Kenneth Máni öðlast framhaldslíf á sviði Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. september 2014 11:00 Björn í hlutverki Kenneths Mána. "Það sem einkennir Kenneth Mána er að hann lifir í núinu og það er mikill kostur í uppistandi þar sem ríður á að hafa augu og eyru opin.“ Mynd Grímur Bjarnason „Það hafa farið fram umræður um framhaldslíf fyrir Kenneth Mána alltaf öðru hvoru alveg síðan Fangavaktin var sýnd á sínum tíma,“ segir Björn Thors sem í kvöld stígur á Litla svið Borgarleikhússins í gervi Kenneths Mána fimm árum eftir að sjónvarpsþættirnir voru frumsýndir. „Ég talaði við Ragnar Bragason, leikstjóra Fangavaktarinnar, og við Jóhann Ævar Grímsson, einn af höfundum þáttanna og einn höfunda einleiksins núna, við ræddum saman og vorum svona að máta það hvort það væri eitthvað í þessu og hvort það væri hægt að gera eitthvað meira. Kenneth Máni var auðvitað aukapersóna í sjónvarpsþáttunum og við vorum ekki alveg vissir um að það væri hægt að láta hann halda á míkrófóni heilt kvöld, hvort fólk hefði eitthvert úthald í að hlusta á hann. Þegar við svo ákváðum að láta slag standa tókum við okkur góðan tíma í að spjalla um persónuna, greina forsögu hans og athuga hvort það væri eitthvað bitastætt þarna. Við komumst að þeirri niðurstöðu að þarna væri eftir einhverju að slægjast og ákváðum að láta reyna á þetta.“ Björn segir persónu Kenneths Mána eiginlega hafa orðið til fyrir sér strax í prufunni fyrir Fangavaktina, þótt hann hafi strangt til tekið ekki verið einn af þeim sem skrifuðu karakterinn. „Auðvitað höfðu höfundarnir skrifað út þessar senur og unnið þær áður en ég kom að borðinu en óhjákvæmilega kom eitthvað af karakternum beint frá mér.“ Þeir Björn og Jóhann Ævar fengu Sögu Garðarsdóttur til liðs við sig þegar kom að því að semja einleikinn, hvernig stóð á því? „Jóhann Ævar hefur mikla reynslu af skrifum fyrir sjónvarp og kvikmyndir og þar liggur hans styrkur, Saga er hins vegar uppistandari sjálf, leikkona og fjöllistafræðingur, með miklu meiri reynslu af leikhúsi og uppistandi þannig að það að fá hana inn í þetta er sniðugt bæði vegna þess að hún er góður penni og ekki síður vegna þess að hún hefur aðra reynslu og allt annan húmor en Jóhann Ævar og okkur fannst þau vera gott kombó.“ Titillag verksins er flutt af Bubba Morthens og Kenneth Mána en Björn vill ekki gefa upp hvort hann sé þátttakandi í sýningunni. „Bubbi er aðstoðarmaður Kenneths Mána í AHA, eins og hann kallar það, þannig að þeir eiga ákveðna fortíð saman. Bubbi er því órjúfanlegur hluti af sýningunni hvort sem hann er á sviðinu eða ekki.“ Björn hefur aldrei fyrr verið með uppistand og hann viðurkennir að tilfinningin sé dálítið ógnvekjandi. „En að öðru leyti er tilfinningin bara mjög skemmtileg og sjarmerandi. Það er gaman þegar gengur vel en það er algjörlega lífshættulegt ef það gengur illa. Þótt ég sé einn á sviðinu er þetta ekkert svo frábrugðið því að leika aðrar rullur nema að ég get engan veginn kennt neinum öðrum um ef þetta gengur ekki vel. Maður kennir ekki ljósamanninum um ef maður man ekki textann sinn.“ Munu áhorfendur kynnast nýjum hliðum á Kenneth Mána í sýningunni, er hann að segja okkur sögu sína eða bara að rabba um það sem er að gerast hjá honum í dag? „Hann á eflaust eftir að segja sögur af sjálfum sér, bæði úr fortíð og samtíð. En það sem einkennir Kenneth Mána er að hann lifir í núinu og það er mikill kostur í uppistandi þar sem ríður á að hafa augu og eyru opin.“ Menning Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það hafa farið fram umræður um framhaldslíf fyrir Kenneth Mána alltaf öðru hvoru alveg síðan Fangavaktin var sýnd á sínum tíma,“ segir Björn Thors sem í kvöld stígur á Litla svið Borgarleikhússins í gervi Kenneths Mána fimm árum eftir að sjónvarpsþættirnir voru frumsýndir. „Ég talaði við Ragnar Bragason, leikstjóra Fangavaktarinnar, og við Jóhann Ævar Grímsson, einn af höfundum þáttanna og einn höfunda einleiksins núna, við ræddum saman og vorum svona að máta það hvort það væri eitthvað í þessu og hvort það væri hægt að gera eitthvað meira. Kenneth Máni var auðvitað aukapersóna í sjónvarpsþáttunum og við vorum ekki alveg vissir um að það væri hægt að láta hann halda á míkrófóni heilt kvöld, hvort fólk hefði eitthvert úthald í að hlusta á hann. Þegar við svo ákváðum að láta slag standa tókum við okkur góðan tíma í að spjalla um persónuna, greina forsögu hans og athuga hvort það væri eitthvað bitastætt þarna. Við komumst að þeirri niðurstöðu að þarna væri eftir einhverju að slægjast og ákváðum að láta reyna á þetta.“ Björn segir persónu Kenneths Mána eiginlega hafa orðið til fyrir sér strax í prufunni fyrir Fangavaktina, þótt hann hafi strangt til tekið ekki verið einn af þeim sem skrifuðu karakterinn. „Auðvitað höfðu höfundarnir skrifað út þessar senur og unnið þær áður en ég kom að borðinu en óhjákvæmilega kom eitthvað af karakternum beint frá mér.“ Þeir Björn og Jóhann Ævar fengu Sögu Garðarsdóttur til liðs við sig þegar kom að því að semja einleikinn, hvernig stóð á því? „Jóhann Ævar hefur mikla reynslu af skrifum fyrir sjónvarp og kvikmyndir og þar liggur hans styrkur, Saga er hins vegar uppistandari sjálf, leikkona og fjöllistafræðingur, með miklu meiri reynslu af leikhúsi og uppistandi þannig að það að fá hana inn í þetta er sniðugt bæði vegna þess að hún er góður penni og ekki síður vegna þess að hún hefur aðra reynslu og allt annan húmor en Jóhann Ævar og okkur fannst þau vera gott kombó.“ Titillag verksins er flutt af Bubba Morthens og Kenneth Mána en Björn vill ekki gefa upp hvort hann sé þátttakandi í sýningunni. „Bubbi er aðstoðarmaður Kenneths Mána í AHA, eins og hann kallar það, þannig að þeir eiga ákveðna fortíð saman. Bubbi er því órjúfanlegur hluti af sýningunni hvort sem hann er á sviðinu eða ekki.“ Björn hefur aldrei fyrr verið með uppistand og hann viðurkennir að tilfinningin sé dálítið ógnvekjandi. „En að öðru leyti er tilfinningin bara mjög skemmtileg og sjarmerandi. Það er gaman þegar gengur vel en það er algjörlega lífshættulegt ef það gengur illa. Þótt ég sé einn á sviðinu er þetta ekkert svo frábrugðið því að leika aðrar rullur nema að ég get engan veginn kennt neinum öðrum um ef þetta gengur ekki vel. Maður kennir ekki ljósamanninum um ef maður man ekki textann sinn.“ Munu áhorfendur kynnast nýjum hliðum á Kenneth Mána í sýningunni, er hann að segja okkur sögu sína eða bara að rabba um það sem er að gerast hjá honum í dag? „Hann á eflaust eftir að segja sögur af sjálfum sér, bæði úr fortíð og samtíð. En það sem einkennir Kenneth Mána er að hann lifir í núinu og það er mikill kostur í uppistandi þar sem ríður á að hafa augu og eyru opin.“
Menning Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp
Sigurjón minnist David Lynch: Prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og vildi hjálpa Íslendingum eftir hrunið Bíó og sjónvarp