Gulróta- og kóríandersúpa Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 26. september 2014 14:00 Næringarrík súpa sem kemur hita í kroppinn. Holl og næringarrík súpa sem kemur hita í kroppinn á köldum og blautum haustkvöldum. Dásamlega bragðgóð og mjög einföld að búa til.1 matskeið olía til steikingar1 laukur1 teskeið kóríanderkrydd1 lítil lífræn sæt kartafla450 g lífrænar gulrætur1 lítri vatn1 teningur grænmetiskrafturhandfylli af ferskum kóríander1 tsk. sjávarsalt 1. Byrjið á því að þvo grænmetið og skræla gulræturnar og kartöfluna. Skerið allt grænmetið niður í litla bita. 2.Steikið laukinn og sætu kartöfluna með kóríanderkryddinu í olíunni í 5 mínútur eða þangað til að laukurinn er orðinn mjúkur. 3. Hellið steikta grænmetinu í pott ásamt gulrótunum, vatninu og grænmetiskraftinum. Lokið pottinum og látið sjóða í 25 mínútur. 4. Hellið úr pottinum í matvinnsluvél og bætið ferskum kóríander við. Blandið saman þangað til að áferðin er orðin mjúk. 5. Hitið aftur í pottinum, smakkið og bætið örlitlu sjávarsalti við ef þess þarf. Borðið og njótið! Grænmetisréttir Heilsa Súpur Uppskriftir Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið
Holl og næringarrík súpa sem kemur hita í kroppinn á köldum og blautum haustkvöldum. Dásamlega bragðgóð og mjög einföld að búa til.1 matskeið olía til steikingar1 laukur1 teskeið kóríanderkrydd1 lítil lífræn sæt kartafla450 g lífrænar gulrætur1 lítri vatn1 teningur grænmetiskrafturhandfylli af ferskum kóríander1 tsk. sjávarsalt 1. Byrjið á því að þvo grænmetið og skræla gulræturnar og kartöfluna. Skerið allt grænmetið niður í litla bita. 2.Steikið laukinn og sætu kartöfluna með kóríanderkryddinu í olíunni í 5 mínútur eða þangað til að laukurinn er orðinn mjúkur. 3. Hellið steikta grænmetinu í pott ásamt gulrótunum, vatninu og grænmetiskraftinum. Lokið pottinum og látið sjóða í 25 mínútur. 4. Hellið úr pottinum í matvinnsluvél og bætið ferskum kóríander við. Blandið saman þangað til að áferðin er orðin mjúk. 5. Hitið aftur í pottinum, smakkið og bætið örlitlu sjávarsalti við ef þess þarf. Borðið og njótið!
Grænmetisréttir Heilsa Súpur Uppskriftir Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið