Ljóskur sem draga úr heilastarfsemi karla Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2014 12:30 Bók Birgis með myndum af ljóskum framan á plötuumslögum er gefin út í tengslum við sýningu Birgis í Listasafni ASÍ. vísir/ernir Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður hefur unnið með þemað um ljóskuna í tuttugu ár. Grein sem birtist í Sunday Times fyrir fáeinum árum kveikti enn eina hugmyndina um verk tengt ljóskuþemanu. Þar var fjallað um hvaða áhrif ljóshærðar konur hafa á karlmenn. „Greinin fjallaði um rannsókn sem var gerð og sýndi fram á að greindarvísitala karlmanna lækkar þegar þeir sjá ljósmyndir af ljóshærðum konum,“ segir Birgir. Undanfarin misseri hefur Birgir orðið sér úti um hljómplötur, sem gefnar voru út á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum, þar sem ljóshærðri konu hefur verið skellt framan á plötuumslagið. Hann hefur svo málað framan á umslögin og búið til myndverk þar sem ljóshærða fyrirsætan er dregin fram. Úr fjögur hundruð myndum valdi hann svo 299 verk sem gefin eru út í bókinni Ladies, Beautiful Ladies, og er hún gefin út í tengslum við sýningu Birgis í Listasafni ASÍ. „Fyrir utan það að kanna hvaða áhrif ljóskan hefur á karlmenn þá má segja að verkið standi sem rannsókn á hvernig ímynd ljóskunnar hefur verið notuð í gegnum tíðina og spegla það við samtímann, til dæmis hvernig konan birtist í tónlistarmyndböndum í dag. Ég tel að staða ljóskunnar sé mjög svipuð, ljóshært selur enn þá.“ Birgir telur ekki að ljóskan sjálf fari illa út úr verkum sínum. „Verkin snúast fremur um að við lítum í eigin barm. Ljóskuumræðan snýst um ranghugmyndir okkar karla um ljóshærðar konur. Gagnrýnin snýr því að karlmönnum, hvernig við túlkum, upplifum og viðhöldum þessari mýtu um heimsku ljóskuna.“ Ein af myndverkum Birgis sem eru í bókinni.Kenning um ljóskusöguna Birgir nefnir eina kenningu um hvernig ímynd ljóskunnar varð til og rekur það sig aftur til seinni heimstyrjaldar. Þá fóru konur út á vinnumarkað og urðu sjálfstæðari, upplifðu meira frelsi og gátu breytt ímynd sinni að vild. Til að mynda gátu þær keypt ódýran háralit og margar lituðu hárið ljóst eftir fyrirmyndum kvikmyndastjarna. Sagt er að karlmönnum hafi staðið ógn af þessum sjálfstæðu konum og þurft að mæta því með því að búa til þennan heimsku-stimpil á hana. Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður hefur unnið með þemað um ljóskuna í tuttugu ár. Grein sem birtist í Sunday Times fyrir fáeinum árum kveikti enn eina hugmyndina um verk tengt ljóskuþemanu. Þar var fjallað um hvaða áhrif ljóshærðar konur hafa á karlmenn. „Greinin fjallaði um rannsókn sem var gerð og sýndi fram á að greindarvísitala karlmanna lækkar þegar þeir sjá ljósmyndir af ljóshærðum konum,“ segir Birgir. Undanfarin misseri hefur Birgir orðið sér úti um hljómplötur, sem gefnar voru út á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum, þar sem ljóshærðri konu hefur verið skellt framan á plötuumslagið. Hann hefur svo málað framan á umslögin og búið til myndverk þar sem ljóshærða fyrirsætan er dregin fram. Úr fjögur hundruð myndum valdi hann svo 299 verk sem gefin eru út í bókinni Ladies, Beautiful Ladies, og er hún gefin út í tengslum við sýningu Birgis í Listasafni ASÍ. „Fyrir utan það að kanna hvaða áhrif ljóskan hefur á karlmenn þá má segja að verkið standi sem rannsókn á hvernig ímynd ljóskunnar hefur verið notuð í gegnum tíðina og spegla það við samtímann, til dæmis hvernig konan birtist í tónlistarmyndböndum í dag. Ég tel að staða ljóskunnar sé mjög svipuð, ljóshært selur enn þá.“ Birgir telur ekki að ljóskan sjálf fari illa út úr verkum sínum. „Verkin snúast fremur um að við lítum í eigin barm. Ljóskuumræðan snýst um ranghugmyndir okkar karla um ljóshærðar konur. Gagnrýnin snýr því að karlmönnum, hvernig við túlkum, upplifum og viðhöldum þessari mýtu um heimsku ljóskuna.“ Ein af myndverkum Birgis sem eru í bókinni.Kenning um ljóskusöguna Birgir nefnir eina kenningu um hvernig ímynd ljóskunnar varð til og rekur það sig aftur til seinni heimstyrjaldar. Þá fóru konur út á vinnumarkað og urðu sjálfstæðari, upplifðu meira frelsi og gátu breytt ímynd sinni að vild. Til að mynda gátu þær keypt ódýran háralit og margar lituðu hárið ljóst eftir fyrirmyndum kvikmyndastjarna. Sagt er að karlmönnum hafi staðið ógn af þessum sjálfstæðu konum og þurft að mæta því með því að búa til þennan heimsku-stimpil á hana.
Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira