, þar sem ný myndasaga birtist á hverjum degi, og hafa reynt fyrir sér sem tónlistarmaður. Þar sem aðalpersónurnar þrjár, vinirnir Steinar, Óskar og Herbert, eru myndasöguteiknari, tónlistarmaður og skáld liggur beint við að spyrja hvort þeir séu birtingarmyndir ólíkra hliða hans sjálfs. „Já, ætli það ekki bara,“ segir hann og hlær. „En þeir hafa auðvitað ýmsa drætti frá öðrum líka.“ Eitt af því sem vekur athygli við lestur bókarinnar er málfar persónanna, sem er ansi sérstakt. „Ég vil ekkert líkja eftir því hvernig fólk talar í raunveruleikanum,“ segir Sverrir. „Ég læt vinina tala miklu flottara mál þegar þeir eru strákar heldur en þegar þeir eru fullorðnir og hugsunin á bak við það var að þegar þeir eru litlir vita þeir í rauninni ekkert hverjir þeir eru og herma bara eftir því sem þeim finnst flott. Þegar þeir eldast kemur í ljós að sérstaklega skáldið kann bara alls ekki að tala, það endurspeglar dálítið hver hann er og suma af minni kynslóð finnst mér.“ Í bókinni eru sterkar vísanir í það sem hefur gerst í íslensku samfélagi undanfarin ár en Sverrir segist hafa reynt að halda því í bakgrunni sögunnar. „Ég er ekki, allavega ekki enn, neitt að reyna að predika. Mér finnst það rýra skáldskapinn. Ég hef skrifað mjög mikið undanfarin ár og eiginlega skapað eigin heim, þótt það hafi ekki verið markmiðið. Það var kannski bara tilviljun að þessar persónur lentu í þessari bók en ekki einhverri annarri. Ég er með nokkrar aðrar sögur í vinnslu þar sem sumar persónurnar úr þessari koma fyrir.“ En hvernig myndi Sverrir skilgreina þema Kvíðasnillinganna? „Líklega mætti súmmera þema bókarinnar upp einhvern veginn svona: Langar okkur ekki öll að vera hamingjusöm, rækta hæfileika okkar, finna ástina, bægja burt kvíðanum og verða heilsteyptar og vandaðar manneskjur? Ég held að bókin fjalli að mestu leyti um slíka drauma og leitina að samastað í tilverunni. Að verða ástfanginn af einhverjum sem fagnar manni eins og maður er og kennir manni að slappa af. Að kynnast því hvernig vinirnir geta svikið mann og hvað það er nauðsynlegt að fyrirgefa þeim og fatta um leið að það er allt í lagi að klúðra stundum málum og láta bara allt fara í steik, þannig er það einfaldlega að vera mennskur. Við erum flest, ef ekki öll, hálfgerðir kvíðasnillingar.“ Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er alls ekki meiningin að reyna að lýsa hlutskipti ungra karlmanna, enda veit ég ekki hvort ég er til þess fallinn. Mér finnst það dálítið mikil einföldun að útgangspunkturinn sé viðhorf ungs karlmanns. Ég held að það hvernig fólk almennt hugsar sé að breytast, án þess að ég ætli mér að vera með einhverjar yfirlýsingar um hlutverk kynjanna,“ segir Sverrir Norland, spurður hvort hann sé að lýsa hlutskipti ungra karlmanna í samtímanum í skáldsögunni Kvíðasnillingar. „Þetta er miklu meira mín fantasía um mína kynslóð heldur en einhver raunsæ lýsing á lífi hennar.“ Kvíðasnillingarnir er fyrsta skáldsaga Sverris en hann hefur áður sent frá sér smásögur og ljóð auk þess að halda úti eigin vefsíðu, þar sem ný myndasaga birtist á hverjum degi, og hafa reynt fyrir sér sem tónlistarmaður. Þar sem aðalpersónurnar þrjár, vinirnir Steinar, Óskar og Herbert, eru myndasöguteiknari, tónlistarmaður og skáld liggur beint við að spyrja hvort þeir séu birtingarmyndir ólíkra hliða hans sjálfs. „Já, ætli það ekki bara,“ segir hann og hlær. „En þeir hafa auðvitað ýmsa drætti frá öðrum líka.“ Eitt af því sem vekur athygli við lestur bókarinnar er málfar persónanna, sem er ansi sérstakt. „Ég vil ekkert líkja eftir því hvernig fólk talar í raunveruleikanum,“ segir Sverrir. „Ég læt vinina tala miklu flottara mál þegar þeir eru strákar heldur en þegar þeir eru fullorðnir og hugsunin á bak við það var að þegar þeir eru litlir vita þeir í rauninni ekkert hverjir þeir eru og herma bara eftir því sem þeim finnst flott. Þegar þeir eldast kemur í ljós að sérstaklega skáldið kann bara alls ekki að tala, það endurspeglar dálítið hver hann er og suma af minni kynslóð finnst mér.“ Í bókinni eru sterkar vísanir í það sem hefur gerst í íslensku samfélagi undanfarin ár en Sverrir segist hafa reynt að halda því í bakgrunni sögunnar. „Ég er ekki, allavega ekki enn, neitt að reyna að predika. Mér finnst það rýra skáldskapinn. Ég hef skrifað mjög mikið undanfarin ár og eiginlega skapað eigin heim, þótt það hafi ekki verið markmiðið. Það var kannski bara tilviljun að þessar persónur lentu í þessari bók en ekki einhverri annarri. Ég er með nokkrar aðrar sögur í vinnslu þar sem sumar persónurnar úr þessari koma fyrir.“ En hvernig myndi Sverrir skilgreina þema Kvíðasnillinganna? „Líklega mætti súmmera þema bókarinnar upp einhvern veginn svona: Langar okkur ekki öll að vera hamingjusöm, rækta hæfileika okkar, finna ástina, bægja burt kvíðanum og verða heilsteyptar og vandaðar manneskjur? Ég held að bókin fjalli að mestu leyti um slíka drauma og leitina að samastað í tilverunni. Að verða ástfanginn af einhverjum sem fagnar manni eins og maður er og kennir manni að slappa af. Að kynnast því hvernig vinirnir geta svikið mann og hvað það er nauðsynlegt að fyrirgefa þeim og fatta um leið að það er allt í lagi að klúðra stundum málum og láta bara allt fara í steik, þannig er það einfaldlega að vera mennskur. Við erum flest, ef ekki öll, hálfgerðir kvíðasnillingar.“
Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira