Einföld og látlaus kveðjustund Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 26. september 2014 10:30 GOOD/BYE “Stígandinn í verkinu var góður en það vantaði meiri dýpt í efnistökin.” Mynd: Rósa Bragadóttir Dans: GOOD/BYE Höfundur og dansari: Snædís Lilja Ingadóttir Leikstjóri: Svandís Dóra Einarsdóttir Tónlist: Ólafur Josephsson Búningahönnun: Agnieszka Baranowska Sýnt í tjarnarbíói 23. september Dansverkið GOOD/BYE eftir Snædísi Lilju Ingadóttur var frumsýnt í Tjarnarbíói þriðjudaginn 23. september síðastliðinn. Aðeins var um þessa einu sýningu að ræða nú en líkur eru á að verkið verði tekið upp aftur þegar snjóa fer að leysa í vor. GOOD/BYE fjallar um eitt einstakt athæfi; það að kveðja, athæfi sem oftast er einfalt og hversdagslegt en getur verið eitt af því óbærilegasta sem nokkur manneskja þarf að upplifa. Snædís setur kveðjuathöfnina fram á einfaldan og látlausan hátt. Lýsingin er tær og búningar og umgjörð í svart/hvítu. Texti sem hún flytur er einnig skýr og einfaldur. Tónlistin, tengd við hljóðbrot úr völdum bíómyndum, var heldur ruglingslegri í framsetningu. Á sama tíma og textinn sem Snædís flutti náði vel til undirritaðrar þá fór textinn úr myndbrotunum nokkuð fyrir ofan garð og neðan. Athyglin var á því sem var á sviðinu og myndtextarnir náðu ekki almennilega að verða hluti af því. Snædís er fallegur dansari og hefur gott vald yfir líkamanum sem miðli til tjáningar. Þetta kom ekki síst fram í upphafi verksins þar sem smáar en markvissar hreyfingar voru endurteknar aftur og aftur og héldu síðan áfram að birtast sem kærkomin kennileiti út verkið. Uppbygging frasa var oft áhugaverð þar sem t.d. á einum stað, í anda Trishu Brown, ein hreyfing óx í gegnum endurtekningu þar til hún varð að heilum frasa sem átti síðan sín tilbrigði og stef sem finna mátti víðar í verkinu. Stígandin í verkinu var góð en það vantaði meiri dýpt í efnistökin. Hin óbærilega þjáning sem fylgir sárum kveðjustundum var til dæmis hvergi sjáanleg þótt vissulega væri aðskilnaðurinn greinilega stundum sár.Niðurstaða: GOOD/BYE er einfalt og skýrt verk og mjög gott til áhorfs. Efnið gaf þó tilefni til átakameiri úrvinnslu. Gagnrýni Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Dans: GOOD/BYE Höfundur og dansari: Snædís Lilja Ingadóttir Leikstjóri: Svandís Dóra Einarsdóttir Tónlist: Ólafur Josephsson Búningahönnun: Agnieszka Baranowska Sýnt í tjarnarbíói 23. september Dansverkið GOOD/BYE eftir Snædísi Lilju Ingadóttur var frumsýnt í Tjarnarbíói þriðjudaginn 23. september síðastliðinn. Aðeins var um þessa einu sýningu að ræða nú en líkur eru á að verkið verði tekið upp aftur þegar snjóa fer að leysa í vor. GOOD/BYE fjallar um eitt einstakt athæfi; það að kveðja, athæfi sem oftast er einfalt og hversdagslegt en getur verið eitt af því óbærilegasta sem nokkur manneskja þarf að upplifa. Snædís setur kveðjuathöfnina fram á einfaldan og látlausan hátt. Lýsingin er tær og búningar og umgjörð í svart/hvítu. Texti sem hún flytur er einnig skýr og einfaldur. Tónlistin, tengd við hljóðbrot úr völdum bíómyndum, var heldur ruglingslegri í framsetningu. Á sama tíma og textinn sem Snædís flutti náði vel til undirritaðrar þá fór textinn úr myndbrotunum nokkuð fyrir ofan garð og neðan. Athyglin var á því sem var á sviðinu og myndtextarnir náðu ekki almennilega að verða hluti af því. Snædís er fallegur dansari og hefur gott vald yfir líkamanum sem miðli til tjáningar. Þetta kom ekki síst fram í upphafi verksins þar sem smáar en markvissar hreyfingar voru endurteknar aftur og aftur og héldu síðan áfram að birtast sem kærkomin kennileiti út verkið. Uppbygging frasa var oft áhugaverð þar sem t.d. á einum stað, í anda Trishu Brown, ein hreyfing óx í gegnum endurtekningu þar til hún varð að heilum frasa sem átti síðan sín tilbrigði og stef sem finna mátti víðar í verkinu. Stígandin í verkinu var góð en það vantaði meiri dýpt í efnistökin. Hin óbærilega þjáning sem fylgir sárum kveðjustundum var til dæmis hvergi sjáanleg þótt vissulega væri aðskilnaðurinn greinilega stundum sár.Niðurstaða: GOOD/BYE er einfalt og skýrt verk og mjög gott til áhorfs. Efnið gaf þó tilefni til átakameiri úrvinnslu.
Gagnrýni Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira