Innlent

Meðferð sakamála verði tekin til skoðunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Starfandi dómsmálaráðherra Eygló Harðardóttir undirritaði bréfið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Starfandi dómsmálaráðherra Eygló Harðardóttir undirritaði bréfið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. fréttablaðið/GVA
Eygló Harðardóttir, starfandi dómsmálaráðherra, ritaði í gær stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréf vegna fullyrðinga um að framkvæmd símahlustunar við rannsókn sakamála og eftirlit með þeim kunni að vera ábótavant.

Nefndinni er falið að meta hvort ástæða sé til athugunar á téðum fullyrðingum á vettvangi nefndarinnar.

Einnig hefur ráðuneytið sent réttarfarsnefnd bréf í framhaldi af erindi tveggja lögmanna þar sem gerð er grein fyrir ýmsum atriðum er betur mega fara að þeirra mati við meðferð sakamála. Varða þær ábendingar meðal annars samskipti lögmanna og verjenda, framsetningu dóma í sakamálum, símahlustanir, húsleit og sönnunarbyrði.

Þá hefur ráðuneytinu einnig borist ályktun stjórnar Lögmannafélags Íslands varðandi samskipti verjenda og vitna. Óskar ráðherra eftir að réttarfarsnefnd taki framangreint til skoðunar. Þá fer ráðherra þess á leit við réttarfarsnefnd að hún taki sérstaklega til skoðunar ákvæði laga um meðferð sakamála er varða símahlustun. Telji nefndin rétt að breytingar verði gerðar á lögunum er þess óskað að nefndin sendi ráðuneytinu tillögur sínar að breytingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×